Þjóðaröryggi Davíð Stefánsson skrifar 26. ágúst 2019 09:00 Það urðu margir hissa þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti viðbrögðum danska forsætisráðherrans sem andstyggilegum þegar hún neitaði að ræða kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann aflýsti ósáttur opinberri heimsókn til Danmerkur. En eftir að frú Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sló blíðlega á þráðinn vestur dugði það til að bræða forsetann. Nú segir hann hana yndislega konu. Trump verður vart reiknaður út og ótrúlegum tístum hans á bara eftir að fjölga í harðnandi kosningabaráttu. Upphlaup auka fylgi þar vestra. Fyrir Ísland er þetta áminning um mikilvægi frekari samvinnu við Norðurlöndin og Evrópuþjóðir. Þar eru og eiga að vera áherslur okkar í menningarlegu, félagslegu, efnahagslegu og viðskiptalegu tilliti. Vel heppnaður leiðtogafundur forsætisráðherra Norðurlanda með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, undirstrikaði þetta vel. Fundurinn sýndi að Katrín Jakobsdóttir nýtur virðingar á alþjóðlegum vettvangi og hefur styrkt stöðu Íslands í samskiptum við ríki Evrópu. Leiðtogarnir, að rúmum meirihluta konur, bæði af vinstri og hægri væng stjórnmálanna lögðu áherslu á að standa vörð um gildi frjálslynds lýðræðis sem hefur átt undir högg að sækja síðustu ár þar sem lýðhyggjuhreyfingar berjast gegn opnum lýðræðissamfélögum. Ýmsir gagnrýndu þá ákvörðun Katrínar að hliðra ekki til í dagskrá sinni fyrir varaforseta Bandaríkjanna og velja þess í stað að ávarpa norrænar verkalýðshreyfingar. Hér verður ekki lagt mat á það. Mestu skiptir að varaforsetinn mun ná fundi forsætisráðherra. Koma varaforsetans er til marks um aukið mikilvægi Íslands í alþjóðamálum, ekki síst vegna breyttrar stöðu norðurslóða. Endurreisn annars flota Bandaríkjanna í Norfolk talar sínu máli. Áhugi Bandaríkjanna á hernaðarlegu mikilvægi Íslands er endurvakinn. Sama hvað okkur finnst um tíst Trumps eru Bandaríkin langöflugasta þjóð hins vestræna heims þar sem ríki hafa deilt gildum og heimssýn á trú á lýðræði, frjálst athafnalíf, mannréttindi og frelsi fjölmiðla. Íslendingar eru fámenn eyþjóð sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her og tryggir öryggi sitt og varnir með virkri alþjóðasamvinnu. Góð samskipti við Bandaríkin eru Íslandi því gríðarlega mikilvæg. Nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Jeffrey Ross Gunter, segir varnarskuldbindingar Bandaríkjanna á grundvelli varnarsamningsins standa óhaggaðar. Öryggis- og varnarsamstarfið nær til mun fleiri þátta nú en áður, allt frá málefnum norðurslóða til netvarna og baráttu gegn hryðjuverkum. Uppbyggingu alþjóðlegrar björgunar- og viðbragðsaðstöðu á Íslandi vegna aukinna samgangna á norðurslóðum ætti að ræða. Það er mikilvægt að forsætisráðherra, sem er formaður þjóðaröryggisráðs, nýti tækifærið til að koma áherslum Íslands á framfæri við varaforseta Bandaríkjanna. Fyrir liggur þjóðaröryggisstefna Íslands sem Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust árið 2016. Þar er kveðið á um varnarsamstarf við Bandaríkin og að þjóðaröryggi nái einnig til netöryggis, hryðjuverkavarna og síðast en ekki síst loftslagsmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Það urðu margir hissa þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti viðbrögðum danska forsætisráðherrans sem andstyggilegum þegar hún neitaði að ræða kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann aflýsti ósáttur opinberri heimsókn til Danmerkur. En eftir að frú Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sló blíðlega á þráðinn vestur dugði það til að bræða forsetann. Nú segir hann hana yndislega konu. Trump verður vart reiknaður út og ótrúlegum tístum hans á bara eftir að fjölga í harðnandi kosningabaráttu. Upphlaup auka fylgi þar vestra. Fyrir Ísland er þetta áminning um mikilvægi frekari samvinnu við Norðurlöndin og Evrópuþjóðir. Þar eru og eiga að vera áherslur okkar í menningarlegu, félagslegu, efnahagslegu og viðskiptalegu tilliti. Vel heppnaður leiðtogafundur forsætisráðherra Norðurlanda með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, undirstrikaði þetta vel. Fundurinn sýndi að Katrín Jakobsdóttir nýtur virðingar á alþjóðlegum vettvangi og hefur styrkt stöðu Íslands í samskiptum við ríki Evrópu. Leiðtogarnir, að rúmum meirihluta konur, bæði af vinstri og hægri væng stjórnmálanna lögðu áherslu á að standa vörð um gildi frjálslynds lýðræðis sem hefur átt undir högg að sækja síðustu ár þar sem lýðhyggjuhreyfingar berjast gegn opnum lýðræðissamfélögum. Ýmsir gagnrýndu þá ákvörðun Katrínar að hliðra ekki til í dagskrá sinni fyrir varaforseta Bandaríkjanna og velja þess í stað að ávarpa norrænar verkalýðshreyfingar. Hér verður ekki lagt mat á það. Mestu skiptir að varaforsetinn mun ná fundi forsætisráðherra. Koma varaforsetans er til marks um aukið mikilvægi Íslands í alþjóðamálum, ekki síst vegna breyttrar stöðu norðurslóða. Endurreisn annars flota Bandaríkjanna í Norfolk talar sínu máli. Áhugi Bandaríkjanna á hernaðarlegu mikilvægi Íslands er endurvakinn. Sama hvað okkur finnst um tíst Trumps eru Bandaríkin langöflugasta þjóð hins vestræna heims þar sem ríki hafa deilt gildum og heimssýn á trú á lýðræði, frjálst athafnalíf, mannréttindi og frelsi fjölmiðla. Íslendingar eru fámenn eyþjóð sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her og tryggir öryggi sitt og varnir með virkri alþjóðasamvinnu. Góð samskipti við Bandaríkin eru Íslandi því gríðarlega mikilvæg. Nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Jeffrey Ross Gunter, segir varnarskuldbindingar Bandaríkjanna á grundvelli varnarsamningsins standa óhaggaðar. Öryggis- og varnarsamstarfið nær til mun fleiri þátta nú en áður, allt frá málefnum norðurslóða til netvarna og baráttu gegn hryðjuverkum. Uppbyggingu alþjóðlegrar björgunar- og viðbragðsaðstöðu á Íslandi vegna aukinna samgangna á norðurslóðum ætti að ræða. Það er mikilvægt að forsætisráðherra, sem er formaður þjóðaröryggisráðs, nýti tækifærið til að koma áherslum Íslands á framfæri við varaforseta Bandaríkjanna. Fyrir liggur þjóðaröryggisstefna Íslands sem Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust árið 2016. Þar er kveðið á um varnarsamstarf við Bandaríkin og að þjóðaröryggi nái einnig til netöryggis, hryðjuverkavarna og síðast en ekki síst loftslagsmála.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun