Bundið slitlag kemur sunnan Þingvallavatns Kristján Már Unnarsson skrifar 31. júlí 2019 11:28 Frá vegagerð um Hagavík í Grafningi. Þar eru nú komin bundið slitlag og vegrið. Stöð 2/Einar Árnason. Senn líður að því að unnt verði að aka umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi en Vegagerðin vinnur nú að endurbyggingu Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns. Vegarbæturnar gera þriðju leiðina milli Reykjavíkur og uppsveita Árnessýslu einnig að ákjósanlegum valkosti, eins og fjallað var um frétt Stöðvar 2. „Malbik endar." Þetta lesa vegfarendur þegar þeir aka af slitlaginu yfir á mölina með tilheyrandi skruðningi, steinkasti og þjóðvegaryki, - nokkuð sem ökumenn hafa mátt þola á stórum hluta Grafningsvegar sunnan Þingvallavatns.Grafningsvegur milli Nesjvalla og Úlfljótsvatns, alls ellefu kílómetrar, er nú að fá bundið slitlag. Verkið er unnið í tveimur áföngum.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.En núna eru loksins hafnar endurbætur. Byrjað var í fyrra á fimm kílómetra kafla milli Nesjavalla og Hagavíkur og brátt verður hafist handa við framhaldið; sex kílómetra kafla milli Hagavíkur og Úlfljótsvatns. Verktakinn Suðurtak á Selfossi er langt kominn með fyrri áfangann og hann átti einnig lægsta boð í seinni áfangann. Íbúar í Grafningi hlakka til að fá bundna slitlagið.Grafningsvegur við Ölfusvatn. Þessi kafli fær malbik á næsta ári.Stöð 2/Einar Árnason.„Alltaf mjög gott að fá góða vegi. Það er náttúrlega bara rykið og annað sem við losnum við og bílarnir endast miklu betur ef við erum með góða vegi,“ segir Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli. „Og líka fallegt svæði hérna í Grafningnum. Þetta er stórbrotið landsvæði,“ bætir hann við.Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli.Stöð 2/Einar Árnason.Á Bíldsbrún sjá þau Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson fram á betri tengingu við borgina en hún er oddviti Grímsness- og Grafningshrepps. „Það auðveldar fólki hérna Grafningsmegin að fara til Reykjavíkur. Það er þá hægt að fara Nesjavallaleiðina,“ segir Ása. Leið borgarbúa í uppsveitir Árnessýslu liggur ýmist um Hellisheiði eða um Mosfellsheiði og síðan áfram um Lyngdalsheiði. En með þessum vegarbótum nú fer þriðji valkosturinn að verða áhugaverður; að fara Nesjavallaleið og síðan áfram um Grafning.Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson á Bíldsbrún.Stöð 2/Einar Árnason.Vegarbæturnar gagnast jafnframt einhverri mestu sumarhúsabyggð landsins. „Við erum náttúrlega með bústaði í Grímsnesinu og þeir geta stytt sér leið, Nesjavallaleið. Og bústaðirnir allir við Þingvallavatn. Það munar um að dreifa umferðinni því að Hellisheiði og Selfosssvæðið er náttúrlega orðið löngu sprungið,“ segir Árni á Bíldsfelli. Þegar verkinu lýkur næsta sumar vantar bara malbik á einn kílómetra, vestan við Sogsvirkjanir, til að unnt sé að komast umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Samgöngur Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Síðasti malarkaflinn til Krýsuvíkur malbikaður Síðasti malarkaflinn á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur heyrir brátt sögunni til. Endurbætur eru að hefjast á 1,5 kílómetra kafla Krýsuvíkurvegar um Vatnsskarð. 21. júní 2019 10:51 Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Sjá meira
Senn líður að því að unnt verði að aka umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi en Vegagerðin vinnur nú að endurbyggingu Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns. Vegarbæturnar gera þriðju leiðina milli Reykjavíkur og uppsveita Árnessýslu einnig að ákjósanlegum valkosti, eins og fjallað var um frétt Stöðvar 2. „Malbik endar." Þetta lesa vegfarendur þegar þeir aka af slitlaginu yfir á mölina með tilheyrandi skruðningi, steinkasti og þjóðvegaryki, - nokkuð sem ökumenn hafa mátt þola á stórum hluta Grafningsvegar sunnan Þingvallavatns.Grafningsvegur milli Nesjvalla og Úlfljótsvatns, alls ellefu kílómetrar, er nú að fá bundið slitlag. Verkið er unnið í tveimur áföngum.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.En núna eru loksins hafnar endurbætur. Byrjað var í fyrra á fimm kílómetra kafla milli Nesjavalla og Hagavíkur og brátt verður hafist handa við framhaldið; sex kílómetra kafla milli Hagavíkur og Úlfljótsvatns. Verktakinn Suðurtak á Selfossi er langt kominn með fyrri áfangann og hann átti einnig lægsta boð í seinni áfangann. Íbúar í Grafningi hlakka til að fá bundna slitlagið.Grafningsvegur við Ölfusvatn. Þessi kafli fær malbik á næsta ári.Stöð 2/Einar Árnason.„Alltaf mjög gott að fá góða vegi. Það er náttúrlega bara rykið og annað sem við losnum við og bílarnir endast miklu betur ef við erum með góða vegi,“ segir Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli. „Og líka fallegt svæði hérna í Grafningnum. Þetta er stórbrotið landsvæði,“ bætir hann við.Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli.Stöð 2/Einar Árnason.Á Bíldsbrún sjá þau Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson fram á betri tengingu við borgina en hún er oddviti Grímsness- og Grafningshrepps. „Það auðveldar fólki hérna Grafningsmegin að fara til Reykjavíkur. Það er þá hægt að fara Nesjavallaleiðina,“ segir Ása. Leið borgarbúa í uppsveitir Árnessýslu liggur ýmist um Hellisheiði eða um Mosfellsheiði og síðan áfram um Lyngdalsheiði. En með þessum vegarbótum nú fer þriðji valkosturinn að verða áhugaverður; að fara Nesjavallaleið og síðan áfram um Grafning.Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson á Bíldsbrún.Stöð 2/Einar Árnason.Vegarbæturnar gagnast jafnframt einhverri mestu sumarhúsabyggð landsins. „Við erum náttúrlega með bústaði í Grímsnesinu og þeir geta stytt sér leið, Nesjavallaleið. Og bústaðirnir allir við Þingvallavatn. Það munar um að dreifa umferðinni því að Hellisheiði og Selfosssvæðið er náttúrlega orðið löngu sprungið,“ segir Árni á Bíldsfelli. Þegar verkinu lýkur næsta sumar vantar bara malbik á einn kílómetra, vestan við Sogsvirkjanir, til að unnt sé að komast umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Samgöngur Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Síðasti malarkaflinn til Krýsuvíkur malbikaður Síðasti malarkaflinn á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur heyrir brátt sögunni til. Endurbætur eru að hefjast á 1,5 kílómetra kafla Krýsuvíkurvegar um Vatnsskarð. 21. júní 2019 10:51 Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Sjá meira
Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30
Síðasti malarkaflinn til Krýsuvíkur malbikaður Síðasti malarkaflinn á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur heyrir brátt sögunni til. Endurbætur eru að hefjast á 1,5 kílómetra kafla Krýsuvíkurvegar um Vatnsskarð. 21. júní 2019 10:51
Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30