Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2019 15:19 Myndin er úr kjúklingabúi en þó ekki því sem er til umfjöllunar í fréttinni. vísir/friðrik þór Veirusjúkdómarnir Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólga hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. Matvælastofnun hefur sett búið í einangrun með það að markmiði að útrýma sjúkdómunum áður en þeir ná fótfestu hérlendis. Þetta kemur fram í skeyti frá Matvælastofnun. Um fimmtíu þúsund fuglar eru á Rangárbúinu. Fyrrnefndir tveir sjúkdómar finnast eingöngu í fuglum og berst smit ekki í menn eða önnur spendýr. Fólk getur ekki smitast af fuglunum eða við neyslu á kjúklingakjöti. Sjúkdómarnir staðfestir með blóðrannsókn Í erindi Matvælastofnunar segir að grunur um smitsjúkdóm hafi vaknað eftir veikindi og aukin dauðsföll á búinu í lok júlí og þá tilkynnti Reykjagarður hf. málið til Matvælastofnunar. Stofnunin setti flutningsbann á búið og upplýsti aðila sem tengdust búinu og alifuglabændur um málið. Allir flutningar til og frá búinu eru bannaðir nema með sérstöku leyfi stofnunarinnar. Veikir fuglar greindust með bæði innlyksa lifrarbólgu og Gumboro veiki. Veirusjúkdómarnir voru staðfestir með blóðrannsókn og krufningu. Þeir eru tilkynningaskyldir til Matvælastofnunar. Báðir sjúkdómarnir finnast eingöngu í fuglum og berst smit ekki í menn eða önnur spendýr. Fólk getur ekki smitast af fuglunum eða við neyslu á kjúklingakjöti. Smitið bundið við eitt bú Veirusjúkdómarnir tveir eru útbreiddir í öllum fjórum húsum búsins sem innhalda tæplega 50 þúsund fugla samanlagt. Kjúklingunum er slátrað undir eftirliti Matvælastofnunar og húsnæði þrifið og sótthreinsað í kjölfarið. Smitið virðist bundið við þetta eina bú og ekki er grunur um frekari útbreiðslu. Ekki er vitað með hvaða hætti sjúkdómarnir bárust á búið. Helsta smithætta er frá fuglum, tækjum og tólum menguðum af fugladriti en fólk getur einnig borið smit á milli búa ef smitvarnir eru ekki virtar. Að fenginni reynslu nágrannalanda er mesta smithættan á búum þar sem sömu flutningstæki eru notuð, t.d. með fóðurbílum, sorphirðu eða sláturbílum. Alifuglabændur eru minntir á að tryggja smitvarnir. Báðar veirurnar eru lífseigar, ónæmar fyrir ákveðnum sótthreinsiefnum og geta lifað lengi í umhverfinu. Um sjúkdómana Gumboro veiki er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem veldur ónæmisbælingu í sýktum fuglum. Þekkt er að innlyksa lifrarbólga komi upp í fuglum smituðum af Gumboro veirunni þótt lifrarbólgan geti komið upp ein og sér. Eingöngu hænsnfuglar geta veikst en aðrir fuglar svo sem kalkúnar eða endur geta verið einkennislausir smitberar fyrir ákveðin afbrigði veirunnar. Ísland hefur fram til þessa verið talið laust við Gumboro veiki. Innlyksa lifrarbólga (e. IBH - Inclusion Body Hepatitis) er sjúkdómur í eldiskjúklingum sem ekki hefur áður greinst á Íslandi. Hann veldur venjulega veikindum og dauðsföllum í þriggja til sjö vikna gömlum fuglum. Dauðsföll á búinu voru á milli 12%-23%. Varphænur geta líka smitast og veikindi í fuglum í uppeldi eru þekkt. Sjúkdómarnir eru landlægir í flestum löndum þar sem alifuglarækt er stunduð. Markmið Matvælastofnunar er að útrýma báðum sjúkdómum hérlendis. Dýraheilbrigði Landbúnaður Rangárþing ytra Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Veirusjúkdómarnir Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólga hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. Matvælastofnun hefur sett búið í einangrun með það að markmiði að útrýma sjúkdómunum áður en þeir ná fótfestu hérlendis. Þetta kemur fram í skeyti frá Matvælastofnun. Um fimmtíu þúsund fuglar eru á Rangárbúinu. Fyrrnefndir tveir sjúkdómar finnast eingöngu í fuglum og berst smit ekki í menn eða önnur spendýr. Fólk getur ekki smitast af fuglunum eða við neyslu á kjúklingakjöti. Sjúkdómarnir staðfestir með blóðrannsókn Í erindi Matvælastofnunar segir að grunur um smitsjúkdóm hafi vaknað eftir veikindi og aukin dauðsföll á búinu í lok júlí og þá tilkynnti Reykjagarður hf. málið til Matvælastofnunar. Stofnunin setti flutningsbann á búið og upplýsti aðila sem tengdust búinu og alifuglabændur um málið. Allir flutningar til og frá búinu eru bannaðir nema með sérstöku leyfi stofnunarinnar. Veikir fuglar greindust með bæði innlyksa lifrarbólgu og Gumboro veiki. Veirusjúkdómarnir voru staðfestir með blóðrannsókn og krufningu. Þeir eru tilkynningaskyldir til Matvælastofnunar. Báðir sjúkdómarnir finnast eingöngu í fuglum og berst smit ekki í menn eða önnur spendýr. Fólk getur ekki smitast af fuglunum eða við neyslu á kjúklingakjöti. Smitið bundið við eitt bú Veirusjúkdómarnir tveir eru útbreiddir í öllum fjórum húsum búsins sem innhalda tæplega 50 þúsund fugla samanlagt. Kjúklingunum er slátrað undir eftirliti Matvælastofnunar og húsnæði þrifið og sótthreinsað í kjölfarið. Smitið virðist bundið við þetta eina bú og ekki er grunur um frekari útbreiðslu. Ekki er vitað með hvaða hætti sjúkdómarnir bárust á búið. Helsta smithætta er frá fuglum, tækjum og tólum menguðum af fugladriti en fólk getur einnig borið smit á milli búa ef smitvarnir eru ekki virtar. Að fenginni reynslu nágrannalanda er mesta smithættan á búum þar sem sömu flutningstæki eru notuð, t.d. með fóðurbílum, sorphirðu eða sláturbílum. Alifuglabændur eru minntir á að tryggja smitvarnir. Báðar veirurnar eru lífseigar, ónæmar fyrir ákveðnum sótthreinsiefnum og geta lifað lengi í umhverfinu. Um sjúkdómana Gumboro veiki er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem veldur ónæmisbælingu í sýktum fuglum. Þekkt er að innlyksa lifrarbólga komi upp í fuglum smituðum af Gumboro veirunni þótt lifrarbólgan geti komið upp ein og sér. Eingöngu hænsnfuglar geta veikst en aðrir fuglar svo sem kalkúnar eða endur geta verið einkennislausir smitberar fyrir ákveðin afbrigði veirunnar. Ísland hefur fram til þessa verið talið laust við Gumboro veiki. Innlyksa lifrarbólga (e. IBH - Inclusion Body Hepatitis) er sjúkdómur í eldiskjúklingum sem ekki hefur áður greinst á Íslandi. Hann veldur venjulega veikindum og dauðsföllum í þriggja til sjö vikna gömlum fuglum. Dauðsföll á búinu voru á milli 12%-23%. Varphænur geta líka smitast og veikindi í fuglum í uppeldi eru þekkt. Sjúkdómarnir eru landlægir í flestum löndum þar sem alifuglarækt er stunduð. Markmið Matvælastofnunar er að útrýma báðum sjúkdómum hérlendis.
Dýraheilbrigði Landbúnaður Rangárþing ytra Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira