Írska baktryggingin ófrávíkjanleg krafa ESB Andri Eysteinsson skrifar 22. ágúst 2019 15:18 Það fór vel á milli Macron og Johnson í París í dag. Getty/Chesnos Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. Macron og Johnson ræddust saman í frönsku forsetahöllinni, Élysée-höll, og snerust umræðurnar að mestu um Brexitsamninginn en fyrirhuguð er útganga Breta úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi. BBC greinir frá. Að loknum fundi leiðtoganna ræddu þeir efni fundarins við blaðamenn fyrir utan Élysée-höll. Franski forsetinn sagðist hafa mikla trú á því að Bretland og Evrópusambandið nái samkomulagi innan þrjátíu daga. Þó yrði ekki hægt að semja um glænýtt samkomulag en vel væri hægt að eiga við samningsdrögin sem liggja fyrir en breska þingið hefur endurtekið hafnað.Merkel og Johnson á fundi sínum í vikunni.Getty/Omer MessingerEinn helsti ásteytingarsteinninn í samningaviðræðum ESB og Bretlands hafa verið málefni Írlands og Norður Írlands, baktryggingin svokallaða. Baktryggingunni er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands úr ESB. Boris Johnson og fleiri íhaldsmenn eru andsnúnir baktryggingunni og hefur Boris til að mynda sagt hana ólýðræðislega, með henni haldi ESB Bretum enn í heljargreipum þrátt fyrir vilja bresku þjóðarinnar um að yfirgefa sambandið fyrir fullt og allt.Á ábyrgð Breta að leggja fram lausnir Evrópusambandið er hins vegar ekki jafnhrifið af því að fella baktrygginguna úr útgöngusamningnum eins og Boris og félagar. Emmanuel Macron sagði á blaðamannafundi hans og Johnson í dag að baktryggingin væri ófrávíkjanleg krafa Evrópusambandsins og væri eina leiðin til þess að tryggja stöðugleika á Írlandi. Angela Merkel hefur þá sagt að það væri á ábyrgð Breta að leggja fram tillögur að lausnum. Boris hefur undanfarna daga fundað með Evrópusambandsleiðtogum, þar á meðal Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Hann hefur lýst þeirri skoðun sinni að Bretar verði að yfirgefa ESB 31. október næstkomandi, sama hvort samningar hafi náðst eður ei. Hann sagðist vera bjartsýnn eftir fundi sína með Merkel og Macron og að Bretar myndu aldrei setja á harða landamæragæslu á landamærum Norður-Írlands og Írlands. Boris Johnson mun nú halda til Biarritz í Frakklandi þar sem að fundur G7 ríkjanna fer fram, þar mun hann hitta fyrir ýmsa þjóðhöfðingja og gefst því væntanlega vettvangur til umræðna um Brexit og fleiri málefni Bretlands. Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53 Telur ólíklegt að Boris Johnson fái Merkel til að skipta um skoðun Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. 21. ágúst 2019 11:00 Sérstakt áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafa sótt um "Settled Status“ Sendiherra Íslands í London, Stefán Haukur Jóhannesson, segir það sérstakt áhyggjuefni hversu fáir íslenskir ríkisborgarar, sem búsettir eru í Bretlandi, hafi sótt um svokallaðan Settled Status í landinu í aðdraganda Brexit. 21. ágúst 2019 11:32 Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu. 20. ágúst 2019 07:41 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. Macron og Johnson ræddust saman í frönsku forsetahöllinni, Élysée-höll, og snerust umræðurnar að mestu um Brexitsamninginn en fyrirhuguð er útganga Breta úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi. BBC greinir frá. Að loknum fundi leiðtoganna ræddu þeir efni fundarins við blaðamenn fyrir utan Élysée-höll. Franski forsetinn sagðist hafa mikla trú á því að Bretland og Evrópusambandið nái samkomulagi innan þrjátíu daga. Þó yrði ekki hægt að semja um glænýtt samkomulag en vel væri hægt að eiga við samningsdrögin sem liggja fyrir en breska þingið hefur endurtekið hafnað.Merkel og Johnson á fundi sínum í vikunni.Getty/Omer MessingerEinn helsti ásteytingarsteinninn í samningaviðræðum ESB og Bretlands hafa verið málefni Írlands og Norður Írlands, baktryggingin svokallaða. Baktryggingunni er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands úr ESB. Boris Johnson og fleiri íhaldsmenn eru andsnúnir baktryggingunni og hefur Boris til að mynda sagt hana ólýðræðislega, með henni haldi ESB Bretum enn í heljargreipum þrátt fyrir vilja bresku þjóðarinnar um að yfirgefa sambandið fyrir fullt og allt.Á ábyrgð Breta að leggja fram lausnir Evrópusambandið er hins vegar ekki jafnhrifið af því að fella baktrygginguna úr útgöngusamningnum eins og Boris og félagar. Emmanuel Macron sagði á blaðamannafundi hans og Johnson í dag að baktryggingin væri ófrávíkjanleg krafa Evrópusambandsins og væri eina leiðin til þess að tryggja stöðugleika á Írlandi. Angela Merkel hefur þá sagt að það væri á ábyrgð Breta að leggja fram tillögur að lausnum. Boris hefur undanfarna daga fundað með Evrópusambandsleiðtogum, þar á meðal Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Hann hefur lýst þeirri skoðun sinni að Bretar verði að yfirgefa ESB 31. október næstkomandi, sama hvort samningar hafi náðst eður ei. Hann sagðist vera bjartsýnn eftir fundi sína með Merkel og Macron og að Bretar myndu aldrei setja á harða landamæragæslu á landamærum Norður-Írlands og Írlands. Boris Johnson mun nú halda til Biarritz í Frakklandi þar sem að fundur G7 ríkjanna fer fram, þar mun hann hitta fyrir ýmsa þjóðhöfðingja og gefst því væntanlega vettvangur til umræðna um Brexit og fleiri málefni Bretlands.
Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53 Telur ólíklegt að Boris Johnson fái Merkel til að skipta um skoðun Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. 21. ágúst 2019 11:00 Sérstakt áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafa sótt um "Settled Status“ Sendiherra Íslands í London, Stefán Haukur Jóhannesson, segir það sérstakt áhyggjuefni hversu fáir íslenskir ríkisborgarar, sem búsettir eru í Bretlandi, hafi sótt um svokallaðan Settled Status í landinu í aðdraganda Brexit. 21. ágúst 2019 11:32 Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu. 20. ágúst 2019 07:41 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53
Telur ólíklegt að Boris Johnson fái Merkel til að skipta um skoðun Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. 21. ágúst 2019 11:00
Sérstakt áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafa sótt um "Settled Status“ Sendiherra Íslands í London, Stefán Haukur Jóhannesson, segir það sérstakt áhyggjuefni hversu fáir íslenskir ríkisborgarar, sem búsettir eru í Bretlandi, hafi sótt um svokallaðan Settled Status í landinu í aðdraganda Brexit. 21. ágúst 2019 11:32
Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu. 20. ágúst 2019 07:41