Allt að 86 vindmyllur í pípunum Sigurður Páll Jónsson skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Fjárfestar fara mikinn á Íslandi um þessar mundir og hver áætlunin á fætur annarri skýtur upp kollinum um vindmyllugarða eða smávirkjanir þar sem beisla á sem mest af þeirri orku sem landið okkar fagra hefur upp á að bjóða. Nú síðast voru það 27 vindmyllur sem setja á upp í landi Sólheima í Laxárdal og eiga lægstu myllurnar að tróna í 150 metra hæð eða rúmlega á við tvöfalda Hallgrímskirkju. Þær vindmyllur bætast þá við þær 59 vindmyllur sem fyrirhugað er að rísi á Garpsdal og Hróðnýjarstöðum. Íslendingar eru óvanir vindmyllum nema þá frá útlöndum enda hefur ekki mikið farið fyrir þeim á Íslandi nema sem hluti af tilraunaverkefnum. Sú staðreynd að nú séu 86 vindmyllur í pípunum kann því að vekja furðu og margur veltir því eflaust fyrir sér hvers vegna þessi mikli áhugi hefur nú vaknað sem aldrei hefur verið fyrr. Þar kemur hinn snjalli fjárfestir við sögu og hvernig hann tengir saman pólitíkina á Íslandi og fjárfestingarmöguleika og fær út mikinn hagnað. Markmiðið með fjárfestingum er að þær séu arðbærar og skili sem mestum hagnaði til fjármagnseigenda. Það eru vissulega margar leiðir til að ná því markmiði, veita örugg lán, kaupa frambærileg fyrirtæki eða fjárfesta í innviðum landa eins og orkuauðlindum. Kosturinn við orkuauðlindirnar er hins vegar að þær eru örugg fjárfesting þar sem erfitt getur reynst fyrir heimilin að búa við orkuskort. Ekki komumst við hjá því að elda eða þvo þvott til lengri tíma og flest okkar myndu fljótt sjá eftir aðgangi að tölvu, interneti, farsíma og jafnvel rafmagnsbíl. Það sem taka verður þó inn í reikninginn er að á Íslandi hefur orkuverð alla tíð verið nokkuð lágt í samanburði við önnur lönd. Það hefur því ekki reynst ábatasamt að fjárfesta í orkuframleiðslu hér á landi þar sem virkjanir og vindmyllur eru dýrar og því hefur það tekið langan tíma að greiða upp þann kostnað áður en fjárfestar fara að sjá hagnað. En nú hefur orðið breyting á og skyndilega vilja fjárfestar meina að nú sé lag að setja háar upphæðir í virkjanir og vindmyllur. Meira að segja norsku sveitarfélögin hafa í hyggju að eyða, að þeirra sögn, verulegum fjármunum til rannsókna á vindaðstæðum á Íslandi. En hvers vegna núna? Þær breytingar sem eru fyrirsjáanlegar og nýtilkomnar hvað orkumálin varðar eru jú þriðji orkupakkinn og því er eðlilegt að velta fyrir sér hvort hann hafi eitthvað með málið að gera. Með þriðja orkupakkanum er auðvelt að sjá fyrir sér að orkuverð muni hækka því leiða má líkur að því að sæstrengur sé á döfinni, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að hinn breski fjárfestir Edmund Truell segist vera tilbúinn með fjármagn til að leggja sæstreng og Landsvirkjun sjálf hefur sýnt mikinn áhuga á sæstreng. Með þriðja orkupakkanum verður áhugaverðara fyrir fjárfesta að leggja sæstreng þar sem orkupakkinn stækkar orkumarkaðinn sem verið er að tengja Ísland við, nánast öll Evrópa, og eftir orkupakkann gildir samevrópsk löggjöf í stað þeirrar íslensku í orkumálum. Þetta tvennt gildir hins vegar ekki fyrir samþykki þriðja orkupakkans og því er eðlilegt að hvorki áhugi á virkjunum eða sæstreng hafi verið jafn mikill fyrr og hann er nú. Það eru nefnilega ýmsar hliðar á orkupakkanum sem vert er að velta upp. Hliðar sem hafa ef til vill ekki verið nógu mikið í umræðunni. Þriðji orkupakkinn hvetur til frekari virkjana og við getum vel búist við að ef orkupakkinn verður samþykktur og fyrirætlanir um sæstreng verða að raunveruleika, aukist áhuginn á því að virkja sprænur og setja upp vindmyllur enn frekar. Viljum við að auðmenn nýti sér landið okkar til að græða á orkunni? Viljum við hærra rafmagnsverð? Heimilin í landinu nota ekki nema um 5% af þeirri orku sem Landsvirkjun framleiðir. Við verðum því að spyrja okkur, fyrir hvern er verið að virkja? Hver vindmylla veldur sjónmengun upp á tugi kílómetra. Þessa umræðu þarf að taka. Við þurfum að bregðast við áður en það er orðið of seint.Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Fjárfestar fara mikinn á Íslandi um þessar mundir og hver áætlunin á fætur annarri skýtur upp kollinum um vindmyllugarða eða smávirkjanir þar sem beisla á sem mest af þeirri orku sem landið okkar fagra hefur upp á að bjóða. Nú síðast voru það 27 vindmyllur sem setja á upp í landi Sólheima í Laxárdal og eiga lægstu myllurnar að tróna í 150 metra hæð eða rúmlega á við tvöfalda Hallgrímskirkju. Þær vindmyllur bætast þá við þær 59 vindmyllur sem fyrirhugað er að rísi á Garpsdal og Hróðnýjarstöðum. Íslendingar eru óvanir vindmyllum nema þá frá útlöndum enda hefur ekki mikið farið fyrir þeim á Íslandi nema sem hluti af tilraunaverkefnum. Sú staðreynd að nú séu 86 vindmyllur í pípunum kann því að vekja furðu og margur veltir því eflaust fyrir sér hvers vegna þessi mikli áhugi hefur nú vaknað sem aldrei hefur verið fyrr. Þar kemur hinn snjalli fjárfestir við sögu og hvernig hann tengir saman pólitíkina á Íslandi og fjárfestingarmöguleika og fær út mikinn hagnað. Markmiðið með fjárfestingum er að þær séu arðbærar og skili sem mestum hagnaði til fjármagnseigenda. Það eru vissulega margar leiðir til að ná því markmiði, veita örugg lán, kaupa frambærileg fyrirtæki eða fjárfesta í innviðum landa eins og orkuauðlindum. Kosturinn við orkuauðlindirnar er hins vegar að þær eru örugg fjárfesting þar sem erfitt getur reynst fyrir heimilin að búa við orkuskort. Ekki komumst við hjá því að elda eða þvo þvott til lengri tíma og flest okkar myndu fljótt sjá eftir aðgangi að tölvu, interneti, farsíma og jafnvel rafmagnsbíl. Það sem taka verður þó inn í reikninginn er að á Íslandi hefur orkuverð alla tíð verið nokkuð lágt í samanburði við önnur lönd. Það hefur því ekki reynst ábatasamt að fjárfesta í orkuframleiðslu hér á landi þar sem virkjanir og vindmyllur eru dýrar og því hefur það tekið langan tíma að greiða upp þann kostnað áður en fjárfestar fara að sjá hagnað. En nú hefur orðið breyting á og skyndilega vilja fjárfestar meina að nú sé lag að setja háar upphæðir í virkjanir og vindmyllur. Meira að segja norsku sveitarfélögin hafa í hyggju að eyða, að þeirra sögn, verulegum fjármunum til rannsókna á vindaðstæðum á Íslandi. En hvers vegna núna? Þær breytingar sem eru fyrirsjáanlegar og nýtilkomnar hvað orkumálin varðar eru jú þriðji orkupakkinn og því er eðlilegt að velta fyrir sér hvort hann hafi eitthvað með málið að gera. Með þriðja orkupakkanum er auðvelt að sjá fyrir sér að orkuverð muni hækka því leiða má líkur að því að sæstrengur sé á döfinni, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að hinn breski fjárfestir Edmund Truell segist vera tilbúinn með fjármagn til að leggja sæstreng og Landsvirkjun sjálf hefur sýnt mikinn áhuga á sæstreng. Með þriðja orkupakkanum verður áhugaverðara fyrir fjárfesta að leggja sæstreng þar sem orkupakkinn stækkar orkumarkaðinn sem verið er að tengja Ísland við, nánast öll Evrópa, og eftir orkupakkann gildir samevrópsk löggjöf í stað þeirrar íslensku í orkumálum. Þetta tvennt gildir hins vegar ekki fyrir samþykki þriðja orkupakkans og því er eðlilegt að hvorki áhugi á virkjunum eða sæstreng hafi verið jafn mikill fyrr og hann er nú. Það eru nefnilega ýmsar hliðar á orkupakkanum sem vert er að velta upp. Hliðar sem hafa ef til vill ekki verið nógu mikið í umræðunni. Þriðji orkupakkinn hvetur til frekari virkjana og við getum vel búist við að ef orkupakkinn verður samþykktur og fyrirætlanir um sæstreng verða að raunveruleika, aukist áhuginn á því að virkja sprænur og setja upp vindmyllur enn frekar. Viljum við að auðmenn nýti sér landið okkar til að græða á orkunni? Viljum við hærra rafmagnsverð? Heimilin í landinu nota ekki nema um 5% af þeirri orku sem Landsvirkjun framleiðir. Við verðum því að spyrja okkur, fyrir hvern er verið að virkja? Hver vindmylla veldur sjónmengun upp á tugi kílómetra. Þessa umræðu þarf að taka. Við þurfum að bregðast við áður en það er orðið of seint.Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun