Segir lærdóm dreginn af E.coli faraldrinum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. ágúst 2019 19:30 Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að ekki hafi verið forsendur til að loka Efstadal II á sínum tíma vegna Ecoli faraldurs. Hún segir lærdóm hafa verið dreginn af faraldrinum. Reglur hafa verið hertar á ferðamannastöðum sem bjóða upp á veitingar og snertingu við dýr auk þess sem krafa er gerð um handþvottaaðstöðu. Móðir þriggja ára stúlku sem hlaut alvarlega nýrnabilun eftir að hafa greinst með Ecoli bakteríuna á bænum Efstadal2 sagði í fréttum okkar á sunnudag að strax hefði átt að loka bænum þegar ljóst var að tvö börn höfðu smitast þar. „Að viðskiptalegir hagsmunir skuli vera teknir fram fyrir líf og heilsu barna. Þetta er mín upplifun,“ segir Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, móðir stúlkunnar. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir hlutverk eftirlitsins að gæta hagsmuna neytenda og það hafi verið leiðarljós þess allan tímann. „Mér þykir afar leitt ef móðirin hefur upplifað okkar viðbrögðá einhvern annan hátt,“ sagði Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Etir á að hyggja, í ljósi alvarleikans, hefði þá ekki átt að grípa strax inn í og loka staðnum? „Við teljum ekki að við hefðum haft forsendur til að loka staðnum áþeim tímapunkti sem hún nefnir,“ sagði Sigrún. Hún segir að alltaf sé hægt að vera vitur eftir á en þar sem Heilbrigðiseftirlitið lúti stjórnsýslulögum þurfi að gæta jafnræðis og meðalhófs. Þá segir Sigrún að lærdómur hafi verið dregin af E.coli faraldrinum. Í nýjum reglum sem birtar verða á næstu dögum er sú krafa gerð að staðir sem bjóða upp á matvælaframleiðslu og dýrahald á sama staðþurfi að hafa handþvottaaðstöðu, aðra en inni á salerni. Auk þess er gerð ríkari krafa um aðskilnaðá milli veitingaaðstöðu og aðstöðu þar sem boðið er upp á að klappa dýrum. „Það er búið að herða reglur, það er búið að setja strangari skilyrði fyrir þetta fyrirtæki og önnur sambærileg og það er hreinlega búið að gefa út nýjar leiðbeiningar það er það sem við höfum lært af þessu atviki,“ sagði Sigrún. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir viðskiptahagsmuni tekna fram yfir líf og heilsu barna Móðir þriggja ára stúlku sem hlaut alvarlega nýrnabilun eftir að hafa greinst með Ecoli bakteríuna á bænum Efstadal 2 segir að strax hefði átt að loka bænum þegar ljóst var að börn höfðu smitast þar. 4. ágúst 2019 18:48 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að ekki hafi verið forsendur til að loka Efstadal II á sínum tíma vegna Ecoli faraldurs. Hún segir lærdóm hafa verið dreginn af faraldrinum. Reglur hafa verið hertar á ferðamannastöðum sem bjóða upp á veitingar og snertingu við dýr auk þess sem krafa er gerð um handþvottaaðstöðu. Móðir þriggja ára stúlku sem hlaut alvarlega nýrnabilun eftir að hafa greinst með Ecoli bakteríuna á bænum Efstadal2 sagði í fréttum okkar á sunnudag að strax hefði átt að loka bænum þegar ljóst var að tvö börn höfðu smitast þar. „Að viðskiptalegir hagsmunir skuli vera teknir fram fyrir líf og heilsu barna. Þetta er mín upplifun,“ segir Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, móðir stúlkunnar. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir hlutverk eftirlitsins að gæta hagsmuna neytenda og það hafi verið leiðarljós þess allan tímann. „Mér þykir afar leitt ef móðirin hefur upplifað okkar viðbrögðá einhvern annan hátt,“ sagði Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Etir á að hyggja, í ljósi alvarleikans, hefði þá ekki átt að grípa strax inn í og loka staðnum? „Við teljum ekki að við hefðum haft forsendur til að loka staðnum áþeim tímapunkti sem hún nefnir,“ sagði Sigrún. Hún segir að alltaf sé hægt að vera vitur eftir á en þar sem Heilbrigðiseftirlitið lúti stjórnsýslulögum þurfi að gæta jafnræðis og meðalhófs. Þá segir Sigrún að lærdómur hafi verið dregin af E.coli faraldrinum. Í nýjum reglum sem birtar verða á næstu dögum er sú krafa gerð að staðir sem bjóða upp á matvælaframleiðslu og dýrahald á sama staðþurfi að hafa handþvottaaðstöðu, aðra en inni á salerni. Auk þess er gerð ríkari krafa um aðskilnaðá milli veitingaaðstöðu og aðstöðu þar sem boðið er upp á að klappa dýrum. „Það er búið að herða reglur, það er búið að setja strangari skilyrði fyrir þetta fyrirtæki og önnur sambærileg og það er hreinlega búið að gefa út nýjar leiðbeiningar það er það sem við höfum lært af þessu atviki,“ sagði Sigrún.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir viðskiptahagsmuni tekna fram yfir líf og heilsu barna Móðir þriggja ára stúlku sem hlaut alvarlega nýrnabilun eftir að hafa greinst með Ecoli bakteríuna á bænum Efstadal 2 segir að strax hefði átt að loka bænum þegar ljóst var að börn höfðu smitast þar. 4. ágúst 2019 18:48 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Segir viðskiptahagsmuni tekna fram yfir líf og heilsu barna Móðir þriggja ára stúlku sem hlaut alvarlega nýrnabilun eftir að hafa greinst með Ecoli bakteríuna á bænum Efstadal 2 segir að strax hefði átt að loka bænum þegar ljóst var að börn höfðu smitast þar. 4. ágúst 2019 18:48