Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 20. ágúst 2019 20:10 Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, umkringdur fréttamönnum á leiðtogafundi Norðurlandanna í Hörpu í dag. Hér svarar hann spurningum fréttamanns Stöðvar 2. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. Kim Kielsen, leiðtogi Grænlendinga, ítrekaði það hins vegar í viðtali við Stöð 2 í Reykjavík í dag að Grænland væri ekki til sölu. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.Tíst forseta Bandaríkjanna þar sem hann heitir því að reisa ekki Trump-turn á GrænlandiDonald Trump heldur áfram að halda Grænlandi í heimspressunni, nú síðast með þessu tísti þar sem búið er að setja Trump-turn inn í grænlenskt þorp og segist hann lofa því að gera þetta ekki á Grænlandi. Leiðtogi Grænlendinga fundaði í Reykjavík í dag með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda og hans skilaboð til Trumps eru skýr: „Ég hef sagt það margoft: Grænland er ekki til sölu. Grænland er ekki til sölu.“ -Útrætt mál? „Grænland er ekki til sölu,“ endurtók Kim Kielsen í samtali við fréttamann Stöðvar 2.Nokkur dæmi um fyrirsagnir heimsfjölmiðla síðustu daga um Trump og Grænland,Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Sjaldan eða aldrei hefur Grænland fengið jafnmikla athygli og undanfarna viku en allir stærstu fjölmiðlar heims hafa ítarlega fjallað um Grænland og Trump. „Ég hef sagt að við séum opin fyrir viðskiptum, það er að segja, það eru möguleikar á annars konar samvinnu. Við getum tekið á móti fleiri ferðamönnum frá Bandaríkjunum og Bandaríkjamenn geta komið inn og tekið meiri þátt í hráefnisvinnslu. Og það er hægt að fjárfesta í fleiru á Grænlandi, þar eru möguleikar. En þetta er okkar ákvörðun, það er ríkisstjórn okkar og þingið okkar sem ákveður hvaða kröfur verða settar fram,“ sagði Kim Kielsen.Kim Kielsen á spjalli við Mette Frederiksen og Katrínu Jakobsdóttur í Hörpu í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Kim fundar með Trump í Kaupmannahöfn eftir tvær vikur ásamt Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Þegar hann var spurður hvaða boðskap hann hyggðist færa Trump frá Grænlendingum sagði hann að vinnuhópur grænlenskra stjórnvalda væri nú að fara yfir það hvaða mál yrðu borin upp. „Það verður að sjálfsögðu það sem er gott fyrir Grænland. Það er markmið okkar og við munum vinna það með dönsku nefndinni,“ svaraði forsætisráðherra Grænlands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. Kim Kielsen, leiðtogi Grænlendinga, ítrekaði það hins vegar í viðtali við Stöð 2 í Reykjavík í dag að Grænland væri ekki til sölu. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.Tíst forseta Bandaríkjanna þar sem hann heitir því að reisa ekki Trump-turn á GrænlandiDonald Trump heldur áfram að halda Grænlandi í heimspressunni, nú síðast með þessu tísti þar sem búið er að setja Trump-turn inn í grænlenskt þorp og segist hann lofa því að gera þetta ekki á Grænlandi. Leiðtogi Grænlendinga fundaði í Reykjavík í dag með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda og hans skilaboð til Trumps eru skýr: „Ég hef sagt það margoft: Grænland er ekki til sölu. Grænland er ekki til sölu.“ -Útrætt mál? „Grænland er ekki til sölu,“ endurtók Kim Kielsen í samtali við fréttamann Stöðvar 2.Nokkur dæmi um fyrirsagnir heimsfjölmiðla síðustu daga um Trump og Grænland,Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Sjaldan eða aldrei hefur Grænland fengið jafnmikla athygli og undanfarna viku en allir stærstu fjölmiðlar heims hafa ítarlega fjallað um Grænland og Trump. „Ég hef sagt að við séum opin fyrir viðskiptum, það er að segja, það eru möguleikar á annars konar samvinnu. Við getum tekið á móti fleiri ferðamönnum frá Bandaríkjunum og Bandaríkjamenn geta komið inn og tekið meiri þátt í hráefnisvinnslu. Og það er hægt að fjárfesta í fleiru á Grænlandi, þar eru möguleikar. En þetta er okkar ákvörðun, það er ríkisstjórn okkar og þingið okkar sem ákveður hvaða kröfur verða settar fram,“ sagði Kim Kielsen.Kim Kielsen á spjalli við Mette Frederiksen og Katrínu Jakobsdóttur í Hörpu í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Kim fundar með Trump í Kaupmannahöfn eftir tvær vikur ásamt Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Þegar hann var spurður hvaða boðskap hann hyggðist færa Trump frá Grænlendingum sagði hann að vinnuhópur grænlenskra stjórnvalda væri nú að fara yfir það hvaða mál yrðu borin upp. „Það verður að sjálfsögðu það sem er gott fyrir Grænland. Það er markmið okkar og við munum vinna það með dönsku nefndinni,“ svaraði forsætisráðherra Grænlands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30
Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38
Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32
Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30
Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42