Yfirburðir hjá Khabib á UFC 242 Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. september 2019 22:04 Miklir yfirburðir hjá Khabib í kvöld. Vísir/Getty UFC 242 fór fram í Abu Dhabi fyrr í kvöld. Khabib Nurmagomedov mætti Dustin Poirier í aðalbardaga kvöldsins og hafði Khabib mikla yfirburði í bardaganum. Það var heitt í höllinni í Abu Dhabi í kvöld. Loftræstingin virkaði ekki sem skyldi en var þó betri þegar kom að aðalbardaga kvöldsins og hitinn ekki eins óbærilegur fyrir keppendur og áhorfendur. Khabib Nurmagomedov gerði nákvæmlega það sama og hann hefur gert við alla andstæðinga sína hingað til. Hann tók Dustin Poirier niður í hverri lotu og lét höggin dynja á honum. Poirier varðist vel og komst aftur á fætur oft á tíðum en það dugði skammt. Í 2. lotu tókst Poirier aðeins að vanka Khabib og var það besta augnablik Poirier í bardaganum. Khabib náði áttum, náði bardaganum aftur í gólfið og vann þá lotu. Áður en þriðja lota hófst sagði Poirier við hornið sitt að hann gæti hreinlega ekki losað Khabib af sér. Vandamál sem margir fyrrum andstæðingar Khabib kannast eflaust við. Khabib reyndi aftur fellu í 3. lotu en Poirier reyndi „guillotine“ hengingu. Tilraunin var ekki slæm hjá Poirier en Khabib varðist hengingunni vel. Khabib losaði sig úr hengingunni, komst í yfirburðarstöðu og kláraði Poirier með „rear naked choke“. Khabib er nú 28-0 í MMA og hefur unnið alla 12 bardaga sína í UFC. Þetta var hans önnur titilvörn og spurning hvort einhver geti stöðvað hann. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Paul Felder og Edson Barboza. Bardaginn var jafn og spennandi þar sem báðir áttu sín augnablik. Bardaginn fór allar þrjár loturnar og sigraði Felder eftir klofna dómaraákvörðun. Dómararnir voru ekki sammála hvor öðrum og gaf einn dómari Felder allar loturnar á meðan annar dómari gaf Barboza allar loturnar. Öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Fer mulningsvélin Khabib aftur í gang í Abu Dhabi? UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. 7. september 2019 09:30 Mest lesið Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Albert svaraði eftir að eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Tryggvi reif til sín flest fráköst Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Sjá meira
UFC 242 fór fram í Abu Dhabi fyrr í kvöld. Khabib Nurmagomedov mætti Dustin Poirier í aðalbardaga kvöldsins og hafði Khabib mikla yfirburði í bardaganum. Það var heitt í höllinni í Abu Dhabi í kvöld. Loftræstingin virkaði ekki sem skyldi en var þó betri þegar kom að aðalbardaga kvöldsins og hitinn ekki eins óbærilegur fyrir keppendur og áhorfendur. Khabib Nurmagomedov gerði nákvæmlega það sama og hann hefur gert við alla andstæðinga sína hingað til. Hann tók Dustin Poirier niður í hverri lotu og lét höggin dynja á honum. Poirier varðist vel og komst aftur á fætur oft á tíðum en það dugði skammt. Í 2. lotu tókst Poirier aðeins að vanka Khabib og var það besta augnablik Poirier í bardaganum. Khabib náði áttum, náði bardaganum aftur í gólfið og vann þá lotu. Áður en þriðja lota hófst sagði Poirier við hornið sitt að hann gæti hreinlega ekki losað Khabib af sér. Vandamál sem margir fyrrum andstæðingar Khabib kannast eflaust við. Khabib reyndi aftur fellu í 3. lotu en Poirier reyndi „guillotine“ hengingu. Tilraunin var ekki slæm hjá Poirier en Khabib varðist hengingunni vel. Khabib losaði sig úr hengingunni, komst í yfirburðarstöðu og kláraði Poirier með „rear naked choke“. Khabib er nú 28-0 í MMA og hefur unnið alla 12 bardaga sína í UFC. Þetta var hans önnur titilvörn og spurning hvort einhver geti stöðvað hann. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Paul Felder og Edson Barboza. Bardaginn var jafn og spennandi þar sem báðir áttu sín augnablik. Bardaginn fór allar þrjár loturnar og sigraði Felder eftir klofna dómaraákvörðun. Dómararnir voru ekki sammála hvor öðrum og gaf einn dómari Felder allar loturnar á meðan annar dómari gaf Barboza allar loturnar. Öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Fer mulningsvélin Khabib aftur í gang í Abu Dhabi? UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. 7. september 2019 09:30 Mest lesið Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Albert svaraði eftir að eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Tryggvi reif til sín flest fráköst Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Sjá meira
Fer mulningsvélin Khabib aftur í gang í Abu Dhabi? UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. 7. september 2019 09:30