Ísland missir Nígeríu en ekki nýju Afríkumeistarana upp fyrir sig á FIFA-listanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 10:30 Aron Einar Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu eru búnir að missa Nígeríu upp fyrir sig á FIFA-listanum. Hér er mynd frá leik þjóðanna á HM 2018. EPA/SERGEI ILNITSKY Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun lækka um eitt sæti á næsta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem verður gefinn út formlega á fimmtudaginn. Íslenska landsliðið verður í 36. sæti nýja listans samkvæmt útreikningum spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Íslenska landsliðið spilaði ekki neinn leik frá útgáfu síðasta lista en margar aðrar þjóðir hafa unnið sér inn FIFA-stig í úrslitakeppnum sumarsins eins og Þjóðadeildinni, Copa America, Gullbikarnum og nú síðast Afríkukeppninni. Mister Chip hefur reikna allt þetta út og birti topp áttatíu listann á samfélagsmiðlum sínum.Terminaron la UEFA Nations League, la Copa América, la Copa Oro y la Copa África y ya os puedo adelantar el TOP-80 del próximo Ranking FIFA que será publicado el 25-julio. Sé que en CONCACAF estarán muy pendientes, por motivos obvios. pic.twitter.com/pBtdgJuwJI — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 19, 2019Ísland lækkar um eitt sæti eftir að hoppað upp í 35. sæti á síðasta lista Alþjóða knattspyrnusambandsins. Það er aðeins Nígería sem kemst upp fyrir Ísland á listanum sem verður gefinn út á fimmtudaginn kemur. Nígería endaði í þriðja sæti í Afríkukeppninni eftir sigur á Túnis í leiknum um þriðja sætið. Sá árangur nægði Nígeríumönnum til að hoppa úr 45. sæti upp í 35. sæti og þar með upp fyrir Ísland. Nígería tapaði fyrir Alsír í undanúrslitum Afríkukeppninnar og Alsír tryggði sér síðan Afríkumeistaratitilinn með því að vinna Senegal 1-0 í úrslitaleiknum. Sá árangur duði Alsír aftur á móti ekki til að komast upp fyrir Ísland á FIFA-listanum. Alsír verður í 39. sæti á nýja listanum eða þremur sætum neðar en Ísland. Senegal er hins vegar tuttugu sætum ofar í 19. sæti. Alsír var í 68. sæti á síðasta lista og er því að hoppa upp um 29 sæti. Senegal var í 22. sæti á júnílistanum. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun lækka um eitt sæti á næsta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem verður gefinn út formlega á fimmtudaginn. Íslenska landsliðið verður í 36. sæti nýja listans samkvæmt útreikningum spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Íslenska landsliðið spilaði ekki neinn leik frá útgáfu síðasta lista en margar aðrar þjóðir hafa unnið sér inn FIFA-stig í úrslitakeppnum sumarsins eins og Þjóðadeildinni, Copa America, Gullbikarnum og nú síðast Afríkukeppninni. Mister Chip hefur reikna allt þetta út og birti topp áttatíu listann á samfélagsmiðlum sínum.Terminaron la UEFA Nations League, la Copa América, la Copa Oro y la Copa África y ya os puedo adelantar el TOP-80 del próximo Ranking FIFA que será publicado el 25-julio. Sé que en CONCACAF estarán muy pendientes, por motivos obvios. pic.twitter.com/pBtdgJuwJI — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 19, 2019Ísland lækkar um eitt sæti eftir að hoppað upp í 35. sæti á síðasta lista Alþjóða knattspyrnusambandsins. Það er aðeins Nígería sem kemst upp fyrir Ísland á listanum sem verður gefinn út á fimmtudaginn kemur. Nígería endaði í þriðja sæti í Afríkukeppninni eftir sigur á Túnis í leiknum um þriðja sætið. Sá árangur nægði Nígeríumönnum til að hoppa úr 45. sæti upp í 35. sæti og þar með upp fyrir Ísland. Nígería tapaði fyrir Alsír í undanúrslitum Afríkukeppninnar og Alsír tryggði sér síðan Afríkumeistaratitilinn með því að vinna Senegal 1-0 í úrslitaleiknum. Sá árangur duði Alsír aftur á móti ekki til að komast upp fyrir Ísland á FIFA-listanum. Alsír verður í 39. sæti á nýja listanum eða þremur sætum neðar en Ísland. Senegal er hins vegar tuttugu sætum ofar í 19. sæti. Alsír var í 68. sæti á síðasta lista og er því að hoppa upp um 29 sæti. Senegal var í 22. sæti á júnílistanum.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Sjá meira