Thatcher með hamslaust hár Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júlí 2019 07:00 Johnson vann leiðtogakjörið með miklum yfirburðum. Fékk nærri tvöfalt fleiri atkvæði en Hunt. Nordicphotos/AFP Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, gengur á fund Bretlandsdrottningar í dag þar sem hann fær að öllu óbreyttu heimild til að mynda ríkisstjórn og þannig verða forsætisráðherra landsins. Tekur hann við af Theresu May. Þetta kom í ljós í gær þegar tilkynnt var um að meðlimir Íhaldsflokksins völdu hann fram yfir Jeremy Hunt, núverandi utanríkisráðherra. Niðurstöðurnar komu fæstum, jafnvel engum, á óvart enda hafði Johnson mælst mun vinsælli í öllum skoðanakönnunum. Hann fékk rétt tæplega tvöfaldan atkvæðafjölda Hunts. „Við munum klára Brexit þann 31. október og nýta okkur þau tækifæri sem þá bjóðast,“ sagði Johnson í sigurræðu sinni og bætti við: „Við munum fá sjálfstraustið á ný. Líkt og sofandi risi munum við vakna upp og hrista af okkur bönd efa og neikvæðni.“ Hunt sagðist aftur á móti afar vonsvikinn í viðtali við breska ríkisútvarpið. Sagði að Johnson myndi standa sig vel og að hann hefði óbilandi trú á Bretlandi. „Þetta var alltaf að fara að vera erfitt fyrir okkur af því ég greiddi atkvæði gegn útgöngu. Ég held að mörgum flokksmönnum hafi þótt mikilvægt að styðja einhvern sem greiddi atkvæði með Brexit. Þetta var, svona eftir á að hyggja, óyfirstíganleg hindrun,“ sagði utanríkisráðherrann. Það er einmitt Brexit sem þetta snýst allt saman um. Hvað sem líður kyrrsetningu breskra skipa á Persaflóa eða vá sem stafar af mögulegri þátttöku hins kínverska Huawei í fjarskiptauppbyggingu tröllríður útgöngumálið allri stjórnmálaumræðu á Bretlandi. Johnson hefur heitið því að halda í samþykktan útgöngudag, 31. október, hvað sem öðru líður. Hann vill ekki fresta útgöngu líkt og May-stjórnin gerði eftir að þingið hafnaði samningnum sem hún náði við Evrópusambandið. Útgöngu var áður frestað vegna þess að hvorki þing né ríkisstjórn vildu ganga út án samnings en ef marka má orð Johnsons væri samningslaus útganga, sem varað hefur verið við að yrði afar dýrkeypt, engin fyrirstaða. Óttinn við samningslausa útgöngu sem og umdeild persóna Johnsons, sem í gegnum tíðina hefur til að mynda líkt konum í búrkum við póstkassa, ESB við Hitler og Napóleon, sagt asískt fólk yfirburðagreint og svart fólk heimskt og sagt ósatt um fjárhagslegan ávinning Brexit, leiddi strax í gær til afsagnar nokkurra ráðherra. Anne Milton menntamálaráðherra sagðist til að mynda segja af sér vegna þess að það væri þörf á skynsemi í útgöngumálinu og David Gauke, dómsmálaráðherra og mikill andstæðingur samningslausrar útgöngu, gerði slíkt hið sama. Áður höfðu fjármálaráðherra, aðstoðarutanríkisráðherra og menningarmálaráðherra sagt af sér þar sem þau gátu ekki hugsað sér að starfa undir Johnson. Kjöri hins umdeilda Johnsons var misjafnlega tekið úti í heimi og utan Íhaldsflokksins. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði af og frá að Johnson nyti stuðnings þjóðarinnar. Frans Timmerman, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB, varaði svo við því að May-samningnum yrði kastað fyrir borð. Öllu glaðari var Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagði Johnson bæði harðan af sér og greindan. „Þau kalla hann Bretlands-Trump. Fólk segir að það sé gott, þau kunna vel við mig þarna. Boris er góður, hann mun standa sig vel,“ sagði forsetinn. Newt Gingrich, fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og mikill stuðningsmaður Trumps, tók í sama streng og sagði spennandi tíma fram undan. „Skriffinnarnir hjá Evrópusambandinu munu sjá að hann er mun klárari og seigari en fyrirrennarinn. Ímyndið ykkur Margaret Thatcher með hamslaust hár.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, gengur á fund Bretlandsdrottningar í dag þar sem hann fær að öllu óbreyttu heimild til að mynda ríkisstjórn og þannig verða forsætisráðherra landsins. Tekur hann við af Theresu May. Þetta kom í ljós í gær þegar tilkynnt var um að meðlimir Íhaldsflokksins völdu hann fram yfir Jeremy Hunt, núverandi utanríkisráðherra. Niðurstöðurnar komu fæstum, jafnvel engum, á óvart enda hafði Johnson mælst mun vinsælli í öllum skoðanakönnunum. Hann fékk rétt tæplega tvöfaldan atkvæðafjölda Hunts. „Við munum klára Brexit þann 31. október og nýta okkur þau tækifæri sem þá bjóðast,“ sagði Johnson í sigurræðu sinni og bætti við: „Við munum fá sjálfstraustið á ný. Líkt og sofandi risi munum við vakna upp og hrista af okkur bönd efa og neikvæðni.“ Hunt sagðist aftur á móti afar vonsvikinn í viðtali við breska ríkisútvarpið. Sagði að Johnson myndi standa sig vel og að hann hefði óbilandi trú á Bretlandi. „Þetta var alltaf að fara að vera erfitt fyrir okkur af því ég greiddi atkvæði gegn útgöngu. Ég held að mörgum flokksmönnum hafi þótt mikilvægt að styðja einhvern sem greiddi atkvæði með Brexit. Þetta var, svona eftir á að hyggja, óyfirstíganleg hindrun,“ sagði utanríkisráðherrann. Það er einmitt Brexit sem þetta snýst allt saman um. Hvað sem líður kyrrsetningu breskra skipa á Persaflóa eða vá sem stafar af mögulegri þátttöku hins kínverska Huawei í fjarskiptauppbyggingu tröllríður útgöngumálið allri stjórnmálaumræðu á Bretlandi. Johnson hefur heitið því að halda í samþykktan útgöngudag, 31. október, hvað sem öðru líður. Hann vill ekki fresta útgöngu líkt og May-stjórnin gerði eftir að þingið hafnaði samningnum sem hún náði við Evrópusambandið. Útgöngu var áður frestað vegna þess að hvorki þing né ríkisstjórn vildu ganga út án samnings en ef marka má orð Johnsons væri samningslaus útganga, sem varað hefur verið við að yrði afar dýrkeypt, engin fyrirstaða. Óttinn við samningslausa útgöngu sem og umdeild persóna Johnsons, sem í gegnum tíðina hefur til að mynda líkt konum í búrkum við póstkassa, ESB við Hitler og Napóleon, sagt asískt fólk yfirburðagreint og svart fólk heimskt og sagt ósatt um fjárhagslegan ávinning Brexit, leiddi strax í gær til afsagnar nokkurra ráðherra. Anne Milton menntamálaráðherra sagðist til að mynda segja af sér vegna þess að það væri þörf á skynsemi í útgöngumálinu og David Gauke, dómsmálaráðherra og mikill andstæðingur samningslausrar útgöngu, gerði slíkt hið sama. Áður höfðu fjármálaráðherra, aðstoðarutanríkisráðherra og menningarmálaráðherra sagt af sér þar sem þau gátu ekki hugsað sér að starfa undir Johnson. Kjöri hins umdeilda Johnsons var misjafnlega tekið úti í heimi og utan Íhaldsflokksins. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði af og frá að Johnson nyti stuðnings þjóðarinnar. Frans Timmerman, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB, varaði svo við því að May-samningnum yrði kastað fyrir borð. Öllu glaðari var Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagði Johnson bæði harðan af sér og greindan. „Þau kalla hann Bretlands-Trump. Fólk segir að það sé gott, þau kunna vel við mig þarna. Boris er góður, hann mun standa sig vel,“ sagði forsetinn. Newt Gingrich, fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og mikill stuðningsmaður Trumps, tók í sama streng og sagði spennandi tíma fram undan. „Skriffinnarnir hjá Evrópusambandinu munu sjá að hann er mun klárari og seigari en fyrirrennarinn. Ímyndið ykkur Margaret Thatcher með hamslaust hár.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51
Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent