Herkænska eða hrunadans Johnsons Kristinn Haukur Guðnason skrifar 7. september 2019 07:30 Eftir hasarinn í þinginu skrapp Johnson til Skotlands þar sem hann kynnti sér landbúnað. Nordicphotos/Getty Nýliðin vika er algjörlega fordæmalaus í breskum stjórnmálum. Nýr forsætisráðherra, Boris Johnson, tapaði sínum fyrstu kosningum í þinginu. Tapaði svo aftur. Og svo aftur. Meirihluti ríkisstjórnarinnar féll á meðan Johnson hélt ræðu um styrka stjórn. Þingmenn með áratuga reynslu og fyrrverandi ráðherrar voru reknir úr flokknum. Bróðir forsætisráðherra sagði af sér ráðherraembætti. Breska þingið er orðið að apasirkus. Undir öllum venjulegum kringumstæðum væri búið að leysa upp þing og boða til nýrra kosninga. Eftir niðurlægingu eins og sást í vikunni ætti sitjandi forsætisráðherra ekki möguleika á að sigra í slíkum kosningum og yrði steypt af stóli af eigin flokksmönnum. En Brexit eru engar venjulegar kringumstæður.Dominic Cummings, aðalráðgjafi Johnsons. Nordicphotos/GettyBrexit hefur gjörbreytt hinu pólitíska landslagi, þá sérstaklega Íhaldsflokknum. Tilfinningar eru í spilinu og rista djúpt. Fólk er tilbúið til að fórna pólitískri framtíð sinni. Mörgum brá í brún þegar fregnir bárust af því að Johnson hefði gengið á línuna og rekið 21 þingmann úr flokknum á stalínískan máta. Þar á meðal tvo fyrrverandi fjármálaráðherra og barnabarn sjálfs Winstons Churchill. Þessir þingmenn eru ekki róttæklingar heldur grandvarir og frekar óspennandi menn með áratuga hollustu við flokkinn að baki. En þetta kom þeim sjálfum ekki á óvart. Johnson hafði hótað þessu ef þeir hlýddu ekki en þeir voru tilbúnir að fórna sinni pólitísku framtíð fyrir málstaðinn. Í dag spyr fólk sig hvað sé í gangi og hvað muni gerast. Hvert er planið hjá Boris Johnson og aðalráðgjafa hans, Dominic Cummings? Cummings er enginn bjáni. Hann skipulagði útgönguherferðina sem leiddi til þess að Brexit var samþykkt sumarið 2016. Enginn hafði trú á honum þá en Cummings hugsar marga leiki fram í tímann. Í dag virðist Boris Johnson með óvinnandi stöðu á borðinu en kannski er þetta allt saman úthugsað og samkvæmt áætlun. Enn hefur ekki verið samið við Brussel, Jeremy Corbyn er ekki orðinn forsætisráðherra og þó að þingflokkurinn sé orðinn fámennari þá er hann samheldnari. Kenningar hafa verið uppi um að Boris Johnson sé að berjast fyrir útgöngu án samnings, hörðu Brexit, til þess að fá samning. Efnahagsþrengingar muni fylgja útgöngunni með tilheyrandi niðurskurði og það er ekki öfundsvert að vera forsætisráðherra á slíkum tímum. Johnson og Cummings hafi því kokkað það upp að hótunin um hart Brexit sé svo slæm fyrir Brussel að Merkel, Macron og félagar muni gefa eftir og leita eftir samningi hagstæðum Bretlandi. Hvort þetta sé snilldar herbragð eða voðaskot mun koma í ljós. Pólitíski pistlahöfundurinn Jonathan Freedman sagði Johnson vera eins og bankaræningja sem heldur byssu upp að eigin höfði. En hvað gerist næst? Nokkuð ljóst er að kosningar verða haldnar á næstu mánuðum. Boris hefur sagt að hann ætli ekki aftur til Brussel til að biðja um frekari frest og aðrir í ríkisstjórninni hafa talað á sömu leið. Þeir segja ekki víst að lögunum sem þingið setur verði fylgt eftir. Þar að auki hefur ríkisstjórnin ekki meirihluta og stjórnarandstaða margra flokka og brottrekinna Íhaldsmanna virðist ekki líkleg til að mynda bandalag í kringum Corbyn. Rætt hefur verið um að mynda tímabundna stjórn til að koma á samningi. Ken Clarke, einn hinna brottreknu, hefur verið nefndur til sögunnar sem forsætisráðherra í því samhengi. Ef Johnson vinnur kosningar eftir að samningur hefur verið gerður getur hann þvegið hendur sínar af honum og jafnframt notið ávaxtanna. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00 Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira
Nýliðin vika er algjörlega fordæmalaus í breskum stjórnmálum. Nýr forsætisráðherra, Boris Johnson, tapaði sínum fyrstu kosningum í þinginu. Tapaði svo aftur. Og svo aftur. Meirihluti ríkisstjórnarinnar féll á meðan Johnson hélt ræðu um styrka stjórn. Þingmenn með áratuga reynslu og fyrrverandi ráðherrar voru reknir úr flokknum. Bróðir forsætisráðherra sagði af sér ráðherraembætti. Breska þingið er orðið að apasirkus. Undir öllum venjulegum kringumstæðum væri búið að leysa upp þing og boða til nýrra kosninga. Eftir niðurlægingu eins og sást í vikunni ætti sitjandi forsætisráðherra ekki möguleika á að sigra í slíkum kosningum og yrði steypt af stóli af eigin flokksmönnum. En Brexit eru engar venjulegar kringumstæður.Dominic Cummings, aðalráðgjafi Johnsons. Nordicphotos/GettyBrexit hefur gjörbreytt hinu pólitíska landslagi, þá sérstaklega Íhaldsflokknum. Tilfinningar eru í spilinu og rista djúpt. Fólk er tilbúið til að fórna pólitískri framtíð sinni. Mörgum brá í brún þegar fregnir bárust af því að Johnson hefði gengið á línuna og rekið 21 þingmann úr flokknum á stalínískan máta. Þar á meðal tvo fyrrverandi fjármálaráðherra og barnabarn sjálfs Winstons Churchill. Þessir þingmenn eru ekki róttæklingar heldur grandvarir og frekar óspennandi menn með áratuga hollustu við flokkinn að baki. En þetta kom þeim sjálfum ekki á óvart. Johnson hafði hótað þessu ef þeir hlýddu ekki en þeir voru tilbúnir að fórna sinni pólitísku framtíð fyrir málstaðinn. Í dag spyr fólk sig hvað sé í gangi og hvað muni gerast. Hvert er planið hjá Boris Johnson og aðalráðgjafa hans, Dominic Cummings? Cummings er enginn bjáni. Hann skipulagði útgönguherferðina sem leiddi til þess að Brexit var samþykkt sumarið 2016. Enginn hafði trú á honum þá en Cummings hugsar marga leiki fram í tímann. Í dag virðist Boris Johnson með óvinnandi stöðu á borðinu en kannski er þetta allt saman úthugsað og samkvæmt áætlun. Enn hefur ekki verið samið við Brussel, Jeremy Corbyn er ekki orðinn forsætisráðherra og þó að þingflokkurinn sé orðinn fámennari þá er hann samheldnari. Kenningar hafa verið uppi um að Boris Johnson sé að berjast fyrir útgöngu án samnings, hörðu Brexit, til þess að fá samning. Efnahagsþrengingar muni fylgja útgöngunni með tilheyrandi niðurskurði og það er ekki öfundsvert að vera forsætisráðherra á slíkum tímum. Johnson og Cummings hafi því kokkað það upp að hótunin um hart Brexit sé svo slæm fyrir Brussel að Merkel, Macron og félagar muni gefa eftir og leita eftir samningi hagstæðum Bretlandi. Hvort þetta sé snilldar herbragð eða voðaskot mun koma í ljós. Pólitíski pistlahöfundurinn Jonathan Freedman sagði Johnson vera eins og bankaræningja sem heldur byssu upp að eigin höfði. En hvað gerist næst? Nokkuð ljóst er að kosningar verða haldnar á næstu mánuðum. Boris hefur sagt að hann ætli ekki aftur til Brussel til að biðja um frekari frest og aðrir í ríkisstjórninni hafa talað á sömu leið. Þeir segja ekki víst að lögunum sem þingið setur verði fylgt eftir. Þar að auki hefur ríkisstjórnin ekki meirihluta og stjórnarandstaða margra flokka og brottrekinna Íhaldsmanna virðist ekki líkleg til að mynda bandalag í kringum Corbyn. Rætt hefur verið um að mynda tímabundna stjórn til að koma á samningi. Ken Clarke, einn hinna brottreknu, hefur verið nefndur til sögunnar sem forsætisráðherra í því samhengi. Ef Johnson vinnur kosningar eftir að samningur hefur verið gerður getur hann þvegið hendur sínar af honum og jafnframt notið ávaxtanna.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00 Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06
Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00
Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00