Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. ágúst 2019 06:00 Gamlar lagnir og illa kortlagðar valda töfum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Reykjavíkurborg hefur tilkynnt eigendum fyrirtækja við Hverfisgötu um seinkun á framkvæmdum við endurnýjun á Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs. Skýringar sem gefnar hafa verið af hálfu borgarinnar eru meðal annars þær að verktökum gangi almennt illa að manna verk í kring um verslunarmannahelgina og því hafi lítið gerst dagana í kring um þá helgi. Ekki verði unnt að ganga um svæðið á Menningarnótt eins og til stóð og umferð verði ekki hægt að hleypa á í vikunni þar á eftir. Þá áætla Veitur að vegna rangra hæðarpunkta á frárennslisbrunni við Safnahúsið á Hverfisgötu tefjist verkið um þrjá til fjóra daga. Hluti af verkinu er að endurnýja lagnir neðanjarðar. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingastjóri hjá Veitum, segir að hingað til hafi þurft dælu til að koma skólpi frá Safnahúsinu út í fráveitukerfið í götunni. Við hönnun verksins hafi verið tekið tillit til óskar frá Safnahúsinu um breytingar á fráveitulögninni svo hún yrði sjálfrennandi. „Í framkvæmdum kemur svo í ljós að hæðarkóði á brunni, sem hönnuður fær í hendur frá Safnahúsi, er rangur og því ekki nægur halli á lögninni til að ná upp sjálfrennsli,“ útskýrir Ólöf. Því þurfi að færa tengingu Safnahússins neðar í götuna til að ná nægum halla á lögnina.Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar.Mynd/Reykjavíkurborg„Þegar þetta uppgötvast eftir að framkvæmdir hefjast og búið er að tengja lögnina er ljóst að ráðast þarf í breytingar á þessari tengingu og við erum í þeim núna. En áður en við gátum hafist handa við þær þurfti að moka ofan í skurðinn til bráðabirgða til að skapa aðgengi fyrir vinnu við aðra verkþætti; það er lagnir fyrir kalt vatn svo hægt væri að hleypa á þær á réttum tíma,“ útskýrir Ólöf. Að sögn Ólafar er áætlað að vinna við að færa tenginguna tefji heildarverkið líklegast um þrjá til fjóra daga. „En auðvitað er verið að vinna í öðrum verkþáttum á meðan,“ áréttar hún. Aðspurð um áætluð verklok segir Ólöf að farið verði yfir þann þátt á verkstöðufundi í dag. Hún bendir á að framkvæmdir í eldri hverfum geti verið erfiðar. Oft sé ekki til nægilega góð og nákvæm gögn um hvað sé undir. Mikið mál geti verið að koma niður lögnum og á sama tíma halda kerfunum gangandi. „Sem betur fer endast lagnir í jörðu yfirleitt í áratugi og því þarf mjög sjaldan að fara í framkvæmdir eins og þessar sem við erum að vinna með Reykjavíkurborg á þessum hluta Hverfisgötunnar,“ undirstrikar upplýsingafulltrúi Veitna. Heimir Heimisson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Gleipnis sem vinnur verkið fyrir Veitur og Reykjavíkurborg, vill engum spurningum svara en vísar á verkefnisstjóra hjá borginni. „Það er langbest að hann svari þessu frekar en einhver óbreyttur kálfur,“ segir Heimir. Von er á svörum um málið frá borginni í dag. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tengdar fréttir Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur tilkynnt eigendum fyrirtækja við Hverfisgötu um seinkun á framkvæmdum við endurnýjun á Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs. Skýringar sem gefnar hafa verið af hálfu borgarinnar eru meðal annars þær að verktökum gangi almennt illa að manna verk í kring um verslunarmannahelgina og því hafi lítið gerst dagana í kring um þá helgi. Ekki verði unnt að ganga um svæðið á Menningarnótt eins og til stóð og umferð verði ekki hægt að hleypa á í vikunni þar á eftir. Þá áætla Veitur að vegna rangra hæðarpunkta á frárennslisbrunni við Safnahúsið á Hverfisgötu tefjist verkið um þrjá til fjóra daga. Hluti af verkinu er að endurnýja lagnir neðanjarðar. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingastjóri hjá Veitum, segir að hingað til hafi þurft dælu til að koma skólpi frá Safnahúsinu út í fráveitukerfið í götunni. Við hönnun verksins hafi verið tekið tillit til óskar frá Safnahúsinu um breytingar á fráveitulögninni svo hún yrði sjálfrennandi. „Í framkvæmdum kemur svo í ljós að hæðarkóði á brunni, sem hönnuður fær í hendur frá Safnahúsi, er rangur og því ekki nægur halli á lögninni til að ná upp sjálfrennsli,“ útskýrir Ólöf. Því þurfi að færa tengingu Safnahússins neðar í götuna til að ná nægum halla á lögnina.Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar.Mynd/Reykjavíkurborg„Þegar þetta uppgötvast eftir að framkvæmdir hefjast og búið er að tengja lögnina er ljóst að ráðast þarf í breytingar á þessari tengingu og við erum í þeim núna. En áður en við gátum hafist handa við þær þurfti að moka ofan í skurðinn til bráðabirgða til að skapa aðgengi fyrir vinnu við aðra verkþætti; það er lagnir fyrir kalt vatn svo hægt væri að hleypa á þær á réttum tíma,“ útskýrir Ólöf. Að sögn Ólafar er áætlað að vinna við að færa tenginguna tefji heildarverkið líklegast um þrjá til fjóra daga. „En auðvitað er verið að vinna í öðrum verkþáttum á meðan,“ áréttar hún. Aðspurð um áætluð verklok segir Ólöf að farið verði yfir þann þátt á verkstöðufundi í dag. Hún bendir á að framkvæmdir í eldri hverfum geti verið erfiðar. Oft sé ekki til nægilega góð og nákvæm gögn um hvað sé undir. Mikið mál geti verið að koma niður lögnum og á sama tíma halda kerfunum gangandi. „Sem betur fer endast lagnir í jörðu yfirleitt í áratugi og því þarf mjög sjaldan að fara í framkvæmdir eins og þessar sem við erum að vinna með Reykjavíkurborg á þessum hluta Hverfisgötunnar,“ undirstrikar upplýsingafulltrúi Veitna. Heimir Heimisson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Gleipnis sem vinnur verkið fyrir Veitur og Reykjavíkurborg, vill engum spurningum svara en vísar á verkefnisstjóra hjá borginni. „Það er langbest að hann svari þessu frekar en einhver óbreyttur kálfur,“ segir Heimir. Von er á svörum um málið frá borginni í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tengdar fréttir Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Sjá meira
Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30
Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03