Kostnaður Arion vegna starfsloka Höskuldar 150 milljónir króna Birgir Olgeirsson skrifar 9. ágúst 2019 14:23 Höskuldur Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Arion. Kostnaður Arion vegna starfsloka Höskuldar H. Ólafsonar nemur 150 milljónum króna. Greint er frá þessu í reikningsskilum Arion banka fyrir annan ársfjórðung árið 2019 en Mbl.is sagði fyrst frá. Höskuldur ákvað að segja starfi sínu lausu í apríl síðastliðnum en þá hafði hann stýrt bankanum í níu ár. Þegar Höskuldur sagði starfi sínu laus hafði Arion-banki tekið á sig þrjá skelli undanfarin misseri vegna gjaldþrota kísilversins United Silicon í janúar í fyrra, flugfélagsins Primera Air síðastliðið haust og WOW air síðastliðinn vetur. Lánveiting Arion vegna United Silicon nam átta milljörðum og tapaði bankinn um þremur milljörðum vegna Primera. Þá tók Arion á sig þó nokkuð tap vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Wikileaks gegn Valitor. Þegar Höskuldur hafði sagt starfi sínu lausu fór hann í viðtal við Ríkisútvarpið þar sem hann sagði útlánastarfsemi bankans hafa gengið vel undir hans stjórn. Bankinn hafi verið með 830 milljarða króna lánabók og höggið af WOW air hafi verið undir hálfu prósenti, eða undir 4,15 milljörðum miðað við það sem hann sagði í viðtalinu. Líkt og áður segir er kostnaður Arion vegna starfsloka Höskuldar 150 milljónir króna en ekki eru um að ræða eingreiðslu heldur greiðist sú upphæð yfir nokkurra mánaða tímabil og eru launatengd gjöld þar með talin. Ekki var gerður eiginlegur starfslokasamningur við Höskuld heldur stuðst við samning sem var gerður við hann árið 2017. Laun og árangurstengdar greiðslur til Höskuldar námu alls 71,2 milljónum árið 2017. Íslenskir bankar United Silicon WOW Air Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Kostnaður Arion vegna starfsloka Höskuldar H. Ólafsonar nemur 150 milljónum króna. Greint er frá þessu í reikningsskilum Arion banka fyrir annan ársfjórðung árið 2019 en Mbl.is sagði fyrst frá. Höskuldur ákvað að segja starfi sínu lausu í apríl síðastliðnum en þá hafði hann stýrt bankanum í níu ár. Þegar Höskuldur sagði starfi sínu laus hafði Arion-banki tekið á sig þrjá skelli undanfarin misseri vegna gjaldþrota kísilversins United Silicon í janúar í fyrra, flugfélagsins Primera Air síðastliðið haust og WOW air síðastliðinn vetur. Lánveiting Arion vegna United Silicon nam átta milljörðum og tapaði bankinn um þremur milljörðum vegna Primera. Þá tók Arion á sig þó nokkuð tap vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Wikileaks gegn Valitor. Þegar Höskuldur hafði sagt starfi sínu lausu fór hann í viðtal við Ríkisútvarpið þar sem hann sagði útlánastarfsemi bankans hafa gengið vel undir hans stjórn. Bankinn hafi verið með 830 milljarða króna lánabók og höggið af WOW air hafi verið undir hálfu prósenti, eða undir 4,15 milljörðum miðað við það sem hann sagði í viðtalinu. Líkt og áður segir er kostnaður Arion vegna starfsloka Höskuldar 150 milljónir króna en ekki eru um að ræða eingreiðslu heldur greiðist sú upphæð yfir nokkurra mánaða tímabil og eru launatengd gjöld þar með talin. Ekki var gerður eiginlegur starfslokasamningur við Höskuld heldur stuðst við samning sem var gerður við hann árið 2017. Laun og árangurstengdar greiðslur til Höskuldar námu alls 71,2 milljónum árið 2017.
Íslenskir bankar United Silicon WOW Air Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira