Bein útsending: Annar keppnisdagur á heimsleikunum í CrossFit Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 14:00 Keppendur Íslands á heimsleikunum í CrossFit 2019. Samsett mynd Fyrsti keppnisdagur er að baki og 182 keppendum var „fórnað“ á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum. Nú eru aðeins 50 karlar og 50 konur eftir í keppninni og fram undan er dagur tvö. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá heimsleikunum. Þrettándu heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Alliant Energy Center í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum en keppnin hófst í gær 1. ágúst og stendur til sunnudagsins 4. ágúst þegar við fáum að vita hver verða þau hraustustu í CrossFit heiminum árið 2019. Vísir fylgist vel með heimsleikunum í Madison og hér verður bæði hægt að horfa á beina útsendingu frá leikunum sem og að sjá beina textalýsingu frá blaðamanni Vísis þar sem koma fram allar helstu upplýsingar um það sem er í gangi hverju sinni. Ísland á sex keppendur í karla- og kvennaflokki að þessu sinni. Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki á heimsleikunum í ár eins og undanfarin ár og Ísland á síðan fimm keppendur í kvennaflokki eða þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur, Þuríði Erlu Helgadóttur og Oddrúnu Eik Gylfadóttur. Allir íslensku keppendurnir fóru örugglega í gegnum niðurskurðinn í gær en fyrst var fækkað niður í 75 eftir fyrstu grein (úr 148 og 134) og svo niður í 50 eftir grein tvö. Anníe Mist Þórisdóttir er fremst af íslensku keppendunum en hún er í 2. sæti á eftir Karissu Pearce frá Bandaríkjunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 12. sæti eftir tvær greinar og Þuríður Erla Helgadóttir er síðan í sextánda sæti. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir byrjaði ekki vel en er í 26.sæti og Oddrún Eik Gylfadóttir er í 32.sætinu. Björgvin Karl Guðmundsson er í 12. sæti hjá körlunum. Hér fyrir ofan má sjá beina útsendingu frá keppni annars dagsins á heimsleikunum en fyrir neðan er síðan bein textalýsing frá blaðamanni Vísis. Sjónvarpsútsendingin hefst klukkan 14.30 en textalýsingin fer af stað klukkan 14.00.
Fyrsti keppnisdagur er að baki og 182 keppendum var „fórnað“ á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum. Nú eru aðeins 50 karlar og 50 konur eftir í keppninni og fram undan er dagur tvö. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá heimsleikunum. Þrettándu heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Alliant Energy Center í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum en keppnin hófst í gær 1. ágúst og stendur til sunnudagsins 4. ágúst þegar við fáum að vita hver verða þau hraustustu í CrossFit heiminum árið 2019. Vísir fylgist vel með heimsleikunum í Madison og hér verður bæði hægt að horfa á beina útsendingu frá leikunum sem og að sjá beina textalýsingu frá blaðamanni Vísis þar sem koma fram allar helstu upplýsingar um það sem er í gangi hverju sinni. Ísland á sex keppendur í karla- og kvennaflokki að þessu sinni. Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki á heimsleikunum í ár eins og undanfarin ár og Ísland á síðan fimm keppendur í kvennaflokki eða þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur, Þuríði Erlu Helgadóttur og Oddrúnu Eik Gylfadóttur. Allir íslensku keppendurnir fóru örugglega í gegnum niðurskurðinn í gær en fyrst var fækkað niður í 75 eftir fyrstu grein (úr 148 og 134) og svo niður í 50 eftir grein tvö. Anníe Mist Þórisdóttir er fremst af íslensku keppendunum en hún er í 2. sæti á eftir Karissu Pearce frá Bandaríkjunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 12. sæti eftir tvær greinar og Þuríður Erla Helgadóttir er síðan í sextánda sæti. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir byrjaði ekki vel en er í 26.sæti og Oddrún Eik Gylfadóttir er í 32.sætinu. Björgvin Karl Guðmundsson er í 12. sæti hjá körlunum. Hér fyrir ofan má sjá beina útsendingu frá keppni annars dagsins á heimsleikunum en fyrir neðan er síðan bein textalýsing frá blaðamanni Vísis. Sjónvarpsútsendingin hefst klukkan 14.30 en textalýsingin fer af stað klukkan 14.00.
CrossFit Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira