Tollkvóti fyrir lambahryggi ekki opnaður Birgir Olgeirsson skrifar 1. ágúst 2019 15:57 Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur ákveðið að leggja ekki til við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að opna tollkvóta fyrir lambahryggi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu en þar segir að rannsókn nefndarinnar undanfarna daga hafi leitt í ljós að skilyrði 65. greinar A búvörulaga eru ekki uppfyllt. Hinn 26. júlí síðastliðinn lagði ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara til við ráðherra að opnað yrði á tollkvóta fyrir lambahryggi tímabilið 29. júlí til 30. ágúst þar sem nefndin hafði komist að þeirri niðurstöðu eftir rannsókn sína að ekki væri nægilegt framboð til staðar. Samkvæmt lögunum telst framboð ekki nægjanlegt ef varan er ekki til stöðugrar dreifingar eða áætla má að hún verði það ekki í að lágmarki 90% magni af eftirspurn a.m.k. tveggja leiðandi ótengdra dreifingaraðila og er ekki fáanleg frá a.m.k. tveimur framleiðendum. Áður en ráðherra hafði tekið afstöðu til tillögu nefndarinnar fékk nefndin upplýsingar um breytta birgðastöðu framleiðenda. Með hliðsjón af þeim upplýsingum óskaði ráðherra eftir því að nefndin tæki málið til afgreiðslu að nýju og lyki rannsókn sinni í þessari viku. Nefndin hóf því rannsóknarferli sitt að nýju og aflaði upplýsinga frá framleiðendum og dreifingaraðilum. Rannsókn nefndarinnar dagana 30. og 31. júlí leiddi í ljós nýjar og ítarlegri upplýsingar bæði frá framleiðendum og dreifingaraðilum. Bæði hafði birgðastaða framleiðenda breyst auk þess sem nýjar upplýsingar bárust um birgðastöðu dreifingaraðila. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja slátrun fyrr hjá hluta framleiðanda. Þessar upplýsingar breyttu stöðunni frá því sem áður hafði legið fyrir. Niðurstaða ráðgjafanefndarinnar er því sú að skilyrði 65. gr. A búvörulaga fyrir opnun á tollkvóta fyrir lambahryggi eru ekki uppfyllt. Það regluverk sem gildir um úthlutun tollkvóta hefur verið til endurskoðunar hjá ráðuneytinu um nokkurt skeið. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lagði í síðasta mánuði fram á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum og stendur umsagnarferlið til 8. ágúst nk. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á úthlutun tollkvóta og er markmið frumvarpsins að stuðla að auknum ábata fyrir neytendur og að aukinni samkeppni á markaði með landbúnaðarvörur. Frumvarpið á auk þess að einfalda og skýra regluverk um úthlutun tollkvóta. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi á komandi haustþingi. Landbúnaður Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Virðast hafa fundið fleiri lambahryggi Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur óskað eftir því að ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum 30. júlí 2019 15:05 Undanþága vegna innflutnings á lambakjöti veitt Íslenskir lambahryggir hafa verið af skornum skammti í sumar en ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara samþykkti í dag að opna tollkvóta á lambahryggjum. Fyrr í sumar hafði ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt verið hafnað.f 23. júlí 2019 16:11 Aðkoma afurðastöðva og stjórnvalda að lambakjötsskorti verði skoðuð Félag atvinnurekenda hefur sent Samkeppniseftirlitinu erindi. 25. júlí 2019 14:34 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur ákveðið að leggja ekki til við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að opna tollkvóta fyrir lambahryggi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu en þar segir að rannsókn nefndarinnar undanfarna daga hafi leitt í ljós að skilyrði 65. greinar A búvörulaga eru ekki uppfyllt. Hinn 26. júlí síðastliðinn lagði ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara til við ráðherra að opnað yrði á tollkvóta fyrir lambahryggi tímabilið 29. júlí til 30. ágúst þar sem nefndin hafði komist að þeirri niðurstöðu eftir rannsókn sína að ekki væri nægilegt framboð til staðar. Samkvæmt lögunum telst framboð ekki nægjanlegt ef varan er ekki til stöðugrar dreifingar eða áætla má að hún verði það ekki í að lágmarki 90% magni af eftirspurn a.m.k. tveggja leiðandi ótengdra dreifingaraðila og er ekki fáanleg frá a.m.k. tveimur framleiðendum. Áður en ráðherra hafði tekið afstöðu til tillögu nefndarinnar fékk nefndin upplýsingar um breytta birgðastöðu framleiðenda. Með hliðsjón af þeim upplýsingum óskaði ráðherra eftir því að nefndin tæki málið til afgreiðslu að nýju og lyki rannsókn sinni í þessari viku. Nefndin hóf því rannsóknarferli sitt að nýju og aflaði upplýsinga frá framleiðendum og dreifingaraðilum. Rannsókn nefndarinnar dagana 30. og 31. júlí leiddi í ljós nýjar og ítarlegri upplýsingar bæði frá framleiðendum og dreifingaraðilum. Bæði hafði birgðastaða framleiðenda breyst auk þess sem nýjar upplýsingar bárust um birgðastöðu dreifingaraðila. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja slátrun fyrr hjá hluta framleiðanda. Þessar upplýsingar breyttu stöðunni frá því sem áður hafði legið fyrir. Niðurstaða ráðgjafanefndarinnar er því sú að skilyrði 65. gr. A búvörulaga fyrir opnun á tollkvóta fyrir lambahryggi eru ekki uppfyllt. Það regluverk sem gildir um úthlutun tollkvóta hefur verið til endurskoðunar hjá ráðuneytinu um nokkurt skeið. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lagði í síðasta mánuði fram á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum og stendur umsagnarferlið til 8. ágúst nk. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á úthlutun tollkvóta og er markmið frumvarpsins að stuðla að auknum ábata fyrir neytendur og að aukinni samkeppni á markaði með landbúnaðarvörur. Frumvarpið á auk þess að einfalda og skýra regluverk um úthlutun tollkvóta. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi á komandi haustþingi.
Landbúnaður Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Virðast hafa fundið fleiri lambahryggi Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur óskað eftir því að ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum 30. júlí 2019 15:05 Undanþága vegna innflutnings á lambakjöti veitt Íslenskir lambahryggir hafa verið af skornum skammti í sumar en ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara samþykkti í dag að opna tollkvóta á lambahryggjum. Fyrr í sumar hafði ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt verið hafnað.f 23. júlí 2019 16:11 Aðkoma afurðastöðva og stjórnvalda að lambakjötsskorti verði skoðuð Félag atvinnurekenda hefur sent Samkeppniseftirlitinu erindi. 25. júlí 2019 14:34 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Virðast hafa fundið fleiri lambahryggi Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur óskað eftir því að ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum 30. júlí 2019 15:05
Undanþága vegna innflutnings á lambakjöti veitt Íslenskir lambahryggir hafa verið af skornum skammti í sumar en ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara samþykkti í dag að opna tollkvóta á lambahryggjum. Fyrr í sumar hafði ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt verið hafnað.f 23. júlí 2019 16:11
Aðkoma afurðastöðva og stjórnvalda að lambakjötsskorti verði skoðuð Félag atvinnurekenda hefur sent Samkeppniseftirlitinu erindi. 25. júlí 2019 14:34