Heimsmeistari féll á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2019 10:30 Maryna Arzamasava eftir úrslitahlaupið á ÓL í Ríó 2016. Getty/ Ian Walton Maryna Arzamasava, fyrrum heimsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna, féll á lyfjaprófi og er komin í bann frá keppni. Maryna Arzamasava er 31 árs gömul og kemur frá Hvíta-Rússlandi. Efnið LGD-4033 fannst í sýni hennar en það þekkist líka undir nafninu Ligandrol. Þetta kemur fram á twitter síðu Athletics Integrity Unit eins og sjá má hér fyrir neðan.The AIU confirms a Provisional Suspension against Belarusian middle-distance runner Marina Arzamasova for a violation of the @iaaforg Anti-Doping Rules. Find out more ➡ https://t.co/opInfkVlnV#CleanSport#AIUNewspic.twitter.com/rAa56D1tDX — Athletics Integrity Unit (@aiu_athletics) August 27, 2019 Ligandrol hefur sömu áhrif og anabólískir sterar. Það hefur verið þróað til að hjálpa til við að auka vöðvaaukningu og þyngdartap. LGD-4033 er tekið til inntöku í duftformi en það er ekki steralyf. Efnið skilar samt svipuðum árangri og sterar en aukaverkanirnar eru allt aðrar og minni. Það þýðir að Ligandrol er vinsælt hjá vaxtarræktarfólki. Arzamasava vann heimsmeistaratitil sinn á HM í Beijing árið 2015 þegar hún kom í mark á 1:58.03 mín. Besti tími hennar er einnig frá sama ári eða 1:57.54 mín. Arzamasava varð einnig Evrópumeistari í 800 metra hlaupi í Zürich árið 2014. Árið eftir heimsmeistaratitilinn í Beijing varð Maryna Arzamasava að sætta sig við sjöunda sætið á Ólympíuleikunum í Ríó. Maryna Arzamasava hefur ekki fengið dóm þrátt fyrir að hún sé komin bann. Hún má engu að síður ekki keppa á HM í frjálsum í Doha í Katar sem verður 27. september til 6. október næstkomandi.Hér má sjá Anítu Hinriksdóttur elta Maryna Arzamasava í hlaupi á ÓL 2016.Getty/Ian Walton Frjálsar íþróttir Hvíta-Rússland Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Sjá meira
Maryna Arzamasava, fyrrum heimsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna, féll á lyfjaprófi og er komin í bann frá keppni. Maryna Arzamasava er 31 árs gömul og kemur frá Hvíta-Rússlandi. Efnið LGD-4033 fannst í sýni hennar en það þekkist líka undir nafninu Ligandrol. Þetta kemur fram á twitter síðu Athletics Integrity Unit eins og sjá má hér fyrir neðan.The AIU confirms a Provisional Suspension against Belarusian middle-distance runner Marina Arzamasova for a violation of the @iaaforg Anti-Doping Rules. Find out more ➡ https://t.co/opInfkVlnV#CleanSport#AIUNewspic.twitter.com/rAa56D1tDX — Athletics Integrity Unit (@aiu_athletics) August 27, 2019 Ligandrol hefur sömu áhrif og anabólískir sterar. Það hefur verið þróað til að hjálpa til við að auka vöðvaaukningu og þyngdartap. LGD-4033 er tekið til inntöku í duftformi en það er ekki steralyf. Efnið skilar samt svipuðum árangri og sterar en aukaverkanirnar eru allt aðrar og minni. Það þýðir að Ligandrol er vinsælt hjá vaxtarræktarfólki. Arzamasava vann heimsmeistaratitil sinn á HM í Beijing árið 2015 þegar hún kom í mark á 1:58.03 mín. Besti tími hennar er einnig frá sama ári eða 1:57.54 mín. Arzamasava varð einnig Evrópumeistari í 800 metra hlaupi í Zürich árið 2014. Árið eftir heimsmeistaratitilinn í Beijing varð Maryna Arzamasava að sætta sig við sjöunda sætið á Ólympíuleikunum í Ríó. Maryna Arzamasava hefur ekki fengið dóm þrátt fyrir að hún sé komin bann. Hún má engu að síður ekki keppa á HM í frjálsum í Doha í Katar sem verður 27. september til 6. október næstkomandi.Hér má sjá Anítu Hinriksdóttur elta Maryna Arzamasava í hlaupi á ÓL 2016.Getty/Ian Walton
Frjálsar íþróttir Hvíta-Rússland Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Sjá meira