Að fara heim Lára G. Sigurðardóttir skrifar 12. ágúst 2019 10:00 Ung stúlka fylltist ótta þegar hún tók eftir hve hendur ömmu hennar skulfu þar sem hún lagði á borð. „Amma, ertu að deyja?“ spurði hún með titrandi röddu en amman hafði gengið henni í móðurstað. Amma svaraði blíðlega: „Nei elskan mín, ég er ekki tilbúin að fara heim.“ Sagan er atburður úr lífi kennara sem ég sótti nýverið tíma hjá og vakti mig til umhugsunar. Getur verið að við séum gestir á jörð? Getur verið að hið raunverulega heimili okkar sé annað en við sjáum oft fyrir okkur? Þó við leigjum eða eigum húsnæði sem við köllum heima þá er það tímabundið. Eru okkar sönnu heimkynni í annarri vídd? George E. Vaillant sem er geðlæknir og prófessor við Harvard segir æðri mátt (spirituality) snúast um tilfinningar og félagsleg tengsl – að láta sér meira annt um mannsandann eða sálina heldur en veraldlega eða líkamlega hluti. Æðri máttur þarf ekki að vera yfirnáttúrulegt fyrirbæri heldur býr æðri máttur innra með hverju okkar. Þegar oxýtósín og endorfín slá taktinn í limbíska kerfi heilans finnum við djúpan tilgang með tilverunni. Jákvæðar tilfinningar eins og ást, umhyggja, gleði, fyrirgefning og þakklæti eru sem eldsneyti fyrir upplifun æðri máttar. Charles Darwin sagði jákvæðar tilfinningar frelsa okkur úr fjötrunum „ég og mitt“. Það gildir einu hvort æðri máttur sé hormónaspil í heilanum eða tilvist sem skilvit okkar eiga erfitt með að nema, þá er útkoman sú sama. Að trúa á æðri mátt hefur jákvæð áhrif á heilsu okkar. Trúandi því að æðri máttur sé hluti af tilveru okkar gerir í mínum huga dauðann bærilegri og þegar manns tími kemur að fara heim þá er gott að trúa að þar bíði manns kærleiksríkt heimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ung stúlka fylltist ótta þegar hún tók eftir hve hendur ömmu hennar skulfu þar sem hún lagði á borð. „Amma, ertu að deyja?“ spurði hún með titrandi röddu en amman hafði gengið henni í móðurstað. Amma svaraði blíðlega: „Nei elskan mín, ég er ekki tilbúin að fara heim.“ Sagan er atburður úr lífi kennara sem ég sótti nýverið tíma hjá og vakti mig til umhugsunar. Getur verið að við séum gestir á jörð? Getur verið að hið raunverulega heimili okkar sé annað en við sjáum oft fyrir okkur? Þó við leigjum eða eigum húsnæði sem við köllum heima þá er það tímabundið. Eru okkar sönnu heimkynni í annarri vídd? George E. Vaillant sem er geðlæknir og prófessor við Harvard segir æðri mátt (spirituality) snúast um tilfinningar og félagsleg tengsl – að láta sér meira annt um mannsandann eða sálina heldur en veraldlega eða líkamlega hluti. Æðri máttur þarf ekki að vera yfirnáttúrulegt fyrirbæri heldur býr æðri máttur innra með hverju okkar. Þegar oxýtósín og endorfín slá taktinn í limbíska kerfi heilans finnum við djúpan tilgang með tilverunni. Jákvæðar tilfinningar eins og ást, umhyggja, gleði, fyrirgefning og þakklæti eru sem eldsneyti fyrir upplifun æðri máttar. Charles Darwin sagði jákvæðar tilfinningar frelsa okkur úr fjötrunum „ég og mitt“. Það gildir einu hvort æðri máttur sé hormónaspil í heilanum eða tilvist sem skilvit okkar eiga erfitt með að nema, þá er útkoman sú sama. Að trúa á æðri mátt hefur jákvæð áhrif á heilsu okkar. Trúandi því að æðri máttur sé hluti af tilveru okkar gerir í mínum huga dauðann bærilegri og þegar manns tími kemur að fara heim þá er gott að trúa að þar bíði manns kærleiksríkt heimili.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar