Hvalir hafa varla sést í Eyjafirði í heilan mánuð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. ágúst 2019 06:00 Hnúfubakar hafa verið sjaldséðir í Eyjafirði undanfarið. fréttablaðið/Vilhelm „Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Tess Hudson sem sér um hvalarannsóknir hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Ambassador á Akureyri. Undanfarinn mánuð hafa mjög fáir hvalir sést í Eyjafirði. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað er að gerast í lífríkinu en það hefur verið miklu minni fiskur og áta í firðinum undanfarið.“ Tess segir að í fyrra hafi komið tveggja vikna tímabil þar sem hvalirnir héldu sig utar í firðinum en sú lægð hafi verið mun minni. Þeir hvalir sem þó sjást halda sig aðallega nyrst í firðinum að sögn Tess. Merktir hvalir sem Ambassador fylgist með hafa farið bæði vestur og austur fyrir Eyjafjörð til að finna æti. Sumir alla leið til Grænlands. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Akureyri til þess að fara í hvalaskoðun og um 200 skemmtiferðaskip koma þar við. Til að bregðast við þessu hruni sigla skip Ambassadors mun lengra norður og ferðirnar lengjast samkvæmt því eða þau sigla frá Dalvík. Þá sjást enn þá stundum litlir hvalir eins og hrefnur og höfrungar. Sömu sögu er að segja af öðrum hvalaskoðunarfyrirtækjum. Norðursigling frá Húsavík hefur haft aðstöðu á Hjalteyri í Eyjafirði, þar sem flestir hvalir hafa haldið sig undanfarin ár. Þeir sigla nú ekki þaðan og beina gestum til Húsavíkur þar sem nóg hefur verið af hval í Skjálfanda. Ekki náðist í forsvarsmenn Eldingar en í svari fyrirtækisins á Tripadvisor sést að lítið hefur sést til hvala undanfarið. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Dýr Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Tess Hudson sem sér um hvalarannsóknir hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Ambassador á Akureyri. Undanfarinn mánuð hafa mjög fáir hvalir sést í Eyjafirði. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað er að gerast í lífríkinu en það hefur verið miklu minni fiskur og áta í firðinum undanfarið.“ Tess segir að í fyrra hafi komið tveggja vikna tímabil þar sem hvalirnir héldu sig utar í firðinum en sú lægð hafi verið mun minni. Þeir hvalir sem þó sjást halda sig aðallega nyrst í firðinum að sögn Tess. Merktir hvalir sem Ambassador fylgist með hafa farið bæði vestur og austur fyrir Eyjafjörð til að finna æti. Sumir alla leið til Grænlands. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Akureyri til þess að fara í hvalaskoðun og um 200 skemmtiferðaskip koma þar við. Til að bregðast við þessu hruni sigla skip Ambassadors mun lengra norður og ferðirnar lengjast samkvæmt því eða þau sigla frá Dalvík. Þá sjást enn þá stundum litlir hvalir eins og hrefnur og höfrungar. Sömu sögu er að segja af öðrum hvalaskoðunarfyrirtækjum. Norðursigling frá Húsavík hefur haft aðstöðu á Hjalteyri í Eyjafirði, þar sem flestir hvalir hafa haldið sig undanfarin ár. Þeir sigla nú ekki þaðan og beina gestum til Húsavíkur þar sem nóg hefur verið af hval í Skjálfanda. Ekki náðist í forsvarsmenn Eldingar en í svari fyrirtækisins á Tripadvisor sést að lítið hefur sést til hvala undanfarið.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Dýr Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira