Emil: Vona að þetta skýrist eftir landsleikina Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 7. september 2019 19:05 Emil Hallfreðsson á æfingu með íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm Emil Hallfreðsson lék í hálftíma fyrir íslenska liðið í dag og var ánægður í leikslok. Hann sagðist vonast til að hans mál skýrist eftir landsleikjahrinuna en hann er sem kunnugt er án félags. „Þetta gekk nokkuð vel upp miðað við hvernig þetta var lagt upp. Við ætluðum að taka þrjú stig og ég held að við séum nokkuð sáttir.“ „Við byrjuðum svolítið hægt í báðum hálfleikum, svo fannst mér við setja í næsta gír og gerðum það sem dugði til að taka sigur.“ Moldóva er í 171. sæti á Fifa-listanum og því ljóst að allt annað en sigur í dag hefðu verið vonbrigði. „Ég átti von á að þetta yrði hörkuleikur en var nokkuð meðvitaður um að ef við ættum góðan dag þá myndum við taka þrjú stig. Við erum það reynslumikill hópur að við erum ekki að fara í einhvern leik þar sem við vanmetum andstæðinginn.“ „Við berum virðingu fyrir þeim og tökum á þeim 100%. Við vitum að við erum engin undur þannig að ef við ætlum að vinna okkar leiki þá verðum við að gefa okkur alla í verkefnið.“ „Við vissum að þetta yrði þolinmæðisdæmi í dag. Við komumst í 1-0 og þá vinnur tíminn með okkur. Þetta gekk nokkuð vel. Þetta var gaman, það er þægilegt þegar það er rigning og svona toppaðstæður.“ Emil er samningslaus eins og er en vildi lítið segja um hans mál og hvert yrði hans næsta félag. „Ég ætla að tækla það eftir þessa landsleiki. Ég hef lagt þessi mál algjörlega til hliðar þessa vikuna og ætla að einbeita mér 100% að þessu verkefni og vona að þetta skýrist fljótlega eftir landsleikina.“ „Þetta er pottþétt góð auglýsing, ég veit að ef ég spila og fólk sér mig þá hjálpar það klárlega með mína stöðu og ég er mjög þakklátur fyrir að fá að spila hálftíma í dag,“ sagði Emil að lokum EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Emil Hallfreðsson lék í hálftíma fyrir íslenska liðið í dag og var ánægður í leikslok. Hann sagðist vonast til að hans mál skýrist eftir landsleikjahrinuna en hann er sem kunnugt er án félags. „Þetta gekk nokkuð vel upp miðað við hvernig þetta var lagt upp. Við ætluðum að taka þrjú stig og ég held að við séum nokkuð sáttir.“ „Við byrjuðum svolítið hægt í báðum hálfleikum, svo fannst mér við setja í næsta gír og gerðum það sem dugði til að taka sigur.“ Moldóva er í 171. sæti á Fifa-listanum og því ljóst að allt annað en sigur í dag hefðu verið vonbrigði. „Ég átti von á að þetta yrði hörkuleikur en var nokkuð meðvitaður um að ef við ættum góðan dag þá myndum við taka þrjú stig. Við erum það reynslumikill hópur að við erum ekki að fara í einhvern leik þar sem við vanmetum andstæðinginn.“ „Við berum virðingu fyrir þeim og tökum á þeim 100%. Við vitum að við erum engin undur þannig að ef við ætlum að vinna okkar leiki þá verðum við að gefa okkur alla í verkefnið.“ „Við vissum að þetta yrði þolinmæðisdæmi í dag. Við komumst í 1-0 og þá vinnur tíminn með okkur. Þetta gekk nokkuð vel. Þetta var gaman, það er þægilegt þegar það er rigning og svona toppaðstæður.“ Emil er samningslaus eins og er en vildi lítið segja um hans mál og hvert yrði hans næsta félag. „Ég ætla að tækla það eftir þessa landsleiki. Ég hef lagt þessi mál algjörlega til hliðar þessa vikuna og ætla að einbeita mér 100% að þessu verkefni og vona að þetta skýrist fljótlega eftir landsleikina.“ „Þetta er pottþétt góð auglýsing, ég veit að ef ég spila og fólk sér mig þá hjálpar það klárlega með mína stöðu og ég er mjög þakklátur fyrir að fá að spila hálftíma í dag,“ sagði Emil að lokum
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira