Hækkuðu leiguna en aðgengi enn ekki bætt Sveinn Arnarsson skrifar 2. ágúst 2019 07:00 Frá Vík í Mýrdal fréttablaðið/Stefán Aðgengi fatlaðra að húsnæði sýslumannsembættisins í Vík í Mýrdal hefur enn ekki verið bætt þrátt fyrir að fjögur ár séu frá því að embættið og eigandi hússins, Arion banki, ætluðu að gera bragarbót á. Arion banki hækkaði leiguna til að geta staðið straum af bættu aðgengi fatlaðra en gerði hins vegar ekkert í málinu. Fréttablaðið sagði frá því í júlí árið 2015 að fólk í hjólastólum kæmist ekki til sýslumanns í Vík vegna skorts á aðgengi fyrir fatlaða. Á þeim tíma sagði sýslumaðurinn á Suðurlandi að ekki væri til fjármagn til að bæta úr aðgengi. Sýslumannsembættið á staðnum sinnir málefnum hreyfihamlaðra en þar sem skrifstofan er á annarri hæð í lyftulausu húsi eru aðgengismál í ólestri. Húsnæði embættisins í Vík er leiguhúsnæði en leigusalinn er Arion banki. Fram kemur í svari sýslumannsembættisins til Sjálfsbjargar að viðauki hafi verið gerður við leigusamning árið 2015 til að gera bragarbót á aðgengismálum. Við það hækkaði leigan. „Efndir urðu engar og varð úr að samningnum var sagt upp í lok árs 2016, enda dugðu fjárheimildir embættisins á þeim tímapunkti ekki fyrir rekstri þess,“ segir í svari embættisins. „Ég harma það sleifarlag sem bankinn hefur sýnt í þessu máli. Bankinn er búinn að hafa fjögur ár og ekkert gert. Það sýnir forgangsröðunina í hnotskurn. Hreyfihamlaðir mega láta sér það nægja að bíða fyrir utan. Svona framkoma er algjörlega óþolandi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar. Arion banki hefur nú ákveðið að taka málið upp aftur og þakkar Sjálfsbjörg fyrir ábendinguna. „Til að bæta aðgengi fatlaðra var ákveðið að setja upp lyftu í húsinu og voru teikningar unnar og lyfta pöntuð. Við hörmum það hins vegar að brestur hefur orðið á eftirfylgni málsins og enn hefur ekki orðið af uppsetningu lyftunnar,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka. „Á þessum tímapunkti eru ástæður þess mér ekki að fullu kunnar, meðal annars vegna mannabreytinga innan rekstrarsviðs bankans og sumarfría. Vegna ábendingar frá formanni Sjálfsbjargar hefur þetta mál hins vegar nú verið endurvakið og vonandi verður hægt að bæta úr þessu sem fyrst.“ Birtist í Fréttablaðinu Mýrdalshreppur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira
Aðgengi fatlaðra að húsnæði sýslumannsembættisins í Vík í Mýrdal hefur enn ekki verið bætt þrátt fyrir að fjögur ár séu frá því að embættið og eigandi hússins, Arion banki, ætluðu að gera bragarbót á. Arion banki hækkaði leiguna til að geta staðið straum af bættu aðgengi fatlaðra en gerði hins vegar ekkert í málinu. Fréttablaðið sagði frá því í júlí árið 2015 að fólk í hjólastólum kæmist ekki til sýslumanns í Vík vegna skorts á aðgengi fyrir fatlaða. Á þeim tíma sagði sýslumaðurinn á Suðurlandi að ekki væri til fjármagn til að bæta úr aðgengi. Sýslumannsembættið á staðnum sinnir málefnum hreyfihamlaðra en þar sem skrifstofan er á annarri hæð í lyftulausu húsi eru aðgengismál í ólestri. Húsnæði embættisins í Vík er leiguhúsnæði en leigusalinn er Arion banki. Fram kemur í svari sýslumannsembættisins til Sjálfsbjargar að viðauki hafi verið gerður við leigusamning árið 2015 til að gera bragarbót á aðgengismálum. Við það hækkaði leigan. „Efndir urðu engar og varð úr að samningnum var sagt upp í lok árs 2016, enda dugðu fjárheimildir embættisins á þeim tímapunkti ekki fyrir rekstri þess,“ segir í svari embættisins. „Ég harma það sleifarlag sem bankinn hefur sýnt í þessu máli. Bankinn er búinn að hafa fjögur ár og ekkert gert. Það sýnir forgangsröðunina í hnotskurn. Hreyfihamlaðir mega láta sér það nægja að bíða fyrir utan. Svona framkoma er algjörlega óþolandi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar. Arion banki hefur nú ákveðið að taka málið upp aftur og þakkar Sjálfsbjörg fyrir ábendinguna. „Til að bæta aðgengi fatlaðra var ákveðið að setja upp lyftu í húsinu og voru teikningar unnar og lyfta pöntuð. Við hörmum það hins vegar að brestur hefur orðið á eftirfylgni málsins og enn hefur ekki orðið af uppsetningu lyftunnar,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka. „Á þessum tímapunkti eru ástæður þess mér ekki að fullu kunnar, meðal annars vegna mannabreytinga innan rekstrarsviðs bankans og sumarfría. Vegna ábendingar frá formanni Sjálfsbjargar hefur þetta mál hins vegar nú verið endurvakið og vonandi verður hægt að bæta úr þessu sem fyrst.“
Birtist í Fréttablaðinu Mýrdalshreppur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira