Stígi varlega til jarðar varðandi Uber Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. júlí 2019 06:00 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur segir að komi til þess að farveitur á borð við Uber hefji starfsemi í borginni þurfi að stíga varlega til jarðar. Uber geti bætt nýtingu á hverjum bíl en líka leitt til aukinnar umferðar. „Þetta er svolítið snúið mál og ekki hægt að mála þetta svart og hvítt. Borgarstjórn hefur lýst því yfir að hún styðji að fjöldatakmörkunum á leigubílum verði aflétt. Hins vegar þurfum við að stíga varlega til jarðar þegar kemur að svona fyrirtækjum eins og Uber,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Samkvæmt drögum að frumvarpi að nýjum lögum um leigubifreiðar stendur til að afnema fjöldatakmarkanir á leyfum til leigubílaaksturs. Eru slíkar takmarkanir ekki taldar samrýmast EES-samningnum. Málið er nú til frekari vinnslu hjá stjórnvöldum þar sem meðal annars er unnið úr þeim athugasemdum sem bárust meðan það var til umsagnar í samráðsgátt. Meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er að í frumvarpinu sé verið að setja íþyngjandi skilyrði sem komi í veg fyrir að farveitur á borð við Uber geti hafið starfsemi á Íslandi. Sigurborg segist óttast að komi til þess að Uber og sambærileg fyrirtæki hefji rekstur í Reykjavík muni það leiða til aukinnar umferðar. „Það er mjög gott að fá betri nýtingu á hverju farartæki fyrir sig en það er hins vegar ekki gott fyrir borgina og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ef umferðin er að fara að aukast vegna tilkomu þessara fyrirtækja. Það hefur sýnt sig að það hefur gerst í öðrum borgum.“ Fyrir borgina snúist þetta um að minnka umferð til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um minni útblástur. „Þetta snýst líka um betri landnotkun. Það er praktískt fyrir okkur að hafa færri bílastæði og nýta borgina betur. Uber getur hjálpað til við þetta en getur líka aukið umferð. “ Borgin vilji fá fleiri leigubíla þar sem nýting hvers bíls sé mjög góð en huga þurfi vel að því hvernig Uber myndi þróast í borginni. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Leigubílar Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Fyrsti starfsmaður Uber hættir í stjórn fyrirtækisins Ryan Graves mun láta af störfum sem stjórnarmeðlimur frá og með mánudeginum. 24. maí 2019 22:54 Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02 Uber hættir í Barcelona vegna nýrra reglna Samkvæmt nýju reglunum mega bílstjórar farveitna eins og Uber ekki sækja farþegar fyrr en að minnsta kosti korteri eftir að far er bókað. 31. janúar 2019 11:32 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur segir að komi til þess að farveitur á borð við Uber hefji starfsemi í borginni þurfi að stíga varlega til jarðar. Uber geti bætt nýtingu á hverjum bíl en líka leitt til aukinnar umferðar. „Þetta er svolítið snúið mál og ekki hægt að mála þetta svart og hvítt. Borgarstjórn hefur lýst því yfir að hún styðji að fjöldatakmörkunum á leigubílum verði aflétt. Hins vegar þurfum við að stíga varlega til jarðar þegar kemur að svona fyrirtækjum eins og Uber,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Samkvæmt drögum að frumvarpi að nýjum lögum um leigubifreiðar stendur til að afnema fjöldatakmarkanir á leyfum til leigubílaaksturs. Eru slíkar takmarkanir ekki taldar samrýmast EES-samningnum. Málið er nú til frekari vinnslu hjá stjórnvöldum þar sem meðal annars er unnið úr þeim athugasemdum sem bárust meðan það var til umsagnar í samráðsgátt. Meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er að í frumvarpinu sé verið að setja íþyngjandi skilyrði sem komi í veg fyrir að farveitur á borð við Uber geti hafið starfsemi á Íslandi. Sigurborg segist óttast að komi til þess að Uber og sambærileg fyrirtæki hefji rekstur í Reykjavík muni það leiða til aukinnar umferðar. „Það er mjög gott að fá betri nýtingu á hverju farartæki fyrir sig en það er hins vegar ekki gott fyrir borgina og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ef umferðin er að fara að aukast vegna tilkomu þessara fyrirtækja. Það hefur sýnt sig að það hefur gerst í öðrum borgum.“ Fyrir borgina snúist þetta um að minnka umferð til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um minni útblástur. „Þetta snýst líka um betri landnotkun. Það er praktískt fyrir okkur að hafa færri bílastæði og nýta borgina betur. Uber getur hjálpað til við þetta en getur líka aukið umferð. “ Borgin vilji fá fleiri leigubíla þar sem nýting hvers bíls sé mjög góð en huga þurfi vel að því hvernig Uber myndi þróast í borginni.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Leigubílar Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Fyrsti starfsmaður Uber hættir í stjórn fyrirtækisins Ryan Graves mun láta af störfum sem stjórnarmeðlimur frá og með mánudeginum. 24. maí 2019 22:54 Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02 Uber hættir í Barcelona vegna nýrra reglna Samkvæmt nýju reglunum mega bílstjórar farveitna eins og Uber ekki sækja farþegar fyrr en að minnsta kosti korteri eftir að far er bókað. 31. janúar 2019 11:32 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Fyrsti starfsmaður Uber hættir í stjórn fyrirtækisins Ryan Graves mun láta af störfum sem stjórnarmeðlimur frá og með mánudeginum. 24. maí 2019 22:54
Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02
Uber hættir í Barcelona vegna nýrra reglna Samkvæmt nýju reglunum mega bílstjórar farveitna eins og Uber ekki sækja farþegar fyrr en að minnsta kosti korteri eftir að far er bókað. 31. janúar 2019 11:32