Öfgahópar gætu sprottið upp í Líbíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. ágúst 2019 07:30 Hermaður úr liði hinnar alþjóðlega samþykktu ríkisstjórnar sést hér munda riffilinn sinn. Nordicphotos/AFP Borgarastyrjöldin í Líbíu gæti leitt til þess að hryðjuverkasamtök á svæðinu vaxi og dafni og ný samtök gætu sprottið upp sömuleiðis vegna óreiðunnar sem ríkir í landinu. Þetta sagði Stephen Townsend, hershöfðingi og einn æðstu manna bandaríska hersins í Afríku, við Military Times í vikunni. Að hans sögn er fyrsta forgangsatriði Bandaríkjamanna að fyrirbyggja slíkt í samstarfi við hina alþjóðlega viðurkenndu ríkisstjórn landsins. „Átökin í Líbíu eru vel til þess fallin að veita hryðjuverkasamtökum í landinu aukið súrefni. Þetta er ástand sem við fylgjumst afar vel með. Samstarf í málinu hefur aukist og við vinnum saman að pólitískri lausn. Óreiðan gerir það að verkum að það er auðveldara fyrir hryðjuverkasamtök að sækja sér liðsstyrk, þjálfa og komast af,“ sagði Chris Karns, upplýsingafulltrúi bandaríska hersins í Afríku, og bætti við að gögn sem Bandaríkjamenn hafa undir höndum sýndu fram á að þetta væri raunin. Vargöld hefur verið í Líbíu allt frá því í febrúar 2011 þegar hið svokallaða arabíska vor braust út. Þá kom til átaka á milli uppreisnarmanna og líbíska hersins, sem studdi enn Muammar Gaddafi einræðisherra. Gaddafi var felldur í október sama ár og ný ríkisstjórn lýsti Líbíu frelsaða. En ekkert varð af frelsun og friði. Hin nýja bráðabirgðastjórn vék fyrir svokölluðu Þjóðarráði (GNC) sem sat svo lengur en umboð þess gerði ráð fyrir. Khalifa Haftar hershöfðingi og leiðtogi Líbíska þjóðarhersins gerði uppreisn í maí 2014. Hæstiréttur úrskurðaði í kjölfarið að Ahmed Maiteg væri ólöglegur forsætisráðherra, nýtt þing var kjörið og þá kom til átaka á milli fylgismanna hins nýja þings og stuðningsmanna Þjóðarráðsstjórnarinnar. Það var ekki fyrr en í mars 2016 sem ný, alþjóðlega viðurkennd ríkisstjórn, kom til Trípólí í boði Sameinuðu þjóðanna. Haftar og stuðningsfólk hans, með höfuðstöðvar sínar í Tobruk, styðja ríkisstjórnina ekki og hafa allar götur síðan sótt stíft að Trípólí-stjórninni. Í dag heldur Tobruk-stjórnin langstærstum hluta landsins og sækir enn í dag að Trípólí og Sirte. Þá er ótalinn hlutur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í styrjöldinni. ISIS heldur ekki miklu landsvæði í Líbíu en hefur gert fjölda hryðjuverkaárása. Birtist í Fréttablaðinu Líbía Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Borgarastyrjöldin í Líbíu gæti leitt til þess að hryðjuverkasamtök á svæðinu vaxi og dafni og ný samtök gætu sprottið upp sömuleiðis vegna óreiðunnar sem ríkir í landinu. Þetta sagði Stephen Townsend, hershöfðingi og einn æðstu manna bandaríska hersins í Afríku, við Military Times í vikunni. Að hans sögn er fyrsta forgangsatriði Bandaríkjamanna að fyrirbyggja slíkt í samstarfi við hina alþjóðlega viðurkenndu ríkisstjórn landsins. „Átökin í Líbíu eru vel til þess fallin að veita hryðjuverkasamtökum í landinu aukið súrefni. Þetta er ástand sem við fylgjumst afar vel með. Samstarf í málinu hefur aukist og við vinnum saman að pólitískri lausn. Óreiðan gerir það að verkum að það er auðveldara fyrir hryðjuverkasamtök að sækja sér liðsstyrk, þjálfa og komast af,“ sagði Chris Karns, upplýsingafulltrúi bandaríska hersins í Afríku, og bætti við að gögn sem Bandaríkjamenn hafa undir höndum sýndu fram á að þetta væri raunin. Vargöld hefur verið í Líbíu allt frá því í febrúar 2011 þegar hið svokallaða arabíska vor braust út. Þá kom til átaka á milli uppreisnarmanna og líbíska hersins, sem studdi enn Muammar Gaddafi einræðisherra. Gaddafi var felldur í október sama ár og ný ríkisstjórn lýsti Líbíu frelsaða. En ekkert varð af frelsun og friði. Hin nýja bráðabirgðastjórn vék fyrir svokölluðu Þjóðarráði (GNC) sem sat svo lengur en umboð þess gerði ráð fyrir. Khalifa Haftar hershöfðingi og leiðtogi Líbíska þjóðarhersins gerði uppreisn í maí 2014. Hæstiréttur úrskurðaði í kjölfarið að Ahmed Maiteg væri ólöglegur forsætisráðherra, nýtt þing var kjörið og þá kom til átaka á milli fylgismanna hins nýja þings og stuðningsmanna Þjóðarráðsstjórnarinnar. Það var ekki fyrr en í mars 2016 sem ný, alþjóðlega viðurkennd ríkisstjórn, kom til Trípólí í boði Sameinuðu þjóðanna. Haftar og stuðningsfólk hans, með höfuðstöðvar sínar í Tobruk, styðja ríkisstjórnina ekki og hafa allar götur síðan sótt stíft að Trípólí-stjórninni. Í dag heldur Tobruk-stjórnin langstærstum hluta landsins og sækir enn í dag að Trípólí og Sirte. Þá er ótalinn hlutur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í styrjöldinni. ISIS heldur ekki miklu landsvæði í Líbíu en hefur gert fjölda hryðjuverkaárása.
Birtist í Fréttablaðinu Líbía Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira