Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 19:25 Fjallað hefur verið um veikindi flugliða Icelandair undanfarin ár. Vísir/vilhelm Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. Greint var frá málinu í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var haft eftir Óðni Elíssyni, lögmanni, að verið væri að skoða hópmálsókn fyrir hönd nokkurra skjólstæðinga. Málið væri hins vegar á viðkvæmu stigi og verið að afla gagna. Undanfarin ár hefur reglulega verið fjallað um veikindi flugliða um borð í vélum Icelandair. Þannig fjallaði Fréttablaðið í ágúst 2016 um veikindi flugliða hjá félaginu og að þau hefðu aukist undanfarna mánuði. Verið væri að skoða það hjá fyrirtækinu hvers vegna svo væri og óskaði Icelandair meðal annars eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Þeir sem tjáðu sig við blaðið á þeim tíma, nafnlaust, lýstu einkennum á borð við svima, höfuðverk og súrefnisskort. Icelandair greip til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks hafði fjölgað mikið. Var tæknideild félagsins til dæmis falið að fara yfir viðhald vélanna, skipta um síur, loftstokka og mæla lofgæði. Í september í fyrra var síðan sagt frá því að fjórir áhafnarmeðlimir sem flogið höfðu til Edmonton í Kanada hefðu þurft að leita á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, sagði þá í samtali við fréttastofu að uppákomur á borð við þessa tengdist yfirleitt lélegu loftflæði í vélinni sem rekja megi til stíflu í loftræstikerfi. Atvikið var ekki tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa enda taldi Icelandair uppákomuna ekki uppfylla skilyrði til þess að þess þurfi. Í janúar síðastliðnum var svo flugvél Icelandair á leið til Kaupmannahafnar snúið til Keflavíkur vegna veikinda flugfreyju um borð. Þá fengust þær upplýsingar frá Icelandair að fleiri flugfreyjur hefðu fundið fyrir óþægindum í fluginu. Hvorki náðist í Óðin Elísson, lögmann, né Berglindi Hafsteinsdóttur, formann Flugfreyjufélags Íslands, við vinnslu fréttarinnar. Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aðeins fastráðnir starfsmenn Icelandair fá heyrnarsíur vegna hávaða Sérútbúnar heyrnarsíur aðeins smíðaðar fyrir fastráðna flugliða Icelandair. 27. ágúst 2016 07:00 Veikindi starfsmanna Icelandair: „Mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður“ Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. 23. ágúst 2016 21:28 Flugvél Icelandair snúið við vegna veikinda flugfreyju Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair fundu fleiri flugfreyjur í fluginu fyrir óþægindum. 4. janúar 2019 17:29 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. Greint var frá málinu í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var haft eftir Óðni Elíssyni, lögmanni, að verið væri að skoða hópmálsókn fyrir hönd nokkurra skjólstæðinga. Málið væri hins vegar á viðkvæmu stigi og verið að afla gagna. Undanfarin ár hefur reglulega verið fjallað um veikindi flugliða um borð í vélum Icelandair. Þannig fjallaði Fréttablaðið í ágúst 2016 um veikindi flugliða hjá félaginu og að þau hefðu aukist undanfarna mánuði. Verið væri að skoða það hjá fyrirtækinu hvers vegna svo væri og óskaði Icelandair meðal annars eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Þeir sem tjáðu sig við blaðið á þeim tíma, nafnlaust, lýstu einkennum á borð við svima, höfuðverk og súrefnisskort. Icelandair greip til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks hafði fjölgað mikið. Var tæknideild félagsins til dæmis falið að fara yfir viðhald vélanna, skipta um síur, loftstokka og mæla lofgæði. Í september í fyrra var síðan sagt frá því að fjórir áhafnarmeðlimir sem flogið höfðu til Edmonton í Kanada hefðu þurft að leita á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, sagði þá í samtali við fréttastofu að uppákomur á borð við þessa tengdist yfirleitt lélegu loftflæði í vélinni sem rekja megi til stíflu í loftræstikerfi. Atvikið var ekki tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa enda taldi Icelandair uppákomuna ekki uppfylla skilyrði til þess að þess þurfi. Í janúar síðastliðnum var svo flugvél Icelandair á leið til Kaupmannahafnar snúið til Keflavíkur vegna veikinda flugfreyju um borð. Þá fengust þær upplýsingar frá Icelandair að fleiri flugfreyjur hefðu fundið fyrir óþægindum í fluginu. Hvorki náðist í Óðin Elísson, lögmann, né Berglindi Hafsteinsdóttur, formann Flugfreyjufélags Íslands, við vinnslu fréttarinnar.
Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aðeins fastráðnir starfsmenn Icelandair fá heyrnarsíur vegna hávaða Sérútbúnar heyrnarsíur aðeins smíðaðar fyrir fastráðna flugliða Icelandair. 27. ágúst 2016 07:00 Veikindi starfsmanna Icelandair: „Mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður“ Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. 23. ágúst 2016 21:28 Flugvél Icelandair snúið við vegna veikinda flugfreyju Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair fundu fleiri flugfreyjur í fluginu fyrir óþægindum. 4. janúar 2019 17:29 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Aðeins fastráðnir starfsmenn Icelandair fá heyrnarsíur vegna hávaða Sérútbúnar heyrnarsíur aðeins smíðaðar fyrir fastráðna flugliða Icelandair. 27. ágúst 2016 07:00
Veikindi starfsmanna Icelandair: „Mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður“ Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. 23. ágúst 2016 21:28
Flugvél Icelandair snúið við vegna veikinda flugfreyju Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair fundu fleiri flugfreyjur í fluginu fyrir óþægindum. 4. janúar 2019 17:29