Stórar þjóðir að koma inn af krafti Benedikt Bóas skrifar 7. ágúst 2019 10:30 Annie Mist og Katrín Tanja ganga inn á íþróttaleikvanginn á opnunardaginn en alls gengu 10 Íslendingar inn á leikvanginn og var Ragnheiður Sara fánaberi. Fréttablaðið/Michael Valentin Evert Víglundsson, yfirþjálfari og eigandi CrossFitReykjavík, segir að þrátt fyrir að engin íslensk kona hafi verið á verðlaunapalli á heimsleikunum í CrossFit, í fyrsta sinn síðan 2013, sé engin ástæða til að örvænta. Árangurinn úti í Bandaríkjunum hafi verið frábær og þó að stórar þjóðir, eins og Þýskaland, Rússland og jafnvel Kína, séu að uppgötva CrossFit muni þær ekki ýta okkar fólki neðar á listann. Hann var ekki hrifinn af framkvæmd mótsins en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir duttu snemma út vegna breytinga á reglum. „Allir sem við töluðum við þarna úti ræddu um þennan niðurskurð á laugardagsmorgninum. Ég er 100 prósent á því að það voru ekki tíu bestu keppendurnir eftir þegar var búið að skera niður. CrossFit á að vera fjölbreytt þar sem reynt er á bæði þol og styrk og þátttakendur voru ekki búnir að reyna sig í lyftingum. Það var ekki búið að reyna á alla þættina þegar skorið var niður. Persónulega held ég að þetta hafi verið mistök hjá framkvæmdaraðilum að skera niður svona snemma.Ef það hefði verið skorið niður á laugardagskvöld eftir að keppendur reyndu sig í lyftingum, þá hefði topp 10 listinn litið allt öðruvísi út. Annie og Sara hefðu líklega alltaf farið þá áfram, fullyrði ég, enda eru þær betri en flestar í heiminum í að lyfta lóðum,“ segir Evert. Aldrei hafa fleiri nýliðar tekið þátt í CrossFit-leikunum og segir Evert að leikarnir og CrossFit-heimurinn eigi bara eftir að stækka, sem eru kannski ekkert endilega góðar fréttir fyrir litla Ísland. „Ég get bara talað um mína stöð, CrossFitReykjavík, en við erum stöðugt vaxandi. Það kemur mér skemmtilega á óvart hvað það er stöðugur vöxtur. Ég held að það sé svoleiðis um allan heim, svona miðað við samtölin sem ég átti úti. Ísland fellur fyrir CrossFit mjög snemma og við vorum ein af fyrstu 50-100 stöðvunum í heiminum. Nú eru þær orðnar um 15 þúsund. Við vorum fljót af stað og stórar þjóðir eru að átta sig á þessu, eins og Þjóðverjar. Þetta er að byrja þar. Stóru þjóðirnar koma með fleiri keppendur, eins og Rússar, Kínverjar og aðrar sterkar Austur-Evrópuþjóðir og þá á litla Ísland minni möguleika. Kannski er það framtíðin. En ég held að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur. Katrín er enn ung að árum og á nóg eftir. Sara á nóg eftir og þó að þær hafi ekki verið á palli núna, þá var Katrín í fjórða sæti og rétt missti af bronsinu. Þær munu koma sterkari til baka. Sara á eftir að vinna, hún er líklega besti CrossFittari sem hefur ekki unnið leikana. Hún hefur aldrei verið í betra formi, líkamlega og andlega, en fyrir þessa leika. Annie hefur aldrei verið í betra formi. Hún byrjaði hrikalega vel og var í öðru sæti eftir fyrsta dag. En keppnin var skemmtileg og við vorum með fullt af fólki sem stóð sig ótrúlega vel,“ segir Evert.Evert VíglundssonKarlarnir líka góðir Það eru svo sannarlega orð að sönnu því fyrir utan kvennaflokkinn, sem nýtur mestra vinsælda hér á landi, kom Björgvin Karl Guðmundsson heim með brons í karlaflokknum. Það gerði Sigurður Þrastarson einnig, í flokki 35-39 ára, sem og Brynjar Ari Magnússon, í unglingaflokki. „Björgvin var stórkostlegur. Maður sá eldinn í augunum á honum á lokadeginum þegar hann byrjaði að éta upp forskotið. Hann var geggjaður. Hann er að stimpla sig inn sem goðsögn í þessum heimi. Árangurinn er þannig. Hann á nóg eftir á tankinum. Sigurður og Stefán Helgi enda báðir á topp 10 í 35-39 ára flokknum sem er frábært því það voru yfir 17 þúsund manns sem hófu leik. Hilmar Harðarson, sem keppti í 60+, var fremstur að degi þrjú og hann endar í 5. sæti sem er frábært.“ Það kom fáum á óvart að Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey skyldu vinna sína fjórðu leika en þau virðast vera nánast ósnertanleg á toppnum. „Fraser þurfti að hafa fyrir þessum titli sem hann hefur ekki þurft að gera síðustu tvö ár. Þá var hann búinn að vinna titilinn fyrir lokagreinina. Núna var hann síðasta daginn að gefa allt sitt.Björgvin Karl varð þriðji í karlaflokknum. Aðeins Bandaríkjamennirnir Mathew Fraser og Noah Ohlsen slógu okkar manni við um helgina.Toomey var örugg alla leikana. En síðustu fimm greinarnar eru bara tíu einstaklingar að keppa og mun minni keppni því það var búið að henda svo mörgum út vegna niðurskurðarins.“ Evert bendir á að unglingastarfið hér á landi sé frábært og það séu að koma upp krakkar sem geti gert ótrúlega hluti. „Það eru nokkur nöfn að banka á dyrnar. Við eigum alltaf nokkur ár á þessar stóru þjóðir og það er ekkert að fara að gerast í nánustu framtíð að stórar þjóðir fari að ýta okkur í burtu. Þessir krakkar sem eru að koma upp hafa ekki verið í neinum öðrum íþróttum. Þau stunda bara CrossFit. Það er að koma upp kynslóð af krökkum sem eru búnir að æfa CrossFit í 7-9 ár og gæðin eru svakaleg. Þessir krakkar munu ná langt – maður sér það.“Fjölmargir Íslendingar voru í stúkunni í Madison CrossFit Tengdar fréttir Annie segir endalok sín á heimsleikunum eins sorgleg og hugsast getur Segir fyrirkomulag keppninnar í ár ákveðin vonbrigði. 4. ágúst 2019 15:12 Katrín klárar í fjórða sæti Katrín Tanja Davíðsdóttir hafnaði í fjórða sæti eftir síðustu æfingu dagsins á heimsleikunum í CrossFit. Hún var í þriðja sæti fyrir síðustu æfinguna en náði sér ekki á strik og hafnaði í 9.sæti í henni. 4. ágúst 2019 21:03 Björgvin Karl fær rúmar tíu milljónir króna fyrir árangurinn á heimsleikunum í CrossFit Björgvin Karl Guðmundsson fer rúmum tíu milljónum íslenskra króna ríkari heim af heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:54 Björgvin Karl tekur brons á heimsleikunum Björgvin Karl hafnaði í þriðja sæti á heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:23 Þuríður Erla „súper ánægð“ með árangurinn á heimsleikunum Þuríður Erla gerði vel á heimsleikunum. Hún komst í gegnum alla niðurskurðina og endaði í 10. sætinu. 5. ágúst 2019 12:30 Ræða harkalegan niðurskurð á heimsleikunum: „Róum okkur á að taka tíu út eftir fyrstu æfinguna á þriðja deginum“ Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir fjalla um CrossFit-leikana í Madison 4. ágúst 2019 10:43 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Evert Víglundsson, yfirþjálfari og eigandi CrossFitReykjavík, segir að þrátt fyrir að engin íslensk kona hafi verið á verðlaunapalli á heimsleikunum í CrossFit, í fyrsta sinn síðan 2013, sé engin ástæða til að örvænta. Árangurinn úti í Bandaríkjunum hafi verið frábær og þó að stórar þjóðir, eins og Þýskaland, Rússland og jafnvel Kína, séu að uppgötva CrossFit muni þær ekki ýta okkar fólki neðar á listann. Hann var ekki hrifinn af framkvæmd mótsins en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir duttu snemma út vegna breytinga á reglum. „Allir sem við töluðum við þarna úti ræddu um þennan niðurskurð á laugardagsmorgninum. Ég er 100 prósent á því að það voru ekki tíu bestu keppendurnir eftir þegar var búið að skera niður. CrossFit á að vera fjölbreytt þar sem reynt er á bæði þol og styrk og þátttakendur voru ekki búnir að reyna sig í lyftingum. Það var ekki búið að reyna á alla þættina þegar skorið var niður. Persónulega held ég að þetta hafi verið mistök hjá framkvæmdaraðilum að skera niður svona snemma.Ef það hefði verið skorið niður á laugardagskvöld eftir að keppendur reyndu sig í lyftingum, þá hefði topp 10 listinn litið allt öðruvísi út. Annie og Sara hefðu líklega alltaf farið þá áfram, fullyrði ég, enda eru þær betri en flestar í heiminum í að lyfta lóðum,“ segir Evert. Aldrei hafa fleiri nýliðar tekið þátt í CrossFit-leikunum og segir Evert að leikarnir og CrossFit-heimurinn eigi bara eftir að stækka, sem eru kannski ekkert endilega góðar fréttir fyrir litla Ísland. „Ég get bara talað um mína stöð, CrossFitReykjavík, en við erum stöðugt vaxandi. Það kemur mér skemmtilega á óvart hvað það er stöðugur vöxtur. Ég held að það sé svoleiðis um allan heim, svona miðað við samtölin sem ég átti úti. Ísland fellur fyrir CrossFit mjög snemma og við vorum ein af fyrstu 50-100 stöðvunum í heiminum. Nú eru þær orðnar um 15 þúsund. Við vorum fljót af stað og stórar þjóðir eru að átta sig á þessu, eins og Þjóðverjar. Þetta er að byrja þar. Stóru þjóðirnar koma með fleiri keppendur, eins og Rússar, Kínverjar og aðrar sterkar Austur-Evrópuþjóðir og þá á litla Ísland minni möguleika. Kannski er það framtíðin. En ég held að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur. Katrín er enn ung að árum og á nóg eftir. Sara á nóg eftir og þó að þær hafi ekki verið á palli núna, þá var Katrín í fjórða sæti og rétt missti af bronsinu. Þær munu koma sterkari til baka. Sara á eftir að vinna, hún er líklega besti CrossFittari sem hefur ekki unnið leikana. Hún hefur aldrei verið í betra formi, líkamlega og andlega, en fyrir þessa leika. Annie hefur aldrei verið í betra formi. Hún byrjaði hrikalega vel og var í öðru sæti eftir fyrsta dag. En keppnin var skemmtileg og við vorum með fullt af fólki sem stóð sig ótrúlega vel,“ segir Evert.Evert VíglundssonKarlarnir líka góðir Það eru svo sannarlega orð að sönnu því fyrir utan kvennaflokkinn, sem nýtur mestra vinsælda hér á landi, kom Björgvin Karl Guðmundsson heim með brons í karlaflokknum. Það gerði Sigurður Þrastarson einnig, í flokki 35-39 ára, sem og Brynjar Ari Magnússon, í unglingaflokki. „Björgvin var stórkostlegur. Maður sá eldinn í augunum á honum á lokadeginum þegar hann byrjaði að éta upp forskotið. Hann var geggjaður. Hann er að stimpla sig inn sem goðsögn í þessum heimi. Árangurinn er þannig. Hann á nóg eftir á tankinum. Sigurður og Stefán Helgi enda báðir á topp 10 í 35-39 ára flokknum sem er frábært því það voru yfir 17 þúsund manns sem hófu leik. Hilmar Harðarson, sem keppti í 60+, var fremstur að degi þrjú og hann endar í 5. sæti sem er frábært.“ Það kom fáum á óvart að Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey skyldu vinna sína fjórðu leika en þau virðast vera nánast ósnertanleg á toppnum. „Fraser þurfti að hafa fyrir þessum titli sem hann hefur ekki þurft að gera síðustu tvö ár. Þá var hann búinn að vinna titilinn fyrir lokagreinina. Núna var hann síðasta daginn að gefa allt sitt.Björgvin Karl varð þriðji í karlaflokknum. Aðeins Bandaríkjamennirnir Mathew Fraser og Noah Ohlsen slógu okkar manni við um helgina.Toomey var örugg alla leikana. En síðustu fimm greinarnar eru bara tíu einstaklingar að keppa og mun minni keppni því það var búið að henda svo mörgum út vegna niðurskurðarins.“ Evert bendir á að unglingastarfið hér á landi sé frábært og það séu að koma upp krakkar sem geti gert ótrúlega hluti. „Það eru nokkur nöfn að banka á dyrnar. Við eigum alltaf nokkur ár á þessar stóru þjóðir og það er ekkert að fara að gerast í nánustu framtíð að stórar þjóðir fari að ýta okkur í burtu. Þessir krakkar sem eru að koma upp hafa ekki verið í neinum öðrum íþróttum. Þau stunda bara CrossFit. Það er að koma upp kynslóð af krökkum sem eru búnir að æfa CrossFit í 7-9 ár og gæðin eru svakaleg. Þessir krakkar munu ná langt – maður sér það.“Fjölmargir Íslendingar voru í stúkunni í Madison
CrossFit Tengdar fréttir Annie segir endalok sín á heimsleikunum eins sorgleg og hugsast getur Segir fyrirkomulag keppninnar í ár ákveðin vonbrigði. 4. ágúst 2019 15:12 Katrín klárar í fjórða sæti Katrín Tanja Davíðsdóttir hafnaði í fjórða sæti eftir síðustu æfingu dagsins á heimsleikunum í CrossFit. Hún var í þriðja sæti fyrir síðustu æfinguna en náði sér ekki á strik og hafnaði í 9.sæti í henni. 4. ágúst 2019 21:03 Björgvin Karl fær rúmar tíu milljónir króna fyrir árangurinn á heimsleikunum í CrossFit Björgvin Karl Guðmundsson fer rúmum tíu milljónum íslenskra króna ríkari heim af heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:54 Björgvin Karl tekur brons á heimsleikunum Björgvin Karl hafnaði í þriðja sæti á heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:23 Þuríður Erla „súper ánægð“ með árangurinn á heimsleikunum Þuríður Erla gerði vel á heimsleikunum. Hún komst í gegnum alla niðurskurðina og endaði í 10. sætinu. 5. ágúst 2019 12:30 Ræða harkalegan niðurskurð á heimsleikunum: „Róum okkur á að taka tíu út eftir fyrstu æfinguna á þriðja deginum“ Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir fjalla um CrossFit-leikana í Madison 4. ágúst 2019 10:43 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Annie segir endalok sín á heimsleikunum eins sorgleg og hugsast getur Segir fyrirkomulag keppninnar í ár ákveðin vonbrigði. 4. ágúst 2019 15:12
Katrín klárar í fjórða sæti Katrín Tanja Davíðsdóttir hafnaði í fjórða sæti eftir síðustu æfingu dagsins á heimsleikunum í CrossFit. Hún var í þriðja sæti fyrir síðustu æfinguna en náði sér ekki á strik og hafnaði í 9.sæti í henni. 4. ágúst 2019 21:03
Björgvin Karl fær rúmar tíu milljónir króna fyrir árangurinn á heimsleikunum í CrossFit Björgvin Karl Guðmundsson fer rúmum tíu milljónum íslenskra króna ríkari heim af heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:54
Björgvin Karl tekur brons á heimsleikunum Björgvin Karl hafnaði í þriðja sæti á heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:23
Þuríður Erla „súper ánægð“ með árangurinn á heimsleikunum Þuríður Erla gerði vel á heimsleikunum. Hún komst í gegnum alla niðurskurðina og endaði í 10. sætinu. 5. ágúst 2019 12:30
Ræða harkalegan niðurskurð á heimsleikunum: „Róum okkur á að taka tíu út eftir fyrstu æfinguna á þriðja deginum“ Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir fjalla um CrossFit-leikana í Madison 4. ágúst 2019 10:43