Þingmenn þvert á flokka búa sig undir átök við Boris Johnson Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 23:45 Ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlans, um að fresta þingi í fimm vikur í aðdraganda Brexit hefur sætt mikilli gagnrýni. vísir/getty Hópur breskra þingmanna, þvert á flokka, býr sig nú undir það sem lýst er sem sögulegum átökum við forsætisráðherrann Boris Johnson eftir ákvörðun hans í dag um að fresta þingi í fimm vikur í aðdraganda útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í október. Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. Lítill tími er til stefnu í næstu viku til þess að koma lagasetningu þess í gegnum þingið vegna þingfrestunarinnar, en að því er fram kemur á vef Guardian hafa þingmennirnir hins vegar sammælst um að reyna að gera allt sem þeir geta til þess að flýta fyrir slíkri lagasetningu þegar þing kemur saman á ný í byrjun september og áður en því verður svo frestað rúmri viku síðar. Frumvarpið fæli það í sér að Bretland myndi ekki ganga úr ESB þann 31. október eins og nú er stefnt að ef ríkisstjórn Johnson nær ekki samningi við sambandið um útgönguna.Einræðistilburðir og árás á lýðræðið Ákvörðun Johnson um að fresta þingi hefur verið harðlega gagnrýnd í dag. Er talið að með þingfrestun sé forsætisráðherrann að reyna að koma í veg fyrir að neðri deild þingsins geti samþykkt lög sem ætlað væri að stöðva Brexit án samnings. Hefur Johnson verið sakaður um að einræðistilburði, ákvörðunin sögð árás á lýðræðið, svívirða við stjórnarskrána og líkt við valdarán. Hundruð komu saman í miðborg London til mótmæla í kvöld og þá hafa á nokkrum klukkutímum safnast yfir milljón undirskriftir á undirskriftalista þar sem þingfrestuninni er mótmælt. Johnson hefur neitað því að með frestun á þingstörfum sé hann að gera tilraun til þess að koma í veg fyrir lagasetningu sem myndi taka fyrir samningslaust Brexit. Vikurnar fimm muni nýtast ríkisstjórn hans til þess að undirbúa mikilvæg innanríkismál á borð við fjármögnun heilbrigðiskerfisins og hvernig berjast eigi gegn glæpum. Johnson hefur sagt að markmið hans í ríkisstjórn sé að Brexit verði að veruleika þann 31. október. Því markmiði ætli hann að ná ella deyja. Verði ekki búið að ná samningum við ESB um útgönguna er forsætisráðherrann tilbúinn til að þess að ganga úr sambandinu án samnings. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir „Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“ Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. 28. ágúst 2019 21:30 Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Hópur breskra þingmanna, þvert á flokka, býr sig nú undir það sem lýst er sem sögulegum átökum við forsætisráðherrann Boris Johnson eftir ákvörðun hans í dag um að fresta þingi í fimm vikur í aðdraganda útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í október. Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. Lítill tími er til stefnu í næstu viku til þess að koma lagasetningu þess í gegnum þingið vegna þingfrestunarinnar, en að því er fram kemur á vef Guardian hafa þingmennirnir hins vegar sammælst um að reyna að gera allt sem þeir geta til þess að flýta fyrir slíkri lagasetningu þegar þing kemur saman á ný í byrjun september og áður en því verður svo frestað rúmri viku síðar. Frumvarpið fæli það í sér að Bretland myndi ekki ganga úr ESB þann 31. október eins og nú er stefnt að ef ríkisstjórn Johnson nær ekki samningi við sambandið um útgönguna.Einræðistilburðir og árás á lýðræðið Ákvörðun Johnson um að fresta þingi hefur verið harðlega gagnrýnd í dag. Er talið að með þingfrestun sé forsætisráðherrann að reyna að koma í veg fyrir að neðri deild þingsins geti samþykkt lög sem ætlað væri að stöðva Brexit án samnings. Hefur Johnson verið sakaður um að einræðistilburði, ákvörðunin sögð árás á lýðræðið, svívirða við stjórnarskrána og líkt við valdarán. Hundruð komu saman í miðborg London til mótmæla í kvöld og þá hafa á nokkrum klukkutímum safnast yfir milljón undirskriftir á undirskriftalista þar sem þingfrestuninni er mótmælt. Johnson hefur neitað því að með frestun á þingstörfum sé hann að gera tilraun til þess að koma í veg fyrir lagasetningu sem myndi taka fyrir samningslaust Brexit. Vikurnar fimm muni nýtast ríkisstjórn hans til þess að undirbúa mikilvæg innanríkismál á borð við fjármögnun heilbrigðiskerfisins og hvernig berjast eigi gegn glæpum. Johnson hefur sagt að markmið hans í ríkisstjórn sé að Brexit verði að veruleika þann 31. október. Því markmiði ætli hann að ná ella deyja. Verði ekki búið að ná samningum við ESB um útgönguna er forsætisráðherrann tilbúinn til að þess að ganga úr sambandinu án samnings.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir „Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“ Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. 28. ágúst 2019 21:30 Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
„Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“ Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. 28. ágúst 2019 21:30
Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna