Hvert á að stefna í bankamálum? Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 29. ágúst 2019 09:30 Þeir flokkar sem standa að núverandi ríkisstjórn hafa lýst þeim einlæga ásetningi sínum að selja þá tvo banka sem nú eru í eigu ríkisins til einkaaðila. Seint verður sagt að stjórnin gangi í takt við þjóðina í þessu máli því yfirgnæfandi meirihluti hennar hefur lýst eindreginni andstöðu við slíkan gerning í skoðanakönnunum. Sporin hræða á þeim bæ þótt þau geri það ekki í stjórnarráðinu eða á þingi. Ein aðalröksemd einkavæðingarflokkanna fyrir sölunni er að það muni verða svo miklar breytingar á bankastarfsemi á næstu árum að eins gott sé að losna við bankana sem fyrst meðan þeir séu einhvers virði. Þegar hins vegar er spurt hverjar þessar breytingar séu vefst mönnum tunga um háls og verður fátt um svör. Það næsta sem ég hef komist við að fá svör við þessari spurningu er að bráðum verði hægt að framkvæma allar bankaaðgerðir gegnum einhver snjalltæki með öppum eða einhverju slíku. Undirritaður man þá tíð að eitt algengasta greiðsluform fólks í almennum viðskiptum voru ávísanir. Allir gengu með ávísanahefti í veskinu og skrifuðu ávísanir þegar þeir keyptu í matinn. Síðustu helgi í mánuði „gúmmuðu“ menn svo grimmt innistæðulausum ávísunum á börum bæjarins í þeirri von að þær færu ekki inn í bankann fyrr en eftir mánaðamót. Ávísanirnar eru nú því sem næst horfnar úr almennum viðskiptum. Þar á undan þurftu menn að fara í bankann og taka út þá peninga hjá gjaldkera sem þeir töldu að þeir þyrftu að nota á næstunni. Núna borga menn með appi í símanum sínum. Grunnstarfsemi bankanna gagnvart almenningi hefur hins vegar ekkert breyst síðan þeir komu fram í núverandi mynd á 14. og 15. öld, það er að segja að taka við innlánum frá fólki og lána þeim sem þurfa á lánum að halda. Vandséð er að einhver öpp muni breyta þeirri starfsemi frekar en ávísanaheftin hér áður fyrr en kannski geta stjórnmálamennirnir upplýst okkur um það. Það má vissulega færa rök fyrir því að óþarfi sé að ríkið eigi tvo banka en það væri full ástæða til að ríkið ætti og ræki einn banka sem gegndi nákvæmlega því hlutverki sem lýst var hér að framan, tæki við innlánum launafólks og lánaði fé ef viðskiptavinirnir þyrftu að endurnýja eldhúsinnréttinguna, bílinn eða stækka við sig íbúðina. Bankinn gæti líka sinnt litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þessi banki hefði einnig þann stóra kost að innlán væru ríkistryggð upp að vissu marki þannig að lítil hætta væri á að þau Jón og Gunna sem eiga aura í bankanum töpuðu þeim í einhverjum hamförum á fjármálamörkuðum. Aðrar fjármálastofnanir mættu svo gjarnan vera í einkaeign og þar gætu banksterar, hrunkvöðlar, útrásarvíkingar og annar óþjóðalýður látið öllum illum látum án þess að það kæmi við okkur hin. Ríkisbankinn yrði hins vegar íhaldsöm og varkár fjármálastofnun sem hefði meiri áhuga á Jónu Jóns en Dow Jones. Ég þykist þess fullviss að þessar hugmyndir muni falla í grýttan jarðveg hjá einkavæðingarflokkunum í stjórn og stjórnarandstöðu og því er rétt að spyrja forystumenn ASÍ, Eflingar, VR og BSRB: „Er ekki kominn tími til að endurreisa Sparisjóð alþýðu?“Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir flokkar sem standa að núverandi ríkisstjórn hafa lýst þeim einlæga ásetningi sínum að selja þá tvo banka sem nú eru í eigu ríkisins til einkaaðila. Seint verður sagt að stjórnin gangi í takt við þjóðina í þessu máli því yfirgnæfandi meirihluti hennar hefur lýst eindreginni andstöðu við slíkan gerning í skoðanakönnunum. Sporin hræða á þeim bæ þótt þau geri það ekki í stjórnarráðinu eða á þingi. Ein aðalröksemd einkavæðingarflokkanna fyrir sölunni er að það muni verða svo miklar breytingar á bankastarfsemi á næstu árum að eins gott sé að losna við bankana sem fyrst meðan þeir séu einhvers virði. Þegar hins vegar er spurt hverjar þessar breytingar séu vefst mönnum tunga um háls og verður fátt um svör. Það næsta sem ég hef komist við að fá svör við þessari spurningu er að bráðum verði hægt að framkvæma allar bankaaðgerðir gegnum einhver snjalltæki með öppum eða einhverju slíku. Undirritaður man þá tíð að eitt algengasta greiðsluform fólks í almennum viðskiptum voru ávísanir. Allir gengu með ávísanahefti í veskinu og skrifuðu ávísanir þegar þeir keyptu í matinn. Síðustu helgi í mánuði „gúmmuðu“ menn svo grimmt innistæðulausum ávísunum á börum bæjarins í þeirri von að þær færu ekki inn í bankann fyrr en eftir mánaðamót. Ávísanirnar eru nú því sem næst horfnar úr almennum viðskiptum. Þar á undan þurftu menn að fara í bankann og taka út þá peninga hjá gjaldkera sem þeir töldu að þeir þyrftu að nota á næstunni. Núna borga menn með appi í símanum sínum. Grunnstarfsemi bankanna gagnvart almenningi hefur hins vegar ekkert breyst síðan þeir komu fram í núverandi mynd á 14. og 15. öld, það er að segja að taka við innlánum frá fólki og lána þeim sem þurfa á lánum að halda. Vandséð er að einhver öpp muni breyta þeirri starfsemi frekar en ávísanaheftin hér áður fyrr en kannski geta stjórnmálamennirnir upplýst okkur um það. Það má vissulega færa rök fyrir því að óþarfi sé að ríkið eigi tvo banka en það væri full ástæða til að ríkið ætti og ræki einn banka sem gegndi nákvæmlega því hlutverki sem lýst var hér að framan, tæki við innlánum launafólks og lánaði fé ef viðskiptavinirnir þyrftu að endurnýja eldhúsinnréttinguna, bílinn eða stækka við sig íbúðina. Bankinn gæti líka sinnt litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þessi banki hefði einnig þann stóra kost að innlán væru ríkistryggð upp að vissu marki þannig að lítil hætta væri á að þau Jón og Gunna sem eiga aura í bankanum töpuðu þeim í einhverjum hamförum á fjármálamörkuðum. Aðrar fjármálastofnanir mættu svo gjarnan vera í einkaeign og þar gætu banksterar, hrunkvöðlar, útrásarvíkingar og annar óþjóðalýður látið öllum illum látum án þess að það kæmi við okkur hin. Ríkisbankinn yrði hins vegar íhaldsöm og varkár fjármálastofnun sem hefði meiri áhuga á Jónu Jóns en Dow Jones. Ég þykist þess fullviss að þessar hugmyndir muni falla í grýttan jarðveg hjá einkavæðingarflokkunum í stjórn og stjórnarandstöðu og því er rétt að spyrja forystumenn ASÍ, Eflingar, VR og BSRB: „Er ekki kominn tími til að endurreisa Sparisjóð alþýðu?“Höfundur er kennari.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun