Hestafræðingur leiðir endurskoðun á fæðingarorlofi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2019 14:34 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skipað nefnd í tengslum við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof. Formaður nefndarinnar er hestafræðingurinn Friðrik Már Sigurðsson, formaður byggðarráðs Húnaþings vestra og fulltrúi í félagsþjónustunefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Svo segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Á Facebook-síðu Friðriks Más kemur fram að hann stundaði nám í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands og er sérhæfður í þjálfun og reiðkennslu. Þá er hann virkur í Framsóknarflokknum, þar sem hann hefur boðið sig fram á lista flokksins í Húnaþingi vestra en hann skipaði fjórða sæti á lista Framsóknar og framfararsinna í síðustu sveitarstjórnakosningum. Friðrik er í karlakórnum Lóuþrælum og rekur hestabúgarðinn Lækjamót í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann er búsettur á Hvammstanga en þar er fæðingarorlofssjóður einmitt staðsettur. Aðrir nefndarmenn eru Bjarnheiður Gautadóttir, skrifstofustjóri vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar hjá félagsmálaráðuneytinu, Maríanna Traustadóttir tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands, Andri Valur Ívarsson tilnefndur af Bandalagi háskólamanna, Magnús Már Guðmundsson tilnefndur af BSRB, Bryndís Gunnlaugsdóttir tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Hlynur Hreinsson tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Álfheiður Mjöll Sívertsen tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins og Unnur Sverrisdóttir tilnefnd af Vinnumálastofnun.Friðrik Már Sigurðsson.StjórnarráðiðNefndin mun hafa það hlutverk að endurskoða lögin í heild sinni og vinna frumvarp þar sem meðal annars verði brugðist við fyrirliggjandi álitum frá umboðsmanni Alþingis. Jafnframt er gert ráð fyrir að í frumvarpinu verði kveðið á um lengingu á samanlögðum rétti foreldra til fæðingarorlofs í tólf mánuði vegna barna sem fæðast, verða ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar. Er það í samræmi við stefnu stjórnvalda þess efnis að efla fæðingarorlofskerfið en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs verði lengdur. Fyrsti hluti þess kemur til framkvæmda um næstu áramót þegar réttur foreldra til fæðingarorlofs verður lengdur úr níu mánuðum í tíu. Gert er ráð fyrir að vinnu nefndarinnar ljúki á haustmánuðum árið 2020 þannig að unnt verði að leggja fram frumvarp á haustþingi það ár. „Árið 2020 verða tuttugu ár liðin frá gildistöku laganna. Af því tilefni er við hæfi að þau verði endurskoðuð í heild. Lögin voru á margan hátt byltingarkennd á sínum tíma enda var Ísland fyrsta landið í heiminum til að veita feðrum og mæðrum jafnan sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Margt hefur áunnist í þessum efnum á undanförnum árum en enn er þó rúm til að gera betur auk þess sem nauðsynlegt er að endurskoða ýmsa þætti laganna í takt við tímann,“ segir Ásmundur Einar. Börn og uppeldi Félagsmál Fæðingarorlof Hestar Vistaskipti Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skipað nefnd í tengslum við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof. Formaður nefndarinnar er hestafræðingurinn Friðrik Már Sigurðsson, formaður byggðarráðs Húnaþings vestra og fulltrúi í félagsþjónustunefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Svo segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Á Facebook-síðu Friðriks Más kemur fram að hann stundaði nám í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands og er sérhæfður í þjálfun og reiðkennslu. Þá er hann virkur í Framsóknarflokknum, þar sem hann hefur boðið sig fram á lista flokksins í Húnaþingi vestra en hann skipaði fjórða sæti á lista Framsóknar og framfararsinna í síðustu sveitarstjórnakosningum. Friðrik er í karlakórnum Lóuþrælum og rekur hestabúgarðinn Lækjamót í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann er búsettur á Hvammstanga en þar er fæðingarorlofssjóður einmitt staðsettur. Aðrir nefndarmenn eru Bjarnheiður Gautadóttir, skrifstofustjóri vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar hjá félagsmálaráðuneytinu, Maríanna Traustadóttir tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands, Andri Valur Ívarsson tilnefndur af Bandalagi háskólamanna, Magnús Már Guðmundsson tilnefndur af BSRB, Bryndís Gunnlaugsdóttir tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Hlynur Hreinsson tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Álfheiður Mjöll Sívertsen tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins og Unnur Sverrisdóttir tilnefnd af Vinnumálastofnun.Friðrik Már Sigurðsson.StjórnarráðiðNefndin mun hafa það hlutverk að endurskoða lögin í heild sinni og vinna frumvarp þar sem meðal annars verði brugðist við fyrirliggjandi álitum frá umboðsmanni Alþingis. Jafnframt er gert ráð fyrir að í frumvarpinu verði kveðið á um lengingu á samanlögðum rétti foreldra til fæðingarorlofs í tólf mánuði vegna barna sem fæðast, verða ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar. Er það í samræmi við stefnu stjórnvalda þess efnis að efla fæðingarorlofskerfið en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs verði lengdur. Fyrsti hluti þess kemur til framkvæmda um næstu áramót þegar réttur foreldra til fæðingarorlofs verður lengdur úr níu mánuðum í tíu. Gert er ráð fyrir að vinnu nefndarinnar ljúki á haustmánuðum árið 2020 þannig að unnt verði að leggja fram frumvarp á haustþingi það ár. „Árið 2020 verða tuttugu ár liðin frá gildistöku laganna. Af því tilefni er við hæfi að þau verði endurskoðuð í heild. Lögin voru á margan hátt byltingarkennd á sínum tíma enda var Ísland fyrsta landið í heiminum til að veita feðrum og mæðrum jafnan sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Margt hefur áunnist í þessum efnum á undanförnum árum en enn er þó rúm til að gera betur auk þess sem nauðsynlegt er að endurskoða ýmsa þætti laganna í takt við tímann,“ segir Ásmundur Einar.
Börn og uppeldi Félagsmál Fæðingarorlof Hestar Vistaskipti Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira