Farþegar í innanlandsflugi ekki verið færri frá því 2002 Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. ágúst 2019 08:00 Fyrstu sjö mánuði ársins fóru rúmlega 203 þúsund farþegar um Reykjavíkurflugvöll. Fréttablaðið/Anton Brink „Þessi þróun er áhyggjuefni vegna þess að flugið er mikilvægur hluti af almenningssamgöngum og þáttur í tækifærum allra landsmanna og fyrirtækja til þess að byggja sig upp,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um stöðuna í innanlandsflugi. Tölur frá Isavia sýna að flugfarþegum í innanlandskerfinu fækkaði um tæp 52 þúsund fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra, úr tæplega 457 þúsundum í tæp 405 þúsund. Hafa þeir ekki verið færri á þessum tíma árs síðan 2002. Sigurður Ingi segir að án efa spili margt inn í þessa þróun. „Við höfum engu að síður séð hana vera að gerast. Þess vegna höfum við verið að setja á laggirnar alls kyns starfshópa til að greina það betur því það hefur kannski ekki alveg legið á borðinu hvað nákvæmlega er að gerast og hvað nákvæmlega er til ráða.“ Meðal þeirra þátta sem ráðherrann nefnir sem mögulegar ástæður fyrir samdrætti í innanlandsflugi er efnahagsástandið og til lengri tíma bætt vegakerfi.Grafík/Fréttablaðið„Síðan hefur verið talsverð umræða um að flugið sé of dýrt. Við verðum bara að viðurkenna að kerfið sem við höfum verið að nota til að styrkja innanlandsflugið, niðurgreiða það með einhverjum hætti, hefur ekki virkað fyrir neinn. Hvorki fyrir farþega, flugrekendur né flugvallareigendur.“ Þess vegna sé hin svokallaða skoska leið til skoðunar. „Sú leið virðist þar sem hún hefur verið tekin upp hafa leitt til fjölgunar farþega, fleiri ferða og lægri fargjalda. Þannig hefur stuðningur við íbúa verið jafnaður þannig að þeir geti leitað sér eðlilegrar þjónustu til þess staðar sem ríkið hefur ákveðið að byggja upp þjónustu á.“ Drög að flugstefnu voru kynnt í sumar en málið er nú til vinnslu í ráðuneytinu. Sigurður Ingi segir að flugstefnan muni að hluta til birtast í uppfærðri samgönguáætlun nú í október. Sigurður Ingi viðurkennir að klárlega þurfi að spýta í lófana. „Við erum búin að fljúga í hundrað ár en erum að klára fyrstu grænbókina og fyrstu flugstefnuna núna. Það hefði kannski verið ágætt að hafa hana fyrir 20 árum, þannig að við hefðum getað unnið eftir henni síðan þá. En betra er seint en aldrei.“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist ekki hissa á þessum tölum. „Verð á innanlandsflugi er komið yfir sársaukaþröskuld venjulegs fólks og það er ekki lengur valkostur.“ Hagsmunirnir snúist fyrst og fremst um nálægð við þá þjónustu sem Íslendingar hafi ákveðið að verði að mestu leyti á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf að marka einhverja stefnu í því að gera íbúum alls staðar á landinu kleift að sækja þessa þjónustu. Það verður alltaf miklu hagkvæmara að gera það eins og í gegnum skosku leiðina heldur en að byggja upp þjónustuna alls staðar.“ Þá gagnrýnir Guðmundur að í drögum að flugstefnu sé varla minnst á innanlandsflug. „Það er tvennt hægt að gera. Annaðhvort að fara með þessa stefnu aftur á teikniborðið eða, sem er miklu fljótlegra, að breyta bara heitinu í millilandaflugstefnu. Við eigum að hafa kjark til að kalla hlutina réttum nöfnum.“ Hann veltir því upp hvort ástæðan sé kannski sú að það sé óþægilegt að tala um innanlandsflug. „Það er grafalvarlegt ef það er skýringin og einmitt enn meiri ástæða til að tala um það.“ Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Erfiðleikar í innanlandsflugi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur miklar áhyggjur af samdrætti í innanlandsflugi og vill ekki að Ísland breytist í borgríki. Það sem af er ári hefur farþegum um aðra flugvelli en í Keflavík fækkað um 12 prósent. 27. ágúst 2019 07:00 Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Fjármunir til að niðurgreiða innanlandsflug eru til "Miðað við þá vinnu sem hefur verið unnin að þá hefur verið bent á að einhverjar 700-800 milljónir myndu geta snúið við, talsvert þessari þróun, og veita fólki þennan möguleika á að fá niðurgreiddan flugmiða upp að tilteknum fjölda flugferða og þá fjármuni höfum við í dag," segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 9. ágúst 2019 12:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
„Þessi þróun er áhyggjuefni vegna þess að flugið er mikilvægur hluti af almenningssamgöngum og þáttur í tækifærum allra landsmanna og fyrirtækja til þess að byggja sig upp,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um stöðuna í innanlandsflugi. Tölur frá Isavia sýna að flugfarþegum í innanlandskerfinu fækkaði um tæp 52 þúsund fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra, úr tæplega 457 þúsundum í tæp 405 þúsund. Hafa þeir ekki verið færri á þessum tíma árs síðan 2002. Sigurður Ingi segir að án efa spili margt inn í þessa þróun. „Við höfum engu að síður séð hana vera að gerast. Þess vegna höfum við verið að setja á laggirnar alls kyns starfshópa til að greina það betur því það hefur kannski ekki alveg legið á borðinu hvað nákvæmlega er að gerast og hvað nákvæmlega er til ráða.“ Meðal þeirra þátta sem ráðherrann nefnir sem mögulegar ástæður fyrir samdrætti í innanlandsflugi er efnahagsástandið og til lengri tíma bætt vegakerfi.Grafík/Fréttablaðið„Síðan hefur verið talsverð umræða um að flugið sé of dýrt. Við verðum bara að viðurkenna að kerfið sem við höfum verið að nota til að styrkja innanlandsflugið, niðurgreiða það með einhverjum hætti, hefur ekki virkað fyrir neinn. Hvorki fyrir farþega, flugrekendur né flugvallareigendur.“ Þess vegna sé hin svokallaða skoska leið til skoðunar. „Sú leið virðist þar sem hún hefur verið tekin upp hafa leitt til fjölgunar farþega, fleiri ferða og lægri fargjalda. Þannig hefur stuðningur við íbúa verið jafnaður þannig að þeir geti leitað sér eðlilegrar þjónustu til þess staðar sem ríkið hefur ákveðið að byggja upp þjónustu á.“ Drög að flugstefnu voru kynnt í sumar en málið er nú til vinnslu í ráðuneytinu. Sigurður Ingi segir að flugstefnan muni að hluta til birtast í uppfærðri samgönguáætlun nú í október. Sigurður Ingi viðurkennir að klárlega þurfi að spýta í lófana. „Við erum búin að fljúga í hundrað ár en erum að klára fyrstu grænbókina og fyrstu flugstefnuna núna. Það hefði kannski verið ágætt að hafa hana fyrir 20 árum, þannig að við hefðum getað unnið eftir henni síðan þá. En betra er seint en aldrei.“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist ekki hissa á þessum tölum. „Verð á innanlandsflugi er komið yfir sársaukaþröskuld venjulegs fólks og það er ekki lengur valkostur.“ Hagsmunirnir snúist fyrst og fremst um nálægð við þá þjónustu sem Íslendingar hafi ákveðið að verði að mestu leyti á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf að marka einhverja stefnu í því að gera íbúum alls staðar á landinu kleift að sækja þessa þjónustu. Það verður alltaf miklu hagkvæmara að gera það eins og í gegnum skosku leiðina heldur en að byggja upp þjónustuna alls staðar.“ Þá gagnrýnir Guðmundur að í drögum að flugstefnu sé varla minnst á innanlandsflug. „Það er tvennt hægt að gera. Annaðhvort að fara með þessa stefnu aftur á teikniborðið eða, sem er miklu fljótlegra, að breyta bara heitinu í millilandaflugstefnu. Við eigum að hafa kjark til að kalla hlutina réttum nöfnum.“ Hann veltir því upp hvort ástæðan sé kannski sú að það sé óþægilegt að tala um innanlandsflug. „Það er grafalvarlegt ef það er skýringin og einmitt enn meiri ástæða til að tala um það.“
Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Erfiðleikar í innanlandsflugi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur miklar áhyggjur af samdrætti í innanlandsflugi og vill ekki að Ísland breytist í borgríki. Það sem af er ári hefur farþegum um aðra flugvelli en í Keflavík fækkað um 12 prósent. 27. ágúst 2019 07:00 Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Fjármunir til að niðurgreiða innanlandsflug eru til "Miðað við þá vinnu sem hefur verið unnin að þá hefur verið bent á að einhverjar 700-800 milljónir myndu geta snúið við, talsvert þessari þróun, og veita fólki þennan möguleika á að fá niðurgreiddan flugmiða upp að tilteknum fjölda flugferða og þá fjármuni höfum við í dag," segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 9. ágúst 2019 12:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Erfiðleikar í innanlandsflugi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur miklar áhyggjur af samdrætti í innanlandsflugi og vill ekki að Ísland breytist í borgríki. Það sem af er ári hefur farþegum um aðra flugvelli en í Keflavík fækkað um 12 prósent. 27. ágúst 2019 07:00
Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49
Fjármunir til að niðurgreiða innanlandsflug eru til "Miðað við þá vinnu sem hefur verið unnin að þá hefur verið bent á að einhverjar 700-800 milljónir myndu geta snúið við, talsvert þessari þróun, og veita fólki þennan möguleika á að fá niðurgreiddan flugmiða upp að tilteknum fjölda flugferða og þá fjármuni höfum við í dag," segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 9. ágúst 2019 12:00