Vinafundur Davíð Stefánsson skrifar 19. ágúst 2019 07:00 Það fór vel á því að sækja í Hávamál yfirskrift fyrir formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Í Konungsbók Eddukvæða segir „en til góðs vinar liggja gagnvegir, þótt hann sé firr farinn“. Það er alltaf stutt – gagnvegur – til góðs vinar. Í vikunni sækja góðir vinir Ísland heim. Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, funda hér í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Með á fundum verða leiðtogar Álandseyja og Grænlands. Leiðtogarnir ætla að fjalla um nýja framtíðarsýn fyrir norræna samvinnu, umhverfismál, stöðu mannréttinda, norðurslóðir og öryggismál. Sérstaklega er horft til aukins samstarf Norðurlanda og Þýskalands. Norrænt samstarf er okkur mikilvægt. Við getum nánast óhindrað fært okkur á milli landa, til náms, starfa eða atvinnureksturs. Þjóðirnar eru aufúsugestir hver hjá annarri. Það sést á þeim 30 þúsund Íslendingum sem búa á Norðurlöndum og tæpum tvö þúsund Norðurlandabúum sem búa hér. Samstarfið nær inn í nánast öll svið mannlífsins hér. Það hefur staðið svo lengi og svo mikill árangur náðst, að við erum jafnvel hætt að taka eftir því. En samvinna norrænna þjóða er ekki sjálfgefin. Hún er niðurstaða sameiginlegra ákvarðana þjóðanna um náið samtal, virðingu og vináttu. Þetta samstarf frændþjóðanna sést í starfsemi Norðurlandaráðs, sem er þingmannavettvangur í norrænu samstarfi. Það sést einnig í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar, samstarfsvettvangs norrænu ríkisstjórnanna. Í öllum ríkjunum eru reknar samnorrænar upplýsingaskrifstofur, vinnumiðlanir og þjónustur, til að mynda um norrænar rannsóknir. Samstarfið byggir á sögulegum og menningarlegum tengslum þar sem við deilum grunngildum og hagsmunum. Norðurlöndin eru svæði mikils efnahagsstyrks og ríks félagsauðs þar sem allir eiga rétt á að njóta sín. Við sjáum ekki andstæður í öflugri velferð og þróttmiklu atvinnulífi. Við trúum því að brýr séu betri en múrar, að fjölbreytileiki sé styrkur en ekki vanmáttur, og að jafnrétti sé ekki bara réttlætismál heldur afbragðs efnahagsstefna. Við eflum nýsköpun til ábata fyrir náttúru og kröftugt athafnalíf. Við stöndum vörð um lýðræði, réttarríki og mannréttindi. En gagnvegir okkar liggja ekki bara inn á við heldur líka út í heim. Þótt norrænu ríkin teljast smá á heimsmælikvarða hafa þau gott alþjóðlegt orðspor. Saman hafa Norðurlönd lagt sitt af mörkum til alþjóðasamstarfs í þágu friðar, öryggis og umhverfisverndar. Þýskaland er vinaþjóð. Það er því sérstök ástæða til að fagna komu Angelu Merkel kanslara. Norðurlöndin eiga að vinna þétt með Þýskalandi til að takast á við áskoranir óróatíma á alþjóðavettvangi. Það á ekki síst við um varnar- og öryggismál. Saman geta ríkin veitt viðspyrnu þegar sótt er að alþjóðalögum og viðskiptafrelsi. Sterk grunngildi þjóðanna eiga erindi nú þegar öfga- og einangrunaröflum vex ásmegin og lítið er gert úr grundvallarreglum lýðræðis og réttarríkis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Utanríkismál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það fór vel á því að sækja í Hávamál yfirskrift fyrir formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Í Konungsbók Eddukvæða segir „en til góðs vinar liggja gagnvegir, þótt hann sé firr farinn“. Það er alltaf stutt – gagnvegur – til góðs vinar. Í vikunni sækja góðir vinir Ísland heim. Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, funda hér í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Með á fundum verða leiðtogar Álandseyja og Grænlands. Leiðtogarnir ætla að fjalla um nýja framtíðarsýn fyrir norræna samvinnu, umhverfismál, stöðu mannréttinda, norðurslóðir og öryggismál. Sérstaklega er horft til aukins samstarf Norðurlanda og Þýskalands. Norrænt samstarf er okkur mikilvægt. Við getum nánast óhindrað fært okkur á milli landa, til náms, starfa eða atvinnureksturs. Þjóðirnar eru aufúsugestir hver hjá annarri. Það sést á þeim 30 þúsund Íslendingum sem búa á Norðurlöndum og tæpum tvö þúsund Norðurlandabúum sem búa hér. Samstarfið nær inn í nánast öll svið mannlífsins hér. Það hefur staðið svo lengi og svo mikill árangur náðst, að við erum jafnvel hætt að taka eftir því. En samvinna norrænna þjóða er ekki sjálfgefin. Hún er niðurstaða sameiginlegra ákvarðana þjóðanna um náið samtal, virðingu og vináttu. Þetta samstarf frændþjóðanna sést í starfsemi Norðurlandaráðs, sem er þingmannavettvangur í norrænu samstarfi. Það sést einnig í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar, samstarfsvettvangs norrænu ríkisstjórnanna. Í öllum ríkjunum eru reknar samnorrænar upplýsingaskrifstofur, vinnumiðlanir og þjónustur, til að mynda um norrænar rannsóknir. Samstarfið byggir á sögulegum og menningarlegum tengslum þar sem við deilum grunngildum og hagsmunum. Norðurlöndin eru svæði mikils efnahagsstyrks og ríks félagsauðs þar sem allir eiga rétt á að njóta sín. Við sjáum ekki andstæður í öflugri velferð og þróttmiklu atvinnulífi. Við trúum því að brýr séu betri en múrar, að fjölbreytileiki sé styrkur en ekki vanmáttur, og að jafnrétti sé ekki bara réttlætismál heldur afbragðs efnahagsstefna. Við eflum nýsköpun til ábata fyrir náttúru og kröftugt athafnalíf. Við stöndum vörð um lýðræði, réttarríki og mannréttindi. En gagnvegir okkar liggja ekki bara inn á við heldur líka út í heim. Þótt norrænu ríkin teljast smá á heimsmælikvarða hafa þau gott alþjóðlegt orðspor. Saman hafa Norðurlönd lagt sitt af mörkum til alþjóðasamstarfs í þágu friðar, öryggis og umhverfisverndar. Þýskaland er vinaþjóð. Það er því sérstök ástæða til að fagna komu Angelu Merkel kanslara. Norðurlöndin eiga að vinna þétt með Þýskalandi til að takast á við áskoranir óróatíma á alþjóðavettvangi. Það á ekki síst við um varnar- og öryggismál. Saman geta ríkin veitt viðspyrnu þegar sótt er að alþjóðalögum og viðskiptafrelsi. Sterk grunngildi þjóðanna eiga erindi nú þegar öfga- og einangrunaröflum vex ásmegin og lítið er gert úr grundvallarreglum lýðræðis og réttarríkis.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun