Stór samningur Japans og Bandaríkjanna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. ágúst 2019 08:30 Trump og Abe leystu vandamál heima fyrir með stórum samningi. Nordicphotos/Getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilkynntu um stóran viðskiptasamning á fundi G7-ríkjanna sem fram fer í Biarritz í Frakklandi. Nánari útfærsla á samningnum verður gerð í New York í september. Samkvæmt samningnum munu Japanir kaupa mikið af maís frá Bandaríkjunum. Síðan viðskiptastríð hófst við Kína hafa bandarískir maísframleiðendur átt erfitt með að koma vörum sínum á markað. „Þetta eru margir milljarðar Bandaríkjadollara. Frábært fyrir bændur,“ sagði Trump á blaðamannafundi hans og Abe. Abe sagði að það yrði ekki japanska ríkið sjálft sem keypti afurðirnar heldur fyrirtæki í einkageiranum. Losað verður um tolla og innflutningshöft. Maís er ekki eina varan sem samningurinn mun ná yfir heldur einnig hveiti, mjólkurvörur, nautakjöt, svínakjöt og fleira. Í dag flytja Japanir inn landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum fyrir um 14 milljarða dollara, sem samsvarar 1.700 milljörðum íslenskra króna. Með samningnum opnast fyrir 7 milljarða dollara til viðbótar. Er þetta kærkomið fyrir Japani sem hafa misst mikið af eigin landbúnaðarafurðum vegna skordýrafaraldurs undanfarið. Samningurinn markar nokkur tímamót í samskiptum þjóðanna því þau hafa verið fremur stirð í tíð Trumps hvað viðskipti varðar. Þó að Trump og Abe hafi þurft að brjóta odd af oflæti sínu kemur samningurinn þeim báðum vel, bæði efnahagslega og stjórnmálalega. Ýmis önnur tíðindi hafa orðið á fundinum og einna markverðust var fyrirvaralaus koma íranska utanríkisráðherrans, Mohammad Javad Zarif. Fundaði hann með Macron Frakklandsforseta og Le Drian utanríkisráðherra um spennuna vegna kjarnorkuáætlunar Írans. Þá bar Trump upp þá tillögu að hleypa Rússum aftur inn í hópinn og sagði að Pútín ætti að koma að umræðum um stöðuna í Íran, Norður-Kóreu og Sýrlandi. Voru hinir leiðtogarnir sex allir mótfallnir þeirri tillögu en Rússum var vikið úr hópnum eftir að þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Skógareldarnir í Amason-frumskóginum hafa verið ræddir og hvöttu bæði Macron og Angela Merkel Þýskalandskanslari til þess að þau mál yrðu tekin föstum tökum. Samkvæmt heimildum mun samkomulag hafa náðst milli ríkjanna og var Macron falið að vinna að því að komast að þörfum Brasilíu og annarra Amason-ríkja vegna eldanna. „Án þess að troða á fullveldi þessara landa, verðum við að hafa það að markmiði að rækta upp skóginn að nýju og aðstoða hvert land fyrir sig efnahagslega,“ sagði Macron. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Japan Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Íran mætti óvænt til fundar G7 ríkjanna Utanríkisráðherra Íran, Mohammad Javad Zarif, heiðraði leiðtoga G7 ríkjanna með nærveru sinni í óvæntri heimsókn til franska bæjarins Biarritz hvar leiðtogarnir eru saman komnir til þess að ráða sínum ráðum. 25. ágúst 2019 17:53 Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. 25. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilkynntu um stóran viðskiptasamning á fundi G7-ríkjanna sem fram fer í Biarritz í Frakklandi. Nánari útfærsla á samningnum verður gerð í New York í september. Samkvæmt samningnum munu Japanir kaupa mikið af maís frá Bandaríkjunum. Síðan viðskiptastríð hófst við Kína hafa bandarískir maísframleiðendur átt erfitt með að koma vörum sínum á markað. „Þetta eru margir milljarðar Bandaríkjadollara. Frábært fyrir bændur,“ sagði Trump á blaðamannafundi hans og Abe. Abe sagði að það yrði ekki japanska ríkið sjálft sem keypti afurðirnar heldur fyrirtæki í einkageiranum. Losað verður um tolla og innflutningshöft. Maís er ekki eina varan sem samningurinn mun ná yfir heldur einnig hveiti, mjólkurvörur, nautakjöt, svínakjöt og fleira. Í dag flytja Japanir inn landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum fyrir um 14 milljarða dollara, sem samsvarar 1.700 milljörðum íslenskra króna. Með samningnum opnast fyrir 7 milljarða dollara til viðbótar. Er þetta kærkomið fyrir Japani sem hafa misst mikið af eigin landbúnaðarafurðum vegna skordýrafaraldurs undanfarið. Samningurinn markar nokkur tímamót í samskiptum þjóðanna því þau hafa verið fremur stirð í tíð Trumps hvað viðskipti varðar. Þó að Trump og Abe hafi þurft að brjóta odd af oflæti sínu kemur samningurinn þeim báðum vel, bæði efnahagslega og stjórnmálalega. Ýmis önnur tíðindi hafa orðið á fundinum og einna markverðust var fyrirvaralaus koma íranska utanríkisráðherrans, Mohammad Javad Zarif. Fundaði hann með Macron Frakklandsforseta og Le Drian utanríkisráðherra um spennuna vegna kjarnorkuáætlunar Írans. Þá bar Trump upp þá tillögu að hleypa Rússum aftur inn í hópinn og sagði að Pútín ætti að koma að umræðum um stöðuna í Íran, Norður-Kóreu og Sýrlandi. Voru hinir leiðtogarnir sex allir mótfallnir þeirri tillögu en Rússum var vikið úr hópnum eftir að þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Skógareldarnir í Amason-frumskóginum hafa verið ræddir og hvöttu bæði Macron og Angela Merkel Þýskalandskanslari til þess að þau mál yrðu tekin föstum tökum. Samkvæmt heimildum mun samkomulag hafa náðst milli ríkjanna og var Macron falið að vinna að því að komast að þörfum Brasilíu og annarra Amason-ríkja vegna eldanna. „Án þess að troða á fullveldi þessara landa, verðum við að hafa það að markmiði að rækta upp skóginn að nýju og aðstoða hvert land fyrir sig efnahagslega,“ sagði Macron.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Japan Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Íran mætti óvænt til fundar G7 ríkjanna Utanríkisráðherra Íran, Mohammad Javad Zarif, heiðraði leiðtoga G7 ríkjanna með nærveru sinni í óvæntri heimsókn til franska bæjarins Biarritz hvar leiðtogarnir eru saman komnir til þess að ráða sínum ráðum. 25. ágúst 2019 17:53 Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. 25. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Utanríkisráðherra Íran mætti óvænt til fundar G7 ríkjanna Utanríkisráðherra Íran, Mohammad Javad Zarif, heiðraði leiðtoga G7 ríkjanna með nærveru sinni í óvæntri heimsókn til franska bæjarins Biarritz hvar leiðtogarnir eru saman komnir til þess að ráða sínum ráðum. 25. ágúst 2019 17:53
Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. 25. ágúst 2019 09:00