Katrín Tanja: Toppurinn á tilverunni er ekki að vinna heimsleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 09:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Skjámynd/Youtube/CompTrain Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur unnið heimsleikana í CrossFit tvisvar sinnum og hefur setta stefnuna á þriðja sigurinn um Verslunarmannahelgina. Katrín Tanja leggur gríðarlega mikið á sig í undirbúningi sínum fyrir heimsleikana og ætlar sér stóra hluti þar að venju. Í viðtali í heimildarmynd um undirbúning CrossFit fólks fyrir leikana í ár segir Katrín frá þeirri upplifun að vinna heimsleikana og að það sé í raun ekki toppurinn á tilverunni eins og margir halda. „Fólk trúir því ekki þegar ég segi þetta. Þau halda það að vinna heimsleikana sé það besta í heimi. Þau halda að það sé toppurinn á tilverunni og þar upplifir þú hámarksánægju. Það er ekki þannig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir í heimildarmyndinni Gamesbound. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, bendir á þetta viðtal á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram"If you don't like the journey that you're on, the destination is not going to make you happy."⠀ -@katrintanja⠀ ⠀ New documentary, Gamesbound, is live on the CompTrain YouTube channel.⠀ ⠀ #Gamesbound #CompTrain #Earned⠀ : @christinedca & @ianwittenber A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Jul 17, 2019 at 9:34am PDT „Það er frábær stund að vinna heimsleikana og ég get ekki einu sinni lýst tilfinningunni. Það sem skiptir mig meira máli er þó ferðalagið að baki sigrinum og fólkið sem hjálpaði mér að ná þangað,“ sagði Katrín Tanja. „Að vinna heimsleikana í CrossFit er meira staðfesting á því sem þú gerðir til að komast þangað,“ sagði Katrín Tanja. „Þú vinnur ekki heimsleikana á einum tímapunkti. Það tekur mörg, mörg ár að komast á toppinn. Með því að hafa vini þína með þér á þeirri leið og að fá að gera allt með liðinu þínu skiptir öllu máli. Ég vann að þessu markmiði með þjálfaranum mínum, umboðsmanninum mínum, fjölskyldu minni og bestu vinum. Allt í einu uppsker maður fyrir alla þessa vinnu,“ sagði Katrín Tanja. „Þegar allt á er botninn hvolft þá snýst þetta ekki um endastöðina heldur miklu meira um ferðalagið þangað. Ef þú elskar ekki ferðalagið þá mun endastöðin ekki gera þig ánægða heldur,“ sagði Katrín Tanja. Það má sjá brot úr viðtalinu við hana hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur unnið heimsleikana í CrossFit tvisvar sinnum og hefur setta stefnuna á þriðja sigurinn um Verslunarmannahelgina. Katrín Tanja leggur gríðarlega mikið á sig í undirbúningi sínum fyrir heimsleikana og ætlar sér stóra hluti þar að venju. Í viðtali í heimildarmynd um undirbúning CrossFit fólks fyrir leikana í ár segir Katrín frá þeirri upplifun að vinna heimsleikana og að það sé í raun ekki toppurinn á tilverunni eins og margir halda. „Fólk trúir því ekki þegar ég segi þetta. Þau halda það að vinna heimsleikana sé það besta í heimi. Þau halda að það sé toppurinn á tilverunni og þar upplifir þú hámarksánægju. Það er ekki þannig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir í heimildarmyndinni Gamesbound. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, bendir á þetta viðtal á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram"If you don't like the journey that you're on, the destination is not going to make you happy."⠀ -@katrintanja⠀ ⠀ New documentary, Gamesbound, is live on the CompTrain YouTube channel.⠀ ⠀ #Gamesbound #CompTrain #Earned⠀ : @christinedca & @ianwittenber A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Jul 17, 2019 at 9:34am PDT „Það er frábær stund að vinna heimsleikana og ég get ekki einu sinni lýst tilfinningunni. Það sem skiptir mig meira máli er þó ferðalagið að baki sigrinum og fólkið sem hjálpaði mér að ná þangað,“ sagði Katrín Tanja. „Að vinna heimsleikana í CrossFit er meira staðfesting á því sem þú gerðir til að komast þangað,“ sagði Katrín Tanja. „Þú vinnur ekki heimsleikana á einum tímapunkti. Það tekur mörg, mörg ár að komast á toppinn. Með því að hafa vini þína með þér á þeirri leið og að fá að gera allt með liðinu þínu skiptir öllu máli. Ég vann að þessu markmiði með þjálfaranum mínum, umboðsmanninum mínum, fjölskyldu minni og bestu vinum. Allt í einu uppsker maður fyrir alla þessa vinnu,“ sagði Katrín Tanja. „Þegar allt á er botninn hvolft þá snýst þetta ekki um endastöðina heldur miklu meira um ferðalagið þangað. Ef þú elskar ekki ferðalagið þá mun endastöðin ekki gera þig ánægða heldur,“ sagði Katrín Tanja. Það má sjá brot úr viðtalinu við hana hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira