Ekki tekist að opna fjölda plássa á legudeildum eftir sumarlokanir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. september 2019 19:00 Ástandið á bráðamóttöku Landspítalans hefur aldrei verið eins slæmt á þessum árstíma og það er nú að sögn yfirlæknis Ástandið á bráðamóttöku Landspítalans hefur aldrei verið eins slæmt á þessum árstíma og það er nú að sögn yfirlæknis. Ekki hefur tekist að opna ríflega tíu pláss á legudeildum spítalans eftir sumarlokanir. Þetta bitni verst á gömlu fólki með elliglöp. „Það eru jafnvel þrjátíu sjúklingar á bráðamóttökunni sem eru að bíða eftir að komast til innlagnar á sérhæfðum legudeildum. Þetta er verra ástand en var á sama tíma í fyrra og þetta er ástand sem við höfum ekki séð áður nema þegar það hafa verið inflúensufaraldrar,“ segir Jón Magnús Kristinsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni. Ekki hefur tekist að opna ríflega tíu rúm eftir sumarlokanir. „Eftir sumarlokanir þá geta ekki allar deildir opnað pláss sem voru opin fyrir sumarið. þannig vandinn í raun bara eykst hjá okkur,“ segir Ragna Gústafsdóttir, deildarstjóri á bráðamóttöku. Jón Magnús segir að sjúklingar bíði allt of lengi á bráðamóttökunni. „Við erum að sjá að þessir einstaklingar eru að bíða að meðaltali í fimmtán til tuttugu klukkustundir hver eftir því að komast upp á deildirnar ,“ segir Jón Magnús og bætir við að það skapi mikil þrengsl. „Þetta bitnar verst á þeim sem eru aldraðir og fjölveikir. Ef að einstaklingar eru orðnir aldraðir og eru byrjaðir að fá minnisglöp þá er veruleg hætta á að þeir ruglist við þessar aðstæður,“ segir Jón Magnús. Framkvæmdastjórn Landspítalans ákvað á dögunum að fresta því að afnema svokallaðan vaktaálagsauka um þrjá mánuði en í sumar hafði verið tekin ákvörðun um að framlengja hann ekki í hagræðingarskyni. Ragna segir að ástandið muni versna til muna, verði vaktaálagsaukinn afnumin. „Við fáum kvartanir frá sjúklingum og aðstandendum sem við skiljum mjög vel. Þetta er ekki það ástand sem við viljum bjóða upp á,“ segir Jón Magnús. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Ástandið á bráðamóttöku Landspítalans hefur aldrei verið eins slæmt á þessum árstíma og það er nú að sögn yfirlæknis. Ekki hefur tekist að opna ríflega tíu pláss á legudeildum spítalans eftir sumarlokanir. Þetta bitni verst á gömlu fólki með elliglöp. „Það eru jafnvel þrjátíu sjúklingar á bráðamóttökunni sem eru að bíða eftir að komast til innlagnar á sérhæfðum legudeildum. Þetta er verra ástand en var á sama tíma í fyrra og þetta er ástand sem við höfum ekki séð áður nema þegar það hafa verið inflúensufaraldrar,“ segir Jón Magnús Kristinsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni. Ekki hefur tekist að opna ríflega tíu rúm eftir sumarlokanir. „Eftir sumarlokanir þá geta ekki allar deildir opnað pláss sem voru opin fyrir sumarið. þannig vandinn í raun bara eykst hjá okkur,“ segir Ragna Gústafsdóttir, deildarstjóri á bráðamóttöku. Jón Magnús segir að sjúklingar bíði allt of lengi á bráðamóttökunni. „Við erum að sjá að þessir einstaklingar eru að bíða að meðaltali í fimmtán til tuttugu klukkustundir hver eftir því að komast upp á deildirnar ,“ segir Jón Magnús og bætir við að það skapi mikil þrengsl. „Þetta bitnar verst á þeim sem eru aldraðir og fjölveikir. Ef að einstaklingar eru orðnir aldraðir og eru byrjaðir að fá minnisglöp þá er veruleg hætta á að þeir ruglist við þessar aðstæður,“ segir Jón Magnús. Framkvæmdastjórn Landspítalans ákvað á dögunum að fresta því að afnema svokallaðan vaktaálagsauka um þrjá mánuði en í sumar hafði verið tekin ákvörðun um að framlengja hann ekki í hagræðingarskyni. Ragna segir að ástandið muni versna til muna, verði vaktaálagsaukinn afnumin. „Við fáum kvartanir frá sjúklingum og aðstandendum sem við skiljum mjög vel. Þetta er ekki það ástand sem við viljum bjóða upp á,“ segir Jón Magnús.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira