Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 14:58 Richard Gere er mjög gagnrýninn á ítölsk stjórnvöld vegna innflytjendastefnu. AP/Valerio Nicolosi Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. Hann sagði ríkið þurfa að hætta að skrímslavæða fólk.Gere sýnir flóttafólki mynd af kornabarni sínu.APGere fór um borð í skipið á föstudag og flutti með sér birgðir fyrir fólkið sem hafði ekki komist í land í meira en viku.Sjá einnig: Richard Gere færði flóttafólki birgðir eftir viku kyrrsetuMatteo Salvini, varaforsætisráðherra Ítalíu, svaraði Gere og sagði hann eiga að taka flóttamennina 160 aftur til Hollywood. Gere, sem heimsótti Open Arms skipið til að sýna stuðning sinn, tók þátt í blaðamannafundi á ítölsku eyjunni Lampedusa og krafðist þess að flóttafólkið fengi að stíga á land. Hann líkti Salvini, sem er bæði aðstoðarforsætisráðherra og innanríkisráðherra og hefur ítrekað komið í veg fyrir að flóttamannaskip leggist að landi á Ítalíu, við Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir innflytjendastefnu sína.Matteo Salvini, varaforsætisráðherra Ítalíu, var harðorður í garð Gere.AP/Carmelo Imbesi„Við höfum okkar eigin vandamál með flóttafólk frá Hondúras, Salvador, Nicaragua, Mexíkó… það er mjög svipað því sem er í gangi hér,“ sagði hann og sakaði stjórnmálamenn, bæði á Ítalíu og í Bandaríkjunum, um að skrímslavæða flóttafólk. „Þetta þarf að stöðva alls staðar á plánetunni eins og skot. Og þetta mun staðna ef við segjum stopp,“ bætti hann við. Það tók Salvini ekki langan tíma að svara: „Við þökkum þessum gjafmilda milljónamæringi sem hefur áhyggjur af örlögum flóttafólksins á Open Arms: hann getur tekið allt fólkið á bátnum aftur til Hollywood á einkaþotunni sinni og leift þeim að vera í öllum einbýlishúsunum sínum. Takk fyrir Richard!“ sagði hann í yfirlýsingu. Salvini hefur komið á hömlum á að góðgerðar- og björgunarbátar flytji flóttafólk sem hefur verið bjargað á sjó til Ítalíu. Flóttamenn Hollywood Ítalía Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Sjá meira
Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. Hann sagði ríkið þurfa að hætta að skrímslavæða fólk.Gere sýnir flóttafólki mynd af kornabarni sínu.APGere fór um borð í skipið á föstudag og flutti með sér birgðir fyrir fólkið sem hafði ekki komist í land í meira en viku.Sjá einnig: Richard Gere færði flóttafólki birgðir eftir viku kyrrsetuMatteo Salvini, varaforsætisráðherra Ítalíu, svaraði Gere og sagði hann eiga að taka flóttamennina 160 aftur til Hollywood. Gere, sem heimsótti Open Arms skipið til að sýna stuðning sinn, tók þátt í blaðamannafundi á ítölsku eyjunni Lampedusa og krafðist þess að flóttafólkið fengi að stíga á land. Hann líkti Salvini, sem er bæði aðstoðarforsætisráðherra og innanríkisráðherra og hefur ítrekað komið í veg fyrir að flóttamannaskip leggist að landi á Ítalíu, við Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir innflytjendastefnu sína.Matteo Salvini, varaforsætisráðherra Ítalíu, var harðorður í garð Gere.AP/Carmelo Imbesi„Við höfum okkar eigin vandamál með flóttafólk frá Hondúras, Salvador, Nicaragua, Mexíkó… það er mjög svipað því sem er í gangi hér,“ sagði hann og sakaði stjórnmálamenn, bæði á Ítalíu og í Bandaríkjunum, um að skrímslavæða flóttafólk. „Þetta þarf að stöðva alls staðar á plánetunni eins og skot. Og þetta mun staðna ef við segjum stopp,“ bætti hann við. Það tók Salvini ekki langan tíma að svara: „Við þökkum þessum gjafmilda milljónamæringi sem hefur áhyggjur af örlögum flóttafólksins á Open Arms: hann getur tekið allt fólkið á bátnum aftur til Hollywood á einkaþotunni sinni og leift þeim að vera í öllum einbýlishúsunum sínum. Takk fyrir Richard!“ sagði hann í yfirlýsingu. Salvini hefur komið á hömlum á að góðgerðar- og björgunarbátar flytji flóttafólk sem hefur verið bjargað á sjó til Ítalíu.
Flóttamenn Hollywood Ítalía Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Sjá meira