Ásýndin mikilvægari en aðgengi hreyfihamlaðra? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 27. ágúst 2019 07:30 Ný umferðarlög hafa litið dagsins ljós. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, aka og leggja á göngugötum. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, hefur nýlega tjáð sig um þetta ákvæði í fjölmiðlum og lýst undrun yfir að ekki var leitað eftir sjónarmiðum borgarinnar um frumvarpið. Afstaða Pawels og skýr andstaða hans við ákvæðið vekja upp áhyggjur hvort borgarmeirihlutinn ætli e.t.v. að hunsa það og þar með brjóta lög. Pawel gengur svo langt að segja að löggjafinn hafi verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Það er nokkuð alvarlegt þegar Pawel Bartoszek, kjörinn fulltrúi, segir að löggjafinn „sé á villigötum“. Pawel hefur áhyggjur af ásýnd göngugatna en tjáir sig hins vegar ekkert um þarfir fatlaðs fólks í umferðinni og mikilvægi þess að auðvelda aðgengi þess að göngugötum. Ég spyr, finnst Pawel ásýndin mikilvægari en aðgengi hreyfihamlaðra í umferðinni? Ekki er annað hægt en að vera fegin að meirihlutinn í borgarstjórn komst ekki með klærnar í frumvarpið á meðan það var í meðförum þingsins. Af orðum Pawels í fréttum má ráða að meirihlutinn í borgarstjórn hafi lagt allt kapp á að koma þessu ákvæði út til að heildarásýnd göngugatna geti nú verið falleg. Pawel Bartoszek virðist undrandi á að þetta skyldi samþykkt og segir að „í frumvarpinu sjálfu var aðeins talað um að ferðaþjónusta fatlaðs fólks fengi mögulega þessa heimild“. Nú velta margir fyrir sér hvernig skipulagsyfirvöld í borginni ætla að snúa sig út úr þessu í ljósi andstöðu þeirra gegn akstri einkabílsins í miðbænum hvernig svo sem hann er knúinn eða hvort sem bílstjórinn er fatlaður eða ófatlaður. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur því lagt fram fyrirspurn í borgarráði um hvort hafinn sé undirbúningur að því að heimila P-merktum bílum að aka um og leggja í göngugötur. Lögin taka gildi um næstu áramót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Umferðaröryggi Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ný umferðarlög hafa litið dagsins ljós. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, aka og leggja á göngugötum. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, hefur nýlega tjáð sig um þetta ákvæði í fjölmiðlum og lýst undrun yfir að ekki var leitað eftir sjónarmiðum borgarinnar um frumvarpið. Afstaða Pawels og skýr andstaða hans við ákvæðið vekja upp áhyggjur hvort borgarmeirihlutinn ætli e.t.v. að hunsa það og þar með brjóta lög. Pawel gengur svo langt að segja að löggjafinn hafi verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Það er nokkuð alvarlegt þegar Pawel Bartoszek, kjörinn fulltrúi, segir að löggjafinn „sé á villigötum“. Pawel hefur áhyggjur af ásýnd göngugatna en tjáir sig hins vegar ekkert um þarfir fatlaðs fólks í umferðinni og mikilvægi þess að auðvelda aðgengi þess að göngugötum. Ég spyr, finnst Pawel ásýndin mikilvægari en aðgengi hreyfihamlaðra í umferðinni? Ekki er annað hægt en að vera fegin að meirihlutinn í borgarstjórn komst ekki með klærnar í frumvarpið á meðan það var í meðförum þingsins. Af orðum Pawels í fréttum má ráða að meirihlutinn í borgarstjórn hafi lagt allt kapp á að koma þessu ákvæði út til að heildarásýnd göngugatna geti nú verið falleg. Pawel Bartoszek virðist undrandi á að þetta skyldi samþykkt og segir að „í frumvarpinu sjálfu var aðeins talað um að ferðaþjónusta fatlaðs fólks fengi mögulega þessa heimild“. Nú velta margir fyrir sér hvernig skipulagsyfirvöld í borginni ætla að snúa sig út úr þessu í ljósi andstöðu þeirra gegn akstri einkabílsins í miðbænum hvernig svo sem hann er knúinn eða hvort sem bílstjórinn er fatlaður eða ófatlaður. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur því lagt fram fyrirspurn í borgarráði um hvort hafinn sé undirbúningur að því að heimila P-merktum bílum að aka um og leggja í göngugötur. Lögin taka gildi um næstu áramót.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun