Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. ágúst 2019 10:26 Við þingfestingu málanna í síðustu viku fékk Félag eldri borgara, sem stóð að byggingu íbúðanna, frest til dagsins í dag til þess að skila greinargerð í málinu. vísir/friðrik þór Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. Þetta staðfesti Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður annars af kaupendunum, í samtali við fréttastofu í morgun. Við þingfestingu málanna í síðustu viku fékk Félag eldri borgara, sem stóð að byggingu íbúðanna, frest til dagsins í dag til þess að skila greinargerð í málinu. Í gærkvöldi var hins vegar fundað langt fram á kvöld til þess að reyna að ná sátt í málinu. Áfram verður fundað í dag og reynt að ná samningum. „Aðilar hafa verið að ræða hvort það sé einhver grundvöllur til sátta og það er að skýrast á næstunni hvort sá grundvöllur sé til staðar eða ekki. Það liggur ekki endanlega fyrir á þessu stigi,“ segir Sigrún Ingibjörg en kveðst ekki vilja tjá sig um það sem felst í viðræðunum. Hún býst við að þær taki ekki langan tíma. Sigrún segir umbjóðendur sína ekki enn hafa fengið lyklana að íbúð sinni afhenta. „Þetta er auðvitað atriði sem hefur verulega þýðingu í þessum viðræðum og umbjóðendur mínir eru ósáttir. Þeir hefðu talið eðlilegast að fá lyklana afhenta og síðan ræða einhverjar útfærslur en það hefur ekki verið svoleiðis.“Hver er þá staðan núna? „Þau eru bara enn þá á götunni og hafa verið á götunni frá því að þau afhentu húsið sitt í lok júlí þegar þau áttu von á því að fá íbúðina afhenta,“ segir Sigrún. Hún segir engan vafa á því í sínum huga að kaupsamningurinn standi. „Og ef það á að semja þá er verið að semja algjörlega umfram skyldu vegna þess að fólkið er í þessari stöðu og vill fá íbúðina afhenta. En svo þarf að koma í ljós hversu langt fólk er tilbúið að ganga til þess.“Fréttin var uppfærð klukkan 10:55 með viðtali við Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur. Húsnæðismál Tengdar fréttir Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49 Segja starfseminni stefnt í voða ef félagið lendir í málaferlum við félagsmenn Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. 6. ágúst 2019 20:55 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. Þetta staðfesti Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður annars af kaupendunum, í samtali við fréttastofu í morgun. Við þingfestingu málanna í síðustu viku fékk Félag eldri borgara, sem stóð að byggingu íbúðanna, frest til dagsins í dag til þess að skila greinargerð í málinu. Í gærkvöldi var hins vegar fundað langt fram á kvöld til þess að reyna að ná sátt í málinu. Áfram verður fundað í dag og reynt að ná samningum. „Aðilar hafa verið að ræða hvort það sé einhver grundvöllur til sátta og það er að skýrast á næstunni hvort sá grundvöllur sé til staðar eða ekki. Það liggur ekki endanlega fyrir á þessu stigi,“ segir Sigrún Ingibjörg en kveðst ekki vilja tjá sig um það sem felst í viðræðunum. Hún býst við að þær taki ekki langan tíma. Sigrún segir umbjóðendur sína ekki enn hafa fengið lyklana að íbúð sinni afhenta. „Þetta er auðvitað atriði sem hefur verulega þýðingu í þessum viðræðum og umbjóðendur mínir eru ósáttir. Þeir hefðu talið eðlilegast að fá lyklana afhenta og síðan ræða einhverjar útfærslur en það hefur ekki verið svoleiðis.“Hver er þá staðan núna? „Þau eru bara enn þá á götunni og hafa verið á götunni frá því að þau afhentu húsið sitt í lok júlí þegar þau áttu von á því að fá íbúðina afhenta,“ segir Sigrún. Hún segir engan vafa á því í sínum huga að kaupsamningurinn standi. „Og ef það á að semja þá er verið að semja algjörlega umfram skyldu vegna þess að fólkið er í þessari stöðu og vill fá íbúðina afhenta. En svo þarf að koma í ljós hversu langt fólk er tilbúið að ganga til þess.“Fréttin var uppfærð klukkan 10:55 með viðtali við Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49 Segja starfseminni stefnt í voða ef félagið lendir í málaferlum við félagsmenn Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. 6. ágúst 2019 20:55 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01
Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49
Segja starfseminni stefnt í voða ef félagið lendir í málaferlum við félagsmenn Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. 6. ágúst 2019 20:55