Pedersen: Hef ekki hugsað út í framhaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. ágúst 2019 20:03 Pedersen sagði að íslenska sóknin hefði hrokkið í baklás eftir því sem leið á leikinn. vísir/bára Hljóðið var þungt í Craig Pedersen, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, eftir tapið fyrir Sviss, 109-85, í forkeppni undankeppni EM 2021 í kvöld. Ísland mátti tapa með 19 stiga mun en allt fór á versta veg í leiknum. „Við erum að sjálfsögðu vonsviknir. Við getum spilað betur en það tókst ekki í dag. Sviss spilaði af miklum krafti. Við byrjuðum leikinn frábærlega og hittum vel. En sóknin þeirra hélt dampi á meðan okkar dalaði,“ sagði Pedersen í samtali við Vísi í kvöld. „Þeir tóku of mörg sóknarfráköst og tóku miklu fleiri skot en við. Sóknarfráköstin skiluðu þeim mörgum auðveldum körfum.“ Sviss skoraði fjögur stig í síðustu sókn sinni í 1. leikhluta. Munurinn var því fjögur stig en ekki átta eftir 1. leikhluta. „Það hefði verið gott að vera átta stigum yfir. Kannski gaf það þeim von,“ sagði Pedersen um lokasókn Svisslendinga í 1. leikhluta. Ísland missti öll tök á leiknum í fjórða og síðasta leikhlutanum og Sviss gekk á lagið. „Fyrir lokaleikhlutann vorum við ellefu stigum undir en við misstum þá of hratt frá okkur. Þá þurftum við að flýta okkur en ekki þeir.“ Ísland spilaði afar góða vörn gegn Portúgal á laugardaginn. Varnarleikur íslenska liðsins var hins vegar slakur í kvöld. „[Roberto] Kovac var mjög heitur í byrjun leiks og við það losnaði um aðra. [Clint] Capela átti svo sinn besta leik í undankeppninni. Þeir fengu framlag frá mörgum leikmönnum í leiknum. Við bjuggum ekki til nógu góð skot í sókninni,“ sagði Pedersen. En hvað með framhaldið hjá honum og íslenska liðinu? „Ég hef ekki hugsað um það. En ég er viss um að við munum ræða það á næstu vikum og sjá hvaða leið við förum,“ sagði Pedersen að lokum. Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 109-85 | Skipsbrot í Sviss og Íslendingar úr leik Ísland fer ekki á þriðja Evrópumótið í körfubolta karla í röð. 21. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira
Hljóðið var þungt í Craig Pedersen, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, eftir tapið fyrir Sviss, 109-85, í forkeppni undankeppni EM 2021 í kvöld. Ísland mátti tapa með 19 stiga mun en allt fór á versta veg í leiknum. „Við erum að sjálfsögðu vonsviknir. Við getum spilað betur en það tókst ekki í dag. Sviss spilaði af miklum krafti. Við byrjuðum leikinn frábærlega og hittum vel. En sóknin þeirra hélt dampi á meðan okkar dalaði,“ sagði Pedersen í samtali við Vísi í kvöld. „Þeir tóku of mörg sóknarfráköst og tóku miklu fleiri skot en við. Sóknarfráköstin skiluðu þeim mörgum auðveldum körfum.“ Sviss skoraði fjögur stig í síðustu sókn sinni í 1. leikhluta. Munurinn var því fjögur stig en ekki átta eftir 1. leikhluta. „Það hefði verið gott að vera átta stigum yfir. Kannski gaf það þeim von,“ sagði Pedersen um lokasókn Svisslendinga í 1. leikhluta. Ísland missti öll tök á leiknum í fjórða og síðasta leikhlutanum og Sviss gekk á lagið. „Fyrir lokaleikhlutann vorum við ellefu stigum undir en við misstum þá of hratt frá okkur. Þá þurftum við að flýta okkur en ekki þeir.“ Ísland spilaði afar góða vörn gegn Portúgal á laugardaginn. Varnarleikur íslenska liðsins var hins vegar slakur í kvöld. „[Roberto] Kovac var mjög heitur í byrjun leiks og við það losnaði um aðra. [Clint] Capela átti svo sinn besta leik í undankeppninni. Þeir fengu framlag frá mörgum leikmönnum í leiknum. Við bjuggum ekki til nógu góð skot í sókninni,“ sagði Pedersen. En hvað með framhaldið hjá honum og íslenska liðinu? „Ég hef ekki hugsað um það. En ég er viss um að við munum ræða það á næstu vikum og sjá hvaða leið við förum,“ sagði Pedersen að lokum.
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 109-85 | Skipsbrot í Sviss og Íslendingar úr leik Ísland fer ekki á þriðja Evrópumótið í körfubolta karla í röð. 21. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Sviss 109-85 | Skipsbrot í Sviss og Íslendingar úr leik Ísland fer ekki á þriðja Evrópumótið í körfubolta karla í röð. 21. ágúst 2019 19:15