Brim braut lög um verðbréfaviðskipti og greiðir 8,2 milljónir króna í sekt Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2019 23:00 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Útgerðarfélagið Brim braut lög um verðbréfaviðskipti í fyrra og gerði félagið samkomulag við Fjármálaeftirlitið þann 10. júlí síðastliðinn um að ljúka málinu með sátt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu sem birt var í dag. Sem hluti af sáttinni viðurkennir Brim að hafa brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti með því að hafa ekki birt innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið var. Féllst Brim hf. á að greiða sekt upp á 8,2 milljónir króna eftir að hafa óskað eftir því að ljúka málinu með sátt. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu (FME) átti brotið sér stað þegar Brim, sem þá hét HB Grandi, hygðist kaupa allt hlutafé í útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. Ekki kemur fram í tilkynningu FME hvaða innherja um ræðir en áður hefur verið greint frá því að HB Grandi, sem síðar varð Brim, hafi keypt hlutafé í Ögurvík af Guðmundi Kristjánssyni, þá forstjóra og aðaleiganda HB Granda, í september á síðasta ári. Guðmundur er nú forstjóri Brims. Í tilkynningunni er kaupferlið sagt hafa hafist formlega í lok ágúst á síðasta ári þegar Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra félagsins, var falið af stjórn þess að hefja samningaviðræður um kaupin. Samkvæmt FME töldust þær upplýsingar vera innherjaupplýsingar á þeim tímapunkti í skilningi laganna og var félaginu því skylt að birta þær eins fljótt og auðið var. Félagið birti þó ekki strax umræddar upplýsingar, né tilkynnti Fjármálaeftirlitinu um frestun á birtingu þeirra líkt og heimild er fyrir í lögum. Upplýsingarnar voru fyrst birtar þann 7. september 2018, þegar opinber tilkynning var gefin út um félagið hafi gert samning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Ögurvík. Fram kemur í tilkynningu FME að samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti „ber[i] útgefanda fjármálagerninga, sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði, eða verslað er með á markaðstorgi fjármálagerninga (MTF), að birta almenningi á Evrópska efnahagssvæðinu allar þær innherjaupplýsingar sem varða hann eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli.“ Sjávarútvegur Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Sjá meira
Útgerðarfélagið Brim braut lög um verðbréfaviðskipti í fyrra og gerði félagið samkomulag við Fjármálaeftirlitið þann 10. júlí síðastliðinn um að ljúka málinu með sátt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu sem birt var í dag. Sem hluti af sáttinni viðurkennir Brim að hafa brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti með því að hafa ekki birt innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið var. Féllst Brim hf. á að greiða sekt upp á 8,2 milljónir króna eftir að hafa óskað eftir því að ljúka málinu með sátt. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu (FME) átti brotið sér stað þegar Brim, sem þá hét HB Grandi, hygðist kaupa allt hlutafé í útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. Ekki kemur fram í tilkynningu FME hvaða innherja um ræðir en áður hefur verið greint frá því að HB Grandi, sem síðar varð Brim, hafi keypt hlutafé í Ögurvík af Guðmundi Kristjánssyni, þá forstjóra og aðaleiganda HB Granda, í september á síðasta ári. Guðmundur er nú forstjóri Brims. Í tilkynningunni er kaupferlið sagt hafa hafist formlega í lok ágúst á síðasta ári þegar Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra félagsins, var falið af stjórn þess að hefja samningaviðræður um kaupin. Samkvæmt FME töldust þær upplýsingar vera innherjaupplýsingar á þeim tímapunkti í skilningi laganna og var félaginu því skylt að birta þær eins fljótt og auðið var. Félagið birti þó ekki strax umræddar upplýsingar, né tilkynnti Fjármálaeftirlitinu um frestun á birtingu þeirra líkt og heimild er fyrir í lögum. Upplýsingarnar voru fyrst birtar þann 7. september 2018, þegar opinber tilkynning var gefin út um félagið hafi gert samning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Ögurvík. Fram kemur í tilkynningu FME að samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti „ber[i] útgefanda fjármálagerninga, sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði, eða verslað er með á markaðstorgi fjármálagerninga (MTF), að birta almenningi á Evrópska efnahagssvæðinu allar þær innherjaupplýsingar sem varða hann eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli.“
Sjávarútvegur Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Sjá meira