Helgi Bernódusson lét af störfum eftir 40 ár innan veggja Alþingis Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2019 20:10 Helgi Bernódusson lét af störfum í dag sem skrifstofustjóri alþingis. Eftir fimmtán ár í þeim stóli og fjörutíu ár innan veggja Alþingis hlakkar hann til að takast á við ný verkefni. Ragna Árnadóttir tók formlega við lyklum þinghússins, á afmælisdegi sínum. Það var fjölmennur hópur samstarfsmanna og starfsmanna Alþingis sem kvöddu Helga við tímamótin í dag en Helgi hefur þótt afar vel liðinni í starfi sínu. Helgi sem nýlega var sjötugur hefur starfað sem skrifstofustjóri frá ársbyrjun 2005 en í heildina hefur hann starfað á Alþingi í fjörutíu ár. Síðasti dagurinn, hvernig leggst hann í þig og er þetta dagurinn sem maður á að segja til hamingju?„Ég veit það ekki, ég vona það að það verði mér til hamingju og þessari stofnun líka til hamingju. Ég er afskaplega ánægður með það fá Rögnu sem minn eftirmann og ég ber mikið traust til hennar og ég held að skrifstofunni muni farnast vel á næstu árum,“ segir Helgi.Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis.Stöð 2Helgi segist ekki hafa slegið slöku við þó dagurinn í dag hafi verið sá síðasti og hoppar nú af lestinni á fullri ferð. Hann afhendi Rögnu Árnadóttur, nýjum skrifstofustjóra lyklavöldin af Alþingi í dag á afmælisdegi hennar. „Þetta leggst mjög vel í mig en auðvitað er alltaf eftirsjá af fólki sem að hefur álíka þekkingu og reynslu, eins og Helgi hefur, sem að ég efast um að séu mjög margir. Jú þannig að það verður eftirsjá af Helga, þannig að ég þarf heldur betur að standa mig í stykkinu,“ segir Ragna Árnadóttir, nýr skrifstofustjóri Alþingis.Hvað tekur við?„Ég á yndislega fjölskyldu og ég ætla reyna að sinna henni eitthvað betur en ég hef gert,“ segir Helgi.Mikill fjöldi fólks var saman kominn til að kveðja Helga.Vísir/VilhelmÍ ræðu sinni í dag sagðist Helgi eiga eftir að sakna samstarfsfólksins og vinnustaðarins en hvað stjórnmálin varðar hafi hann einungis verið áhorfandi sem hann ætli að vera áfram. Heldur þú að það verði ekki erfitt að sitja heima og fylgjast með Alþingisrásinni og sjá hvernig þetta er að fara allt saman? „Jú, örugglega en ég hef einsett mér að ég ætla ekki að hringja niður eftir og leiðrétta hvað þau eru að gera,“ segir Helgi Bernódusson, fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis. Alþingi Tímamót Vistaskipti Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Helgi Bernódusson lét af störfum í dag sem skrifstofustjóri alþingis. Eftir fimmtán ár í þeim stóli og fjörutíu ár innan veggja Alþingis hlakkar hann til að takast á við ný verkefni. Ragna Árnadóttir tók formlega við lyklum þinghússins, á afmælisdegi sínum. Það var fjölmennur hópur samstarfsmanna og starfsmanna Alþingis sem kvöddu Helga við tímamótin í dag en Helgi hefur þótt afar vel liðinni í starfi sínu. Helgi sem nýlega var sjötugur hefur starfað sem skrifstofustjóri frá ársbyrjun 2005 en í heildina hefur hann starfað á Alþingi í fjörutíu ár. Síðasti dagurinn, hvernig leggst hann í þig og er þetta dagurinn sem maður á að segja til hamingju?„Ég veit það ekki, ég vona það að það verði mér til hamingju og þessari stofnun líka til hamingju. Ég er afskaplega ánægður með það fá Rögnu sem minn eftirmann og ég ber mikið traust til hennar og ég held að skrifstofunni muni farnast vel á næstu árum,“ segir Helgi.Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis.Stöð 2Helgi segist ekki hafa slegið slöku við þó dagurinn í dag hafi verið sá síðasti og hoppar nú af lestinni á fullri ferð. Hann afhendi Rögnu Árnadóttur, nýjum skrifstofustjóra lyklavöldin af Alþingi í dag á afmælisdegi hennar. „Þetta leggst mjög vel í mig en auðvitað er alltaf eftirsjá af fólki sem að hefur álíka þekkingu og reynslu, eins og Helgi hefur, sem að ég efast um að séu mjög margir. Jú þannig að það verður eftirsjá af Helga, þannig að ég þarf heldur betur að standa mig í stykkinu,“ segir Ragna Árnadóttir, nýr skrifstofustjóri Alþingis.Hvað tekur við?„Ég á yndislega fjölskyldu og ég ætla reyna að sinna henni eitthvað betur en ég hef gert,“ segir Helgi.Mikill fjöldi fólks var saman kominn til að kveðja Helga.Vísir/VilhelmÍ ræðu sinni í dag sagðist Helgi eiga eftir að sakna samstarfsfólksins og vinnustaðarins en hvað stjórnmálin varðar hafi hann einungis verið áhorfandi sem hann ætli að vera áfram. Heldur þú að það verði ekki erfitt að sitja heima og fylgjast með Alþingisrásinni og sjá hvernig þetta er að fara allt saman? „Jú, örugglega en ég hef einsett mér að ég ætla ekki að hringja niður eftir og leiðrétta hvað þau eru að gera,“ segir Helgi Bernódusson, fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis.
Alþingi Tímamót Vistaskipti Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira