Mikil aukning í sölu kampavíns milli ára Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. júlí 2019 07:00 Kampavín og freyðivín eru vinsæl í sumarhitanum, en salan tekur stórt stökk milli ára. Fréttablaðið/Stefán Sala áfengis hefur aukist um þrjú prósent á milli ára ef skoðað er tímabilið 1. janúar til 22. júlí. Á þessum tíma hafa selst 12,2 milljónir lítra af áfengi miðað við 11,8 í fyrra. Blíðviðri sumarsins á vafalaust hlut að máli því hafa verður í huga að ferðamönnum hefur fækkað. „Aukningin er búin að vera nokkuð jöfn á þessu ári en fór aðeins upp í sumar,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Vínbúðirnar halda þó enga skrá yfir hvort salan sé meiri eða minni í góðu veðri eða slæmu. Sala á hvítvíni það sem af er ári er um 6,5 prósent meiri á milli ára en sala á rauðvíni er 1,5% prósent minni. Það sem er athyglisverðast er að sala á freyðivíni og kampavíni hefur aukist um 30 prósent. „Stundum er því haldið fram að sala hvítvíns endurspegli gott veður og það er kannski raunin í ár, þótt það séu eingöngu getgátur,“ segir Sigrún. Hún vill ekki meina að birgðastaðan sé í neinni hættu en upp getur komið sú staða að einstaka tegund seljist upp í landinu. „Almennt séð erum við góð í vöruvali,“ segir hún. Hvað aðrar tegundir varðar þá hefur sala lagerbjórs aukist um 2,3 prósent og annars bjórs, eins og til dæmis IPA og craft-bjórs, um 9,9 prósent. Sala blandaðra drykkja hefur aukist um 24,6 prósent og sterkra vína um 1,1 prósent. Þá hefur sala ávaxtavína eða svoköllaðra „cidera“ minnkað um 12,5 prósent. Fækkun ferðamanna hefur verið mikið til umræðu en Sigrún segist ekki geta metið áhrif hennar á áfengissölu. „Það getur verið að það hafi meiri áhrif á veitingahúsageirann en okkur,“ segir hún. Það styttist í verslunarmannahelgina en vikan fyrir hana er annasamasti tími ársins í Vínbúðunum. 137 þúsund viðskiptavinir komu árið 2018 og seldir voru 756 þúsund lítrar. Föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi er að jafnaði einn stærsti dagur ársins þegar litið er til fjölda viðskiptavina. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Sala áfengis hefur aukist um þrjú prósent á milli ára ef skoðað er tímabilið 1. janúar til 22. júlí. Á þessum tíma hafa selst 12,2 milljónir lítra af áfengi miðað við 11,8 í fyrra. Blíðviðri sumarsins á vafalaust hlut að máli því hafa verður í huga að ferðamönnum hefur fækkað. „Aukningin er búin að vera nokkuð jöfn á þessu ári en fór aðeins upp í sumar,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Vínbúðirnar halda þó enga skrá yfir hvort salan sé meiri eða minni í góðu veðri eða slæmu. Sala á hvítvíni það sem af er ári er um 6,5 prósent meiri á milli ára en sala á rauðvíni er 1,5% prósent minni. Það sem er athyglisverðast er að sala á freyðivíni og kampavíni hefur aukist um 30 prósent. „Stundum er því haldið fram að sala hvítvíns endurspegli gott veður og það er kannski raunin í ár, þótt það séu eingöngu getgátur,“ segir Sigrún. Hún vill ekki meina að birgðastaðan sé í neinni hættu en upp getur komið sú staða að einstaka tegund seljist upp í landinu. „Almennt séð erum við góð í vöruvali,“ segir hún. Hvað aðrar tegundir varðar þá hefur sala lagerbjórs aukist um 2,3 prósent og annars bjórs, eins og til dæmis IPA og craft-bjórs, um 9,9 prósent. Sala blandaðra drykkja hefur aukist um 24,6 prósent og sterkra vína um 1,1 prósent. Þá hefur sala ávaxtavína eða svoköllaðra „cidera“ minnkað um 12,5 prósent. Fækkun ferðamanna hefur verið mikið til umræðu en Sigrún segist ekki geta metið áhrif hennar á áfengissölu. „Það getur verið að það hafi meiri áhrif á veitingahúsageirann en okkur,“ segir hún. Það styttist í verslunarmannahelgina en vikan fyrir hana er annasamasti tími ársins í Vínbúðunum. 137 þúsund viðskiptavinir komu árið 2018 og seldir voru 756 þúsund lítrar. Föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi er að jafnaði einn stærsti dagur ársins þegar litið er til fjölda viðskiptavina.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira