Víðtæk áhrif á Atlantshafslax af áformum Ratcliffes ólíkleg Sveinn Arnarsson skrifar 7. ágúst 2019 06:15 Ratcliffe hyggst vernda Atlantshafslaxinn með því að byggja upp mannvirki í þremur ám. nordicphotos/afp Áform Jims Ratcliffe um að byggja laxastiga í laxveiðiám á Norðausturlandi og að hefja stórfelldar hrognasleppingar munu hafa jákvæð staðbundin áhrif á laxastofna sem nýta sér þær ár. Hins vegar mun það ekki hafa stórvægileg áhrif á Atlantshafslaxinn í heild sinni að mati formanns Landssambands veiðifélaga. Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra undrast seinagang starfshóps sem forsætisráðherra setti á laggirnar um stefnu varðandi jarðakaup auðmanna hér á landi. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Jim Ratcliffe ætlaði að fara í stórfellda uppbyggingu á Norðausturlandi til að vernda Atlantshafslaxinn sem hefur átt nokkuð undir högg að sækja síðustu áratugi. Útbreiðsla hans hefur minnkað og stofnstærð. Að sama skapi ætlar Ratcliffe að hefja langtíma vísindarannsóknir í samstarfi við Hafrannsóknastofnun svo öðlast megi betri þekkingu á atferli og lífi Atlantshafslaxins.Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga.„Þessir laxastigar hafa svo sem sannað ágæti sitt í öðrum ám sem og hrognasleppingar. Þessar aðgerðir geta haft góð áhrif á þann lax sem lifir í þessum ám. Þessar framkvæmdir hafa ekki mikil áhrif á aðrar ár eða stofninn í heild sinni,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Jón Helgi segir jafnframt að framkvæmdir sem þessar sem stækki búsvæði laxins séu vitaskuld af hinu góða fyrir laxastofna. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, staðfestir að samningaviðræður séu í gangi milli Ratcliffes og stofnunarinnar um styrki til að rannsaka laxinn á Norðausturlandi. Að sama skapi hafi hér áður fyrr verið mikið samráð við veiðifélög á Austurlandi um rannsóknir. Stutt er þangað til skrifað verður undir samkomulag.Sigurður Ingi undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust.Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að hraða vinnu um eignarhald einstaklinga á jörðum. „Það var skipaður starfshópur sem hefur að mínu mati ekki unnið nægilega hratt. Ráðherrar munu ræða þessi mál á vinnufundi ráðherra á fimmtudag [á morgun] sem verður í Mývatnssveit sem og að rætt verður við sveitarstjórnarmenn á svæðinu. Mikilvægt er að lagafrumvarp komi fram næsta vetur,“ segir Sigurður Ingi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins styðja langflestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar þær hugmyndir að löggjöf verði hert um eignarhald á jörðum og að nýtt lagafrumvarp líti dagsins ljós sem taki af öll tvímæli um vilja stjórnvalda. Miklir hagsmunir séu í húfi enda fylgi oft og tíðum mikil og gjöful hlunnindi jörðum hér á landi. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Áform Jims Ratcliffe um að byggja laxastiga í laxveiðiám á Norðausturlandi og að hefja stórfelldar hrognasleppingar munu hafa jákvæð staðbundin áhrif á laxastofna sem nýta sér þær ár. Hins vegar mun það ekki hafa stórvægileg áhrif á Atlantshafslaxinn í heild sinni að mati formanns Landssambands veiðifélaga. Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra undrast seinagang starfshóps sem forsætisráðherra setti á laggirnar um stefnu varðandi jarðakaup auðmanna hér á landi. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Jim Ratcliffe ætlaði að fara í stórfellda uppbyggingu á Norðausturlandi til að vernda Atlantshafslaxinn sem hefur átt nokkuð undir högg að sækja síðustu áratugi. Útbreiðsla hans hefur minnkað og stofnstærð. Að sama skapi ætlar Ratcliffe að hefja langtíma vísindarannsóknir í samstarfi við Hafrannsóknastofnun svo öðlast megi betri þekkingu á atferli og lífi Atlantshafslaxins.Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga.„Þessir laxastigar hafa svo sem sannað ágæti sitt í öðrum ám sem og hrognasleppingar. Þessar aðgerðir geta haft góð áhrif á þann lax sem lifir í þessum ám. Þessar framkvæmdir hafa ekki mikil áhrif á aðrar ár eða stofninn í heild sinni,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Jón Helgi segir jafnframt að framkvæmdir sem þessar sem stækki búsvæði laxins séu vitaskuld af hinu góða fyrir laxastofna. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, staðfestir að samningaviðræður séu í gangi milli Ratcliffes og stofnunarinnar um styrki til að rannsaka laxinn á Norðausturlandi. Að sama skapi hafi hér áður fyrr verið mikið samráð við veiðifélög á Austurlandi um rannsóknir. Stutt er þangað til skrifað verður undir samkomulag.Sigurður Ingi undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust.Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að hraða vinnu um eignarhald einstaklinga á jörðum. „Það var skipaður starfshópur sem hefur að mínu mati ekki unnið nægilega hratt. Ráðherrar munu ræða þessi mál á vinnufundi ráðherra á fimmtudag [á morgun] sem verður í Mývatnssveit sem og að rætt verður við sveitarstjórnarmenn á svæðinu. Mikilvægt er að lagafrumvarp komi fram næsta vetur,“ segir Sigurður Ingi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins styðja langflestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar þær hugmyndir að löggjöf verði hert um eignarhald á jörðum og að nýtt lagafrumvarp líti dagsins ljós sem taki af öll tvímæli um vilja stjórnvalda. Miklir hagsmunir séu í húfi enda fylgi oft og tíðum mikil og gjöful hlunnindi jörðum hér á landi.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira