Afgönsk stjórnvöld vilja að Trump skýri ummæli um gereyðingu Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2019 09:01 Á fundi með Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, fullyrti Trump að hann gæti unnið stríðið í Afganistan á tíu dögum með því að láta stórum sprengjum rigna yfir landið. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kabúl hafa krafið Donald Trump Bandaríkjaforseta um skýringar á ummælum hans um að hann gæti unnið stríðið í Afganistan á tíu dögum með því að „má Afganistan af yfirborði jarðar“ í gær. Indverjar hafa einnig borið til baka fullyrðingu Trump um að Modi forsætisráðherra hafi beðið hann um að miðla málum í Kasmír. Bæði ummælin lét Trump falla eftir fund með Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, í Hvíta húsinu í gær. Þar var hann meðal annars spurður út í gang viðræðna við talibana og stríðið í Afganistan. „Ef við vildum há stríð í Afganistan og sigra gæti ég unnið stríðið á viku. Ég vil bara ekki drepa tíu milljónir manna,“ sagði bandaríski forsetinn sem útskýrði síðar að hann hefði áætlanir um að láta gríðarstórum sprengjum rigna yfir Afganistan sem myndu gereyða landinu. „Ég vil ekki fara þá leið,“ sagði Trump.Sitting with Pakistan's prime minister, Donald Trump said he's committed to working with regional partners to “extricate” U.S. troops from Afghanistan and bring an end to the near two-decades old military conflict https://t.co/Jbb79261nm pic.twitter.com/tXDFjEB2Pq— POLITICO (@politico) July 22, 2019 Þær fullyrðingar Bandaríkjaforseta hugnuðust ekki stjórnvöldum í Afganistan. Í yfirlýsingu frá forsetahöll landsins sagði að afganska þjóðin myndi aldrei leyfa erlendu veldi að ákveða örlög þess, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á fundinum í Hvíta húsinu lagði Khan til að Trump miðlaði málum í Kasmírhéraði þar sem Indverjar og Pakistanir hafa lengi eldað grátt silfur saman. Trump tók vel í þá hugmynd og fullyrti að Narendra Modi, forsætisráðherra, hefði beðið sig um að gera það. Talsmaður utanríkisráðuneytisins Indlands hafnaði þeirri fullyrðingu snarlega á Twitter. Modi hefði ekki sett fram neina slíka beiðni til Trump, að sögn Washington Post. Afganistan Bandaríkin Donald Trump Indland Pakistan Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Stjórnvöld í Kabúl hafa krafið Donald Trump Bandaríkjaforseta um skýringar á ummælum hans um að hann gæti unnið stríðið í Afganistan á tíu dögum með því að „má Afganistan af yfirborði jarðar“ í gær. Indverjar hafa einnig borið til baka fullyrðingu Trump um að Modi forsætisráðherra hafi beðið hann um að miðla málum í Kasmír. Bæði ummælin lét Trump falla eftir fund með Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, í Hvíta húsinu í gær. Þar var hann meðal annars spurður út í gang viðræðna við talibana og stríðið í Afganistan. „Ef við vildum há stríð í Afganistan og sigra gæti ég unnið stríðið á viku. Ég vil bara ekki drepa tíu milljónir manna,“ sagði bandaríski forsetinn sem útskýrði síðar að hann hefði áætlanir um að láta gríðarstórum sprengjum rigna yfir Afganistan sem myndu gereyða landinu. „Ég vil ekki fara þá leið,“ sagði Trump.Sitting with Pakistan's prime minister, Donald Trump said he's committed to working with regional partners to “extricate” U.S. troops from Afghanistan and bring an end to the near two-decades old military conflict https://t.co/Jbb79261nm pic.twitter.com/tXDFjEB2Pq— POLITICO (@politico) July 22, 2019 Þær fullyrðingar Bandaríkjaforseta hugnuðust ekki stjórnvöldum í Afganistan. Í yfirlýsingu frá forsetahöll landsins sagði að afganska þjóðin myndi aldrei leyfa erlendu veldi að ákveða örlög þess, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á fundinum í Hvíta húsinu lagði Khan til að Trump miðlaði málum í Kasmírhéraði þar sem Indverjar og Pakistanir hafa lengi eldað grátt silfur saman. Trump tók vel í þá hugmynd og fullyrti að Narendra Modi, forsætisráðherra, hefði beðið sig um að gera það. Talsmaður utanríkisráðuneytisins Indlands hafnaði þeirri fullyrðingu snarlega á Twitter. Modi hefði ekki sett fram neina slíka beiðni til Trump, að sögn Washington Post.
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Indland Pakistan Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira