Ekki talið að eldurinn hafi komið upp með saknæmum hætti Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. ágúst 2019 10:34 Hér sést umfang tjónsins að Fornubúðum vel. Vísir/Frikki Rannsókn er hafin á því hvers vegna mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði að Fórnubúðum í Hafnarfirði í gær. Altjón varð hjá tveimur fyrirtækjum í húsinu sem hleypur á hundruðum milljóna. Ekkert bendir til þess að eldurinn hafi komið upp með saknæmum hætti. Slökkvistarfi að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði lauk formlega um klukkan ellefu í gærkvöldi og afhenti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lögreglu vettvanginn í kjölfarið. Slökkvistarf tók um tuttugu klukkustundir og á sjötta tug slökkviliðsmanna tóku þátt. Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun nú ráðast í vettvangsrannsókn. Mikið verk er fyrir höndum að ráða fram úr hvers vegna eldurinn kom upp en stórvirk vinnuvél var fengin til þess að rjúfa þak byggingarinnar til þess að auðvelda slökkvistarf.Slökkvistarf tók um tuttugu klukkustundir.Vísir/Jói K.Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fer fyrir rannsókn málsins. Hann segir í samtali við fréttastofu að gagnaöflun sé í fullum gangi. Rætt verði við vitni auk þess að lögreglan á von á að fá afrit af upptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu. Inntur eftir því grunur sé um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað segir Helgi svo ekki vera. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að slökkviliðsmenn hafi áttað sig á því strax í gær að brunahólfun hússins hafi verið ábótavant þar sem eldurnn hafði náð deifa úr sér á skömmum tíma. Tjónið í brunanum í gær er talið hlaupa á hundruðum milljóna hjá þremur fyrirtækjum sem voru með starfsemi í húsinu. Tjónið varð að öllum líkindum minnst hjá Fiskmarkaði Suðurlands, en slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn náði þangað. Tjónið þar er mest vegna hita, reyks og vatns. Hjá hinum fyrirtækjunum, IC Core og IP-dreifingu varð altjón. Fjórða fyrirtækið Járnaborg, áformaði að hefja starfsemi í húsinu í dag en ljóst er að ekkert verði af því. Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir „Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06 Brunavarnir hússins í ólagi Tugir slökkviliðsmanna hafa unnið sleitulaust að því í meira en hálfan sólarhring að slökkva mikinn eld sem kom upp í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í nótt. Nokkrar klukkustundir tók að ná yfirhöndinni á eldinum en gott veður átti þátt í því að það tókst. 31. júlí 2019 20:00 Búið að afhenda lögreglu brunavettvang Formlegu slökkvistarfi lauk um ellefu leytið í kvöld. 31. júlí 2019 23:46 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rannsókn er hafin á því hvers vegna mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði að Fórnubúðum í Hafnarfirði í gær. Altjón varð hjá tveimur fyrirtækjum í húsinu sem hleypur á hundruðum milljóna. Ekkert bendir til þess að eldurinn hafi komið upp með saknæmum hætti. Slökkvistarfi að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði lauk formlega um klukkan ellefu í gærkvöldi og afhenti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lögreglu vettvanginn í kjölfarið. Slökkvistarf tók um tuttugu klukkustundir og á sjötta tug slökkviliðsmanna tóku þátt. Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun nú ráðast í vettvangsrannsókn. Mikið verk er fyrir höndum að ráða fram úr hvers vegna eldurinn kom upp en stórvirk vinnuvél var fengin til þess að rjúfa þak byggingarinnar til þess að auðvelda slökkvistarf.Slökkvistarf tók um tuttugu klukkustundir.Vísir/Jói K.Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fer fyrir rannsókn málsins. Hann segir í samtali við fréttastofu að gagnaöflun sé í fullum gangi. Rætt verði við vitni auk þess að lögreglan á von á að fá afrit af upptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu. Inntur eftir því grunur sé um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað segir Helgi svo ekki vera. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að slökkviliðsmenn hafi áttað sig á því strax í gær að brunahólfun hússins hafi verið ábótavant þar sem eldurnn hafði náð deifa úr sér á skömmum tíma. Tjónið í brunanum í gær er talið hlaupa á hundruðum milljóna hjá þremur fyrirtækjum sem voru með starfsemi í húsinu. Tjónið varð að öllum líkindum minnst hjá Fiskmarkaði Suðurlands, en slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn náði þangað. Tjónið þar er mest vegna hita, reyks og vatns. Hjá hinum fyrirtækjunum, IC Core og IP-dreifingu varð altjón. Fjórða fyrirtækið Járnaborg, áformaði að hefja starfsemi í húsinu í dag en ljóst er að ekkert verði af því.
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir „Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06 Brunavarnir hússins í ólagi Tugir slökkviliðsmanna hafa unnið sleitulaust að því í meira en hálfan sólarhring að slökkva mikinn eld sem kom upp í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í nótt. Nokkrar klukkustundir tók að ná yfirhöndinni á eldinum en gott veður átti þátt í því að það tókst. 31. júlí 2019 20:00 Búið að afhenda lögreglu brunavettvang Formlegu slökkvistarfi lauk um ellefu leytið í kvöld. 31. júlí 2019 23:46 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06
Brunavarnir hússins í ólagi Tugir slökkviliðsmanna hafa unnið sleitulaust að því í meira en hálfan sólarhring að slökkva mikinn eld sem kom upp í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í nótt. Nokkrar klukkustundir tók að ná yfirhöndinni á eldinum en gott veður átti þátt í því að það tókst. 31. júlí 2019 20:00
Búið að afhenda lögreglu brunavettvang Formlegu slökkvistarfi lauk um ellefu leytið í kvöld. 31. júlí 2019 23:46
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent