Múlakaffi er vinsælast hjá starfsfólki ríkisins Ari Brynjólfsson skrifar 16. ágúst 2019 06:00 Starfsmenn Múlakaffis hafa í mörg horn að líta. FBL/ANTON Múlakaffi var vinsælasti veitingastaðurinn meðal starfsmanna hins opinbera í júní. Samkvæmt tölum úr Opnum reikningum ríkisins greiddu ríkisstofnanir 3,4 milljónir króna fyrir veitingar á Múlakaffi í júní. Alls greiddi ríkið meira en 37 milljónir fyrir veitingar í júní en tölurnar voru enn að uppfærast þegar Fréttablaðið tók þær saman. Veitingar sem opinberar stofnanir kaupa eru oftast í gegnum veisluþjónustur eða hádegisverðarþjónustur. Vinsælasta hádegisverðarþjónustan er Krydd og kavíar. Stofnanir greiddu 2,5 milljónir króna fyrir mat þaðan í júní. Soho catering er í öðru sæti með tæpa milljón. Fjölmargar stofnanir kaupa mikið af ávöxtum og bakkelsi. KH veitingar, sem reka Kolabrautina og Hörpudisk í Hörpu, koma á eftir Múlakaffi, með 2,4 milljónir. Nauthóll er þriðji vinsælasti staðurinn með veitingar upp á 1,4 milljónir í júní. Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Landspítalinn eyddu mestu, en Landhelgisgæslan fór þangað oftast. Domino’s er einnig vinsæll. Hið opinbera keypti fyrir 409 þúsund krónur þar í júní. Hæsta upphæðin var 90 þúsund krónur hjá Veðurstofunni.Það er þó ekki eini vinsæli skyndibitinn. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum keypti KFC fyrir tæpar 130 þúsund krónur í júní. Er það helst Ríkislögreglustjóri, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslan, Héraðssaksóknari og Ríkissaksóknari sem borða á Múlakaffi. Ekki merkja allar stofnanir kaup á veitingum með sama bókhaldslykli. Það gerir erfitt að ná utan um umfangið. Sem dæmi notar utanríkisráðuneytið ávallt bókhaldslykil fyrir risnu ef verslað er við veitingastaði. Hið opinbera verslaði við Áfengisog tóbaksverslun ríkisins fyrir 5,2 milljónir króna í júní. Sami bókhaldslykill er reyndar notaður yfir bæði áfengi og tóbak. Fangelsismálastofnun var langstærsti kaupandinn og keypti af ÁTVR fyrir 3,8 milljónir. Þar á eftir kom utanríkisráðuneytið með kaup upp á rúmar 350 þúsund krónur. Að undanskildum Háskóla Íslands sem verslaði mörgum sinnum fyrir lágar upphæðir var það aðeins Hæstiréttur og samgönguráðuneytið sem keyptu áfengi eða tóbak í júní. Þó svo að reikningar 132 stofnana séu nú aðgengilegir á vefnum vantar stóran hluta hins opinbera. Í svari Fjársýslunnar segir að einungis sé búið að innleiða A-hluta stofnanir sem nota bókhaldskerfi ríkisins í kerfið. Nú sé unnið að því að innleiða aðrar stofnanir sem falla undir A-hluta. „Óvíst hvenær verður farið í aðra ríkishluta en A,“ segir í svarinu. Þetta þýðir að ekki eru birtir reikningar opinberra fyrirtækja á borð við Isavia, ÁTVR, LÍN og Seðlabankann. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Stjórnsýsla Veitingastaðir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Múlakaffi var vinsælasti veitingastaðurinn meðal starfsmanna hins opinbera í júní. Samkvæmt tölum úr Opnum reikningum ríkisins greiddu ríkisstofnanir 3,4 milljónir króna fyrir veitingar á Múlakaffi í júní. Alls greiddi ríkið meira en 37 milljónir fyrir veitingar í júní en tölurnar voru enn að uppfærast þegar Fréttablaðið tók þær saman. Veitingar sem opinberar stofnanir kaupa eru oftast í gegnum veisluþjónustur eða hádegisverðarþjónustur. Vinsælasta hádegisverðarþjónustan er Krydd og kavíar. Stofnanir greiddu 2,5 milljónir króna fyrir mat þaðan í júní. Soho catering er í öðru sæti með tæpa milljón. Fjölmargar stofnanir kaupa mikið af ávöxtum og bakkelsi. KH veitingar, sem reka Kolabrautina og Hörpudisk í Hörpu, koma á eftir Múlakaffi, með 2,4 milljónir. Nauthóll er þriðji vinsælasti staðurinn með veitingar upp á 1,4 milljónir í júní. Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Landspítalinn eyddu mestu, en Landhelgisgæslan fór þangað oftast. Domino’s er einnig vinsæll. Hið opinbera keypti fyrir 409 þúsund krónur þar í júní. Hæsta upphæðin var 90 þúsund krónur hjá Veðurstofunni.Það er þó ekki eini vinsæli skyndibitinn. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum keypti KFC fyrir tæpar 130 þúsund krónur í júní. Er það helst Ríkislögreglustjóri, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslan, Héraðssaksóknari og Ríkissaksóknari sem borða á Múlakaffi. Ekki merkja allar stofnanir kaup á veitingum með sama bókhaldslykli. Það gerir erfitt að ná utan um umfangið. Sem dæmi notar utanríkisráðuneytið ávallt bókhaldslykil fyrir risnu ef verslað er við veitingastaði. Hið opinbera verslaði við Áfengisog tóbaksverslun ríkisins fyrir 5,2 milljónir króna í júní. Sami bókhaldslykill er reyndar notaður yfir bæði áfengi og tóbak. Fangelsismálastofnun var langstærsti kaupandinn og keypti af ÁTVR fyrir 3,8 milljónir. Þar á eftir kom utanríkisráðuneytið með kaup upp á rúmar 350 þúsund krónur. Að undanskildum Háskóla Íslands sem verslaði mörgum sinnum fyrir lágar upphæðir var það aðeins Hæstiréttur og samgönguráðuneytið sem keyptu áfengi eða tóbak í júní. Þó svo að reikningar 132 stofnana séu nú aðgengilegir á vefnum vantar stóran hluta hins opinbera. Í svari Fjársýslunnar segir að einungis sé búið að innleiða A-hluta stofnanir sem nota bókhaldskerfi ríkisins í kerfið. Nú sé unnið að því að innleiða aðrar stofnanir sem falla undir A-hluta. „Óvíst hvenær verður farið í aðra ríkishluta en A,“ segir í svarinu. Þetta þýðir að ekki eru birtir reikningar opinberra fyrirtækja á borð við Isavia, ÁTVR, LÍN og Seðlabankann.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Stjórnsýsla Veitingastaðir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira