Mikil fjölgun í Háskóla þriðja æviskeiðsins Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. ágúst 2019 06:30 Nemendum hefur fjölgað um tæplega 600 á aðeins 7 árum. Mynd/Aðsend Hans Kristján Guðmundsson, formaður Háskóla þriðja æviskeiðsins, segir skólann vettvang fyrir fólk yfir fimmtugu sem vill fræðast eða fræða aðra. Skólinn, sem byggir á sjálfboðavinnu, er rekinn af frjálsum félagasamtökum sem stofnuð voru árið 2012. Við stofnun voru félagarnir 30 eða 40 talsins. Í dag eru þeir um 630. Rúmlega helmingur félagsmanna er á aldrinum 65 til 75 ára. En aldursbilið er breitt því yngsti nemandinn er rúmlega fimmtugur og sá elsti að verða níræður. „Þriðja æviskeiðið er þegar það léttir undir hjá fólki,“ segir Hans. „Börnin eru flogin úr hreiðrinu, stór hluti skulda niðurgreiddur og fólk hefur meiri tíma. Þetta skeið er ekki bundið við ákveðið ár heldur þegar fólk sest niður og hugar að framtíðinni.“ Hans segir að skólinn sé ekki háskóli í formlegri merkingu. „Hér taka nemendur ekki próf eða fá gráðu. Heldur er hugmyndin byggð á hinni fornu hugmynd um háskóla, að miðla fróðleik,“ segir hann. Starf skólans er nú að hefjast og í allan vetur verða erindi á hverjum þriðjudegi í félagsmiðstöðinni í Hæðargarði. Hans segir að þau séu af öllum toga og séu ekki síður hugsuð sem skemmtun en fræðsla. Þjóðfræði- og sagnfræðifyrirlestrar hafa verið vinsælir, sem og náttúrufræði. „Vinsælasti fyrirlesarinn hjá okkur hefur verið Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur. Hann fyllir alltaf salinn,“ segir Hans. „Þegar Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur kemur og talar um eldfjöll þá koma margir líka.“ Félagslífið er gott í kringum skólann og hluti af starfinu er heimsóknir á ýmsa staði. Til dæmis Seðlabankann, Alþingi, Dómkirkjuna, Árnastofnun og fleiri, einnig á landsbyggðinni. „Þetta eru eins konar vísindaferðir,“ segir Hans. Háskóli þriðja æviskeiðsins er í nánu alþjóðasamstarfi við sambærilega skóla víða um heim og nýtur Erasmus-styrkja. Ræturnar liggja í stúdentauppreisnunum í Frakklandi árið 1968. Eftir þær lögðu Frakkar þær skyldur á háskólana að hleypa fleirum að og sýna samfélagsábyrgð. Fyrsti háskóli þriðja æviskeiðsins var opnaður innan háskólans í Toulouse árið 1973. Hefur þetta síðan breiðst út um allan heim. „Fyrsti viðburðurinn hjá okkur verður þann 3. september, þegar við tökum á móti nemendum frá Prag í Tékklandi. Í maí fór 20 manna hópur frá okkur þangað,“ segir Hans. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Hans Kristján Guðmundsson, formaður Háskóla þriðja æviskeiðsins, segir skólann vettvang fyrir fólk yfir fimmtugu sem vill fræðast eða fræða aðra. Skólinn, sem byggir á sjálfboðavinnu, er rekinn af frjálsum félagasamtökum sem stofnuð voru árið 2012. Við stofnun voru félagarnir 30 eða 40 talsins. Í dag eru þeir um 630. Rúmlega helmingur félagsmanna er á aldrinum 65 til 75 ára. En aldursbilið er breitt því yngsti nemandinn er rúmlega fimmtugur og sá elsti að verða níræður. „Þriðja æviskeiðið er þegar það léttir undir hjá fólki,“ segir Hans. „Börnin eru flogin úr hreiðrinu, stór hluti skulda niðurgreiddur og fólk hefur meiri tíma. Þetta skeið er ekki bundið við ákveðið ár heldur þegar fólk sest niður og hugar að framtíðinni.“ Hans segir að skólinn sé ekki háskóli í formlegri merkingu. „Hér taka nemendur ekki próf eða fá gráðu. Heldur er hugmyndin byggð á hinni fornu hugmynd um háskóla, að miðla fróðleik,“ segir hann. Starf skólans er nú að hefjast og í allan vetur verða erindi á hverjum þriðjudegi í félagsmiðstöðinni í Hæðargarði. Hans segir að þau séu af öllum toga og séu ekki síður hugsuð sem skemmtun en fræðsla. Þjóðfræði- og sagnfræðifyrirlestrar hafa verið vinsælir, sem og náttúrufræði. „Vinsælasti fyrirlesarinn hjá okkur hefur verið Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur. Hann fyllir alltaf salinn,“ segir Hans. „Þegar Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur kemur og talar um eldfjöll þá koma margir líka.“ Félagslífið er gott í kringum skólann og hluti af starfinu er heimsóknir á ýmsa staði. Til dæmis Seðlabankann, Alþingi, Dómkirkjuna, Árnastofnun og fleiri, einnig á landsbyggðinni. „Þetta eru eins konar vísindaferðir,“ segir Hans. Háskóli þriðja æviskeiðsins er í nánu alþjóðasamstarfi við sambærilega skóla víða um heim og nýtur Erasmus-styrkja. Ræturnar liggja í stúdentauppreisnunum í Frakklandi árið 1968. Eftir þær lögðu Frakkar þær skyldur á háskólana að hleypa fleirum að og sýna samfélagsábyrgð. Fyrsti háskóli þriðja æviskeiðsins var opnaður innan háskólans í Toulouse árið 1973. Hefur þetta síðan breiðst út um allan heim. „Fyrsti viðburðurinn hjá okkur verður þann 3. september, þegar við tökum á móti nemendum frá Prag í Tékklandi. Í maí fór 20 manna hópur frá okkur þangað,“ segir Hans.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira