Veitingaskáli á Myrká heima hjá frægasta draugi Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 25. júlí 2019 21:11 Oddgeir Sigurjónsson er bóndi á Myrká en einnig heilbrigðisfulltrúi og ostagerðarmeistari. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hverjum gæti dottið í hug að byggja upp ferðaþjónustu á grunni draugasögu? Jú, bændunum á Myrká í Hörgárdal þar sem frægasti draugur Íslands, djákninn á Myrká, ásótti Guðrúnu forðum og kallaði Garúnu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Bærinn Myrká er í framanverðum Hörgárdal, handan við Hraundranga. Þar voru áður kirkja og prestssetur og kirkjugarðurinn er enn notaður.Frá Myrká í Hörgárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þegar menn heyra um Myrká kemur þó eflaust fyrst upp í hugann draugurinn magnaði og núna áforma bændur að gera út á frægð hans. Oddgeir Sigurjónsson bóndi og ostagerðarmeistari byrjar á því að sýna okkur stein allmikinn, sem stendur utan kirkjugarðs, en undir honum er sagt að djákninn hvíli.Djákninn er sagður hvíla undir þessum steini, utan kirkjugarðs.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Í þjóðsögunni, sko. Já, drengur minn, hér var hann settur. Það var ekki hægt að setja hann innan garðs því að hann gekk aftur.“ Oddgeir og kona hans, Áslaug Stefánsdóttir, keyptu Myrká fyrir sex árum. Þau reka þar sauðfjárbú en Oddgeir starfar jafnframt sem heilbrigðisfulltrúi. En er fólk að koma að Myrká vegna draugasögunnar?Skyldu ferðamenn þora heim að Myrká?Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, mikið. Það er þó nokkuð mikil traffík út af því. Fólk kemur og spyr um raunveruleikann og vill gjarnan forvitnast meira,“ segir Oddgeir. Djákninn á Myrká átti að hafa drukknað í Hörgá litlu fyrir jól á heimleið frá ástkonu sinni, Guðrúnu, vinnukonu prestsins á Bægisá, en hún vissi ekki af slysinu þegar hann vildi næst ná fundum hennar á aðfangadag. Hann var þá genginn aftur og gat ekki sagt kristilegt nafn hennar. Því mælti hann „Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. Hér er sagan um djáknann á Myrká.Áslaug Stefánsdóttir í veitingasalnum á Myrká.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En núna er búið að innrétta veitingasal á Myrká og Áslaug húsfreyja segist hafa byrjað á að fá hópa hestamanna. „Ég er að stefna bara að því að hafa svona litla hópa sem gætu komið og þegið einhverjar smáveitingar, - bara þannig að ég stjórni því samt sjálf.“ -Er Myrká góður staður til að gera út á ferðamenn og kannski hestamenn? „Það á eftir að koma í ljós,“ svarar Áslaug og brosir.Veitingasalurinn er í útihúsunum til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þjóðsögunni bjargaði Guðrún sér frá draugnum með því að hringja kirkjuklukkunni. Myrkárbændur óttast hann þó ekki. „Þetta er mjög vingjarnlegur draugur í okkar huga, þó að hann hafi ekki verið það á þeim tíma, miðað við lýsingar. En hann kemur óskaplega vel fram við okkur,“ segir Oddgeir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Einu sinni var... Ferðamennska á Íslandi Hörgársveit Landbúnaður Næturgestir Tengdar fréttir Draugur sem sýslumaður Seyðfirðinga slóst við Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. 23. febrúar 2014 20:00 Svala skíthrædd í fyrsta þættinum Þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Eyþórsson fara af stað með nýjan þátt á mánudagskvöldið á Stöð 2 og nefnist þátturinn Næturgestir. 3. maí 2019 13:30 Reimleikinn í Hvítárnesi: Sparkað úr rúminu og greinilegt kvenmannsandlit í eldhúsglugganum Ekkert lát er á reimleikanum í Hvítárnesskála. 20. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Sjá meira
Hverjum gæti dottið í hug að byggja upp ferðaþjónustu á grunni draugasögu? Jú, bændunum á Myrká í Hörgárdal þar sem frægasti draugur Íslands, djákninn á Myrká, ásótti Guðrúnu forðum og kallaði Garúnu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Bærinn Myrká er í framanverðum Hörgárdal, handan við Hraundranga. Þar voru áður kirkja og prestssetur og kirkjugarðurinn er enn notaður.Frá Myrká í Hörgárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þegar menn heyra um Myrká kemur þó eflaust fyrst upp í hugann draugurinn magnaði og núna áforma bændur að gera út á frægð hans. Oddgeir Sigurjónsson bóndi og ostagerðarmeistari byrjar á því að sýna okkur stein allmikinn, sem stendur utan kirkjugarðs, en undir honum er sagt að djákninn hvíli.Djákninn er sagður hvíla undir þessum steini, utan kirkjugarðs.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Í þjóðsögunni, sko. Já, drengur minn, hér var hann settur. Það var ekki hægt að setja hann innan garðs því að hann gekk aftur.“ Oddgeir og kona hans, Áslaug Stefánsdóttir, keyptu Myrká fyrir sex árum. Þau reka þar sauðfjárbú en Oddgeir starfar jafnframt sem heilbrigðisfulltrúi. En er fólk að koma að Myrká vegna draugasögunnar?Skyldu ferðamenn þora heim að Myrká?Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, mikið. Það er þó nokkuð mikil traffík út af því. Fólk kemur og spyr um raunveruleikann og vill gjarnan forvitnast meira,“ segir Oddgeir. Djákninn á Myrká átti að hafa drukknað í Hörgá litlu fyrir jól á heimleið frá ástkonu sinni, Guðrúnu, vinnukonu prestsins á Bægisá, en hún vissi ekki af slysinu þegar hann vildi næst ná fundum hennar á aðfangadag. Hann var þá genginn aftur og gat ekki sagt kristilegt nafn hennar. Því mælti hann „Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. Hér er sagan um djáknann á Myrká.Áslaug Stefánsdóttir í veitingasalnum á Myrká.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En núna er búið að innrétta veitingasal á Myrká og Áslaug húsfreyja segist hafa byrjað á að fá hópa hestamanna. „Ég er að stefna bara að því að hafa svona litla hópa sem gætu komið og þegið einhverjar smáveitingar, - bara þannig að ég stjórni því samt sjálf.“ -Er Myrká góður staður til að gera út á ferðamenn og kannski hestamenn? „Það á eftir að koma í ljós,“ svarar Áslaug og brosir.Veitingasalurinn er í útihúsunum til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þjóðsögunni bjargaði Guðrún sér frá draugnum með því að hringja kirkjuklukkunni. Myrkárbændur óttast hann þó ekki. „Þetta er mjög vingjarnlegur draugur í okkar huga, þó að hann hafi ekki verið það á þeim tíma, miðað við lýsingar. En hann kemur óskaplega vel fram við okkur,“ segir Oddgeir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Einu sinni var... Ferðamennska á Íslandi Hörgársveit Landbúnaður Næturgestir Tengdar fréttir Draugur sem sýslumaður Seyðfirðinga slóst við Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. 23. febrúar 2014 20:00 Svala skíthrædd í fyrsta þættinum Þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Eyþórsson fara af stað með nýjan þátt á mánudagskvöldið á Stöð 2 og nefnist þátturinn Næturgestir. 3. maí 2019 13:30 Reimleikinn í Hvítárnesi: Sparkað úr rúminu og greinilegt kvenmannsandlit í eldhúsglugganum Ekkert lát er á reimleikanum í Hvítárnesskála. 20. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Sjá meira
Draugur sem sýslumaður Seyðfirðinga slóst við Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. 23. febrúar 2014 20:00
Svala skíthrædd í fyrsta þættinum Þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Eyþórsson fara af stað með nýjan þátt á mánudagskvöldið á Stöð 2 og nefnist þátturinn Næturgestir. 3. maí 2019 13:30
Reimleikinn í Hvítárnesi: Sparkað úr rúminu og greinilegt kvenmannsandlit í eldhúsglugganum Ekkert lát er á reimleikanum í Hvítárnesskála. 20. febrúar 2015 15:00