Gætu vikið frá stefnu sinni um beitingu kjarnorkuvopna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. ágúst 2019 06:15 Varnarmálaráðherra Indlands talar nú með öðrum hætti um notkun kjarnorkuvopna. Nordicphotos/Getty Nýleg ummæli Rajnaths Singh, varnarmálaráðherra Indlands, þykja benda til þess að stjórnvöld þar í landi séu opin fyrir því að beita kjarnorkuvopnum sínum án þess að skotið sé á Indverja fyrst (e. no first use). „Í dag er kjarnorkustefnan sú að beita vopnunum ekki að fyrra bragði. En hvað gerist í framtíðinni er háð aðstæðum,“ sagði Singh á sunnudag er hann var staddur í Pokhran, þar sem Indverjar gerðu kjarnorkutilraunir árið 1998. Blaðamönnum Hindustan Times þóttu ummælin ekki til marks um að stefnan, sem tekin var upp árið 2003, hafi verið felld úr gildi. Hún þykir hins vegar ekki jafnhelg nú og áður. „Þarna var ekki um formlega stefnubreytingu að ræða,“ sagði í frétt blaðsins. Hins vegar væru ummælin afar mikilvæg. Þótt ýmsir indverskir stjórnmálamenn hafi í gegnum tíðina lýst yfir efasemdum um ágæti stefnunnar um að beita kjarnorkuvopnum ekki að fyrra bragði hefur enginn þeirra verið jafnháttsettur og Singh. Í umfjöllun Asíumálaritsins The Diplomat segir að með yfirlýsingunni sé Singh í rauninni að sanna það sem stjórnvöld í bæði Pakistan og Kína, ríkjum sem eiga í langvarandi deilum við Indland, hafa alla tíð haldið fram. Að Indverjum sé ekki alvara með stefnunni. Indverjar hafa varpað fram sams konar efasemdum um að Kínverjar hafi þessa sömu stefnu, líkt og kínversk stjórnvöld lýstu yfir árið 1964. En hversu slæmar þurfa aðstæður að vera svo Indverjar geti hugsað sér að beita kjarnorkuvopni? Deilan við Pakistana, einnig kjarnorkuveldi, um Kasmír hefur harðnað mjög á undanförnum mánuðum. Eftir meinta hryðjuverkaárás samtakanna JeM í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrr á árinu sögðust Indverjar til að mynda hafa gert árásir á hryðjuverkasamtökin á pakistanskri grundu og voru Pakistanar afar ósáttir. Hermenn ríkjanna skiptust á skotum en ekki kom til alvarlegri átaka. Þá er vert að nefna að ástandið í indverska hluta Kasmír núna, sem Indverjar hafa svipt sjálfsstjórn, hefur kallað fram afar hörð viðbrögð í Pakistan, sem líkt og Indland gerir tilkall til alls héraðsins. „Kjarnorkuvopn Pakistans hafa þrengt að möguleikum Indverja í hefðbundnum hernaði og valdið stjórnvöldum í Nýju-Delí erfiðleikum,“ skrifaði blaðamaður The Diplomat og hélt áfram: „Árásin á JeM, sem kom flestum á óvart, sýndi Pakistönum að hefðbundinn hernaður er enn mögulegur þrátt fyrir þann háa þröskuld sem er fyrir notkun kjarnorkuvopna. Pakistanar gætu ekki lengur falið sig á bak við kjarnorkuvopnin og hagnast á frekari árásum annarra á Indland.“ Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Nýleg ummæli Rajnaths Singh, varnarmálaráðherra Indlands, þykja benda til þess að stjórnvöld þar í landi séu opin fyrir því að beita kjarnorkuvopnum sínum án þess að skotið sé á Indverja fyrst (e. no first use). „Í dag er kjarnorkustefnan sú að beita vopnunum ekki að fyrra bragði. En hvað gerist í framtíðinni er háð aðstæðum,“ sagði Singh á sunnudag er hann var staddur í Pokhran, þar sem Indverjar gerðu kjarnorkutilraunir árið 1998. Blaðamönnum Hindustan Times þóttu ummælin ekki til marks um að stefnan, sem tekin var upp árið 2003, hafi verið felld úr gildi. Hún þykir hins vegar ekki jafnhelg nú og áður. „Þarna var ekki um formlega stefnubreytingu að ræða,“ sagði í frétt blaðsins. Hins vegar væru ummælin afar mikilvæg. Þótt ýmsir indverskir stjórnmálamenn hafi í gegnum tíðina lýst yfir efasemdum um ágæti stefnunnar um að beita kjarnorkuvopnum ekki að fyrra bragði hefur enginn þeirra verið jafnháttsettur og Singh. Í umfjöllun Asíumálaritsins The Diplomat segir að með yfirlýsingunni sé Singh í rauninni að sanna það sem stjórnvöld í bæði Pakistan og Kína, ríkjum sem eiga í langvarandi deilum við Indland, hafa alla tíð haldið fram. Að Indverjum sé ekki alvara með stefnunni. Indverjar hafa varpað fram sams konar efasemdum um að Kínverjar hafi þessa sömu stefnu, líkt og kínversk stjórnvöld lýstu yfir árið 1964. En hversu slæmar þurfa aðstæður að vera svo Indverjar geti hugsað sér að beita kjarnorkuvopni? Deilan við Pakistana, einnig kjarnorkuveldi, um Kasmír hefur harðnað mjög á undanförnum mánuðum. Eftir meinta hryðjuverkaárás samtakanna JeM í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrr á árinu sögðust Indverjar til að mynda hafa gert árásir á hryðjuverkasamtökin á pakistanskri grundu og voru Pakistanar afar ósáttir. Hermenn ríkjanna skiptust á skotum en ekki kom til alvarlegri átaka. Þá er vert að nefna að ástandið í indverska hluta Kasmír núna, sem Indverjar hafa svipt sjálfsstjórn, hefur kallað fram afar hörð viðbrögð í Pakistan, sem líkt og Indland gerir tilkall til alls héraðsins. „Kjarnorkuvopn Pakistans hafa þrengt að möguleikum Indverja í hefðbundnum hernaði og valdið stjórnvöldum í Nýju-Delí erfiðleikum,“ skrifaði blaðamaður The Diplomat og hélt áfram: „Árásin á JeM, sem kom flestum á óvart, sýndi Pakistönum að hefðbundinn hernaður er enn mögulegur þrátt fyrir þann háa þröskuld sem er fyrir notkun kjarnorkuvopna. Pakistanar gætu ekki lengur falið sig á bak við kjarnorkuvopnin og hagnast á frekari árásum annarra á Indland.“
Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira