Parmaskinkan hans Ólafs mun fást á Íslandi Sigmar Vilhjálmsson skrifar 21. ágúst 2019 22:39 Ólafur Arnarson, hagfræðingur og fv. formaður Neytendasamtakanna, setti niður penna á Vísi.is þann 21. ágúst. Greinarstúfur hans bar yfirskriftina „Hver níðist á neytendum?“. Ekki veit ég hver tilgangur þessa skrifa hans var en það er ljóst að hann hafði greinilega engan tíma til að skrifa þessa grein. Í fyrsta lagi er FESK félagasamtök sem stofnuð eru af búgreinafélögum eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda. Það eru því engin fyrirtæki aðilar að FESK. Undirritaður er talsmaður FESK en ekki fyrirtækja. Ef Ólafur hefði gefið sér meiri tíma í greinina og skoðað heimasíðu FESK (www.fesk.is) þá hefði hann kannski geta sparað sér ómakið með þessum greinarstúf. Í öðru lagi þá virðist hann ekki hafa gefið sér tíma til að kynna sér hvaða fyrirtæki og aðilar fengu þessar skaðabætur frá ríkinu vegna ólögmætra útboða á tollkvótum á árunum 2009 – 2013. En þar sem undirritaður hefur kynnt sér málið þá munar ekki um að upplýsa um það hér að málið var rekið af lögmönnum Félags Atvinnurekenda og að þau félög sem fengu langstærstan hluta af þeim skaðabótum eru félög innan þeirra vébanda. Ekkert af þeim fyrirtækjum eru félagsmenn FESK, enda engin fyrirtæki með aðild að FESK. Ólafur Arnarson ætti kannski að gefa sér lengri tíma til að skrifa sínar greinar. Ekki væri verra ef að þær væru stílaðar á rétta aðila og með réttum fyrirtækjanöfnum. Það er lágmarkskrafa að gæta sanngirni þegar verið er að rýna til gagns. FESK er ekki á móti innflutningi heldur eingöngu á móti innflutningi á vörum sem við Íslendingar erum ekki færir um að framleiða sjálf í sömu gæðum og best gerist og/eða til þess að fylla uppí eftirspurn á ákveðnum vörum sem ekki er skynsamlegt að framleiða sérstaklega. Ólafur þarf því ekki að óttast að Parma skinkan hans verði framleidd á Íslandi enda er ekki hægt að framleiða hana á Íslandi. Parma skinka er frá Parma borg í Emilía-Rómanja héraðinu á Ítalíu og dregur skinkan nafn sitt frá Parmaborg. Nafn hennar er lögverndað. Ólafur hefði líklega geta komist að því ef hann hefði gefið sér tíma til að kynna sér það, t.d. með því að „gúúgla“ það.Sigmar VilhjálmssonTalsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ólafur Arnarson, hagfræðingur og fv. formaður Neytendasamtakanna, setti niður penna á Vísi.is þann 21. ágúst. Greinarstúfur hans bar yfirskriftina „Hver níðist á neytendum?“. Ekki veit ég hver tilgangur þessa skrifa hans var en það er ljóst að hann hafði greinilega engan tíma til að skrifa þessa grein. Í fyrsta lagi er FESK félagasamtök sem stofnuð eru af búgreinafélögum eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda. Það eru því engin fyrirtæki aðilar að FESK. Undirritaður er talsmaður FESK en ekki fyrirtækja. Ef Ólafur hefði gefið sér meiri tíma í greinina og skoðað heimasíðu FESK (www.fesk.is) þá hefði hann kannski geta sparað sér ómakið með þessum greinarstúf. Í öðru lagi þá virðist hann ekki hafa gefið sér tíma til að kynna sér hvaða fyrirtæki og aðilar fengu þessar skaðabætur frá ríkinu vegna ólögmætra útboða á tollkvótum á árunum 2009 – 2013. En þar sem undirritaður hefur kynnt sér málið þá munar ekki um að upplýsa um það hér að málið var rekið af lögmönnum Félags Atvinnurekenda og að þau félög sem fengu langstærstan hluta af þeim skaðabótum eru félög innan þeirra vébanda. Ekkert af þeim fyrirtækjum eru félagsmenn FESK, enda engin fyrirtæki með aðild að FESK. Ólafur Arnarson ætti kannski að gefa sér lengri tíma til að skrifa sínar greinar. Ekki væri verra ef að þær væru stílaðar á rétta aðila og með réttum fyrirtækjanöfnum. Það er lágmarkskrafa að gæta sanngirni þegar verið er að rýna til gagns. FESK er ekki á móti innflutningi heldur eingöngu á móti innflutningi á vörum sem við Íslendingar erum ekki færir um að framleiða sjálf í sömu gæðum og best gerist og/eða til þess að fylla uppí eftirspurn á ákveðnum vörum sem ekki er skynsamlegt að framleiða sérstaklega. Ólafur þarf því ekki að óttast að Parma skinkan hans verði framleidd á Íslandi enda er ekki hægt að framleiða hana á Íslandi. Parma skinka er frá Parma borg í Emilía-Rómanja héraðinu á Ítalíu og dregur skinkan nafn sitt frá Parmaborg. Nafn hennar er lögverndað. Ólafur hefði líklega geta komist að því ef hann hefði gefið sér tíma til að kynna sér það, t.d. með því að „gúúgla“ það.Sigmar VilhjálmssonTalsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar