Trúnaðarmaður getur ekkert fullyrt um ljósbogann Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 23. júlí 2019 10:29 Frá álverinu í Straumsvík. Vísir/Arnar Trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segist ekki hafa fengið upplýsingar um það hvort svokallaður ljósbogi hafi myndast í einum kerskála álversins í gær. Hann segist þeirrar skoðunar að ef ljósbogi hafi myndast hefðu forsvarsmenn fyrirtækisins átt að senda út fréttatilkynningu þess efnis. Greint var frá því í gær að slökkva hefði þurft á kerskála þrjú í álverinu í Straumsvík í gær. Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi tjáði Vísi í gær að það hefði verið gert vegna óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til þess að annað súrál hafi verið notað en venjulega. Lokunin hafi átt að tryggja öryggi starfsmanna.Mbl hafði svo eftir heimildum sínum í gær að svokallaður ljósbogi hefði myndast í kerskálanum. Bjarni Már hefur hingað til ekki viljað tjá sig um ljósbogann við fjölmiðla.Hefur ekki komið á vettvang Reinhold Richter trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi rætt við samstarfsmenn sína og sé að reyna að afla upplýsinga um málið.Skjáskot af frétt Fréttablaðsins frá 29. júlí 2015.Skjáskot/FréttablaðiðReinhold segir ljóst að eitthvað hafi gerst, en hvort að ljósbogi hafi myndast eða ekki geti hann ekki fullyrt um. Hann hafi jafnframt ekki séð vettvanginn. Ljósbogi myndaðist við skammhlaup í álverinu í Straumsvík í júní árið 2001, í sama kerskála og slökkt var á í gær. Þá brenndust tveir menn alvarlega við gangsetningu á rafgreiningarkerfi. Annar þeirra lést af sárum sínum nokkrum dögum síðar. Þetta er í annað sinn sem kerskála er lokað í álverinu en það gerðist síðast árið 2006 þegar rafmagn fór af kerskála þrjú. Þá var tjónið metið á fjórða milljarða og tók mánuði að koma allri starfsemi aftur í gang. Um þriðjungur álframleiðslu álversins fer fram í skála þrjú. Árið 2015, þegar verkfall starfsmanna álversins var yfirvofandi, sögðu stjórnendur álversins að slökkva yrði á kerskála í verksmiðjunni, kæmi til verkfalla. Var haft eftir þeim í Fréttablaðinu að yrði slökkt á kerskálanum jafngilti það lokun fyrirtækisins. Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. 22. júlí 2019 10:08 Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segist ekki hafa fengið upplýsingar um það hvort svokallaður ljósbogi hafi myndast í einum kerskála álversins í gær. Hann segist þeirrar skoðunar að ef ljósbogi hafi myndast hefðu forsvarsmenn fyrirtækisins átt að senda út fréttatilkynningu þess efnis. Greint var frá því í gær að slökkva hefði þurft á kerskála þrjú í álverinu í Straumsvík í gær. Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi tjáði Vísi í gær að það hefði verið gert vegna óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til þess að annað súrál hafi verið notað en venjulega. Lokunin hafi átt að tryggja öryggi starfsmanna.Mbl hafði svo eftir heimildum sínum í gær að svokallaður ljósbogi hefði myndast í kerskálanum. Bjarni Már hefur hingað til ekki viljað tjá sig um ljósbogann við fjölmiðla.Hefur ekki komið á vettvang Reinhold Richter trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi rætt við samstarfsmenn sína og sé að reyna að afla upplýsinga um málið.Skjáskot af frétt Fréttablaðsins frá 29. júlí 2015.Skjáskot/FréttablaðiðReinhold segir ljóst að eitthvað hafi gerst, en hvort að ljósbogi hafi myndast eða ekki geti hann ekki fullyrt um. Hann hafi jafnframt ekki séð vettvanginn. Ljósbogi myndaðist við skammhlaup í álverinu í Straumsvík í júní árið 2001, í sama kerskála og slökkt var á í gær. Þá brenndust tveir menn alvarlega við gangsetningu á rafgreiningarkerfi. Annar þeirra lést af sárum sínum nokkrum dögum síðar. Þetta er í annað sinn sem kerskála er lokað í álverinu en það gerðist síðast árið 2006 þegar rafmagn fór af kerskála þrjú. Þá var tjónið metið á fjórða milljarða og tók mánuði að koma allri starfsemi aftur í gang. Um þriðjungur álframleiðslu álversins fer fram í skála þrjú. Árið 2015, þegar verkfall starfsmanna álversins var yfirvofandi, sögðu stjórnendur álversins að slökkva yrði á kerskála í verksmiðjunni, kæmi til verkfalla. Var haft eftir þeim í Fréttablaðinu að yrði slökkt á kerskálanum jafngilti það lokun fyrirtækisins.
Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. 22. júlí 2019 10:08 Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. 22. júlí 2019 10:08
Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45