Forgangsröðun Davíð Stefánsson skrifar 29. júlí 2019 07:00 Heilbrigðisþjónusta varðar það sem mestu skiptir, hamingju og lífsgæði fólks. Flest erum við sammála um að nýta sameiginlega sjóði til að tryggja örugga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu aðgengilega öllum landsmönnum. En þetta kostar sitt. Nýir möguleikar til greiningar og meðferðar sjúkdóma kalla á æ meiri kostnað. Næstu áratugi aukast áskoranirnar enn með meiri öldrun þjóðarinnar og lægri fæðingartíðni. Þar sem fjármagn er af skornum skammti verður stóra málið forgangsröðun fjármuna og hagkvæmasta nýting þeirra. Sú heilbrigðisstefna til ársins 2030 sem Alþingi samþykkti nú í sumar fjallar um skipulag, verkaskiptingu og ábyrgð innan heilbrigðiskerfisins í þágu betri þjónustu við sjúklinga. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við þá ofurtrú ráðherrans að ríkisvaldið eitt eigi að sinna heilbrigðismálum. Gagnrýnt var að lítið samráð væri haft við hryggjarstykkið í íslenskri heilbrigðisþjónustu, það er alla þá sem standa utan ríkisrekinna stofnana. Kröfunni um fyrsta flokks þjónustu við sjúklinga með hagkvæmni að leiðarljósi verður best svarað með því að hvetja til samkeppni í heilbrigðisþjónustu. Þannig nýtast fjármunir skattgreiðenda best. Þróa þarf áfram sérhæfða sjúkrahúsþjónustu á vegum annarra en hins opinbera með greiðsluþátttöku ríkisvaldsins á sömu forsendum og þjónusta hins opinbera. Þannig kaupi ríkið fyrir fram skilgreinda þjónustu en nýti samkeppni og fjölbreytt rekstrarform til að ná fram hagræðingu, aukinni hagkvæmni og gæðum. Heilbrigðisráðherra ritaði nýlega grein um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Þar sagði hún kröfur um forgangsröðun aukast og mikilvægt sé að byggt sé á skýrum viðmiðum og siðferðilegum gildum sem sátt ríki um. Undir þetta skal tekið. Þessi forgangsröðun er eitt af erfiðari viðfangsefnum stjórnmála komandi ára. Það var því eftir því tekið þegar Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum, ritaði nýlega grein þar sem hann rifjar upp fyrri stefnumörkun og litlar efndir. Dæmi þar um er skýrsla um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu frá árinu 1998 sem unnin var af þingmönnum allra flokka, þverfaglegum hópi heilbrigðisstarfsmanna og siðfræðingum frá Háskóla Íslands. Eftir samþykkt Alþingis hefur ríkt grafarþögn. Sama gildir um ýmis fyrri verk, svo sem heilbrigðisáætlun til ársins 2010 og 2020, ásamt stefnumótun í málefnum aldraðra. Stefnum er ekki fylgt. „Hefur einu gilt hvort áraði vel eða illa í þjóðarbúskapnum. Nú hefur verið birt heilbrigðisstefna til ársins 2030. Höfum við tryggingu fyrir því að þeirri heilbrigðisstefnu eða nýrri stefnumótun um forgangsröðun verði fylgt, fremur en fyrr?“ spyr Pálmi. Prófessorinn hvetur til þess að opinber stjórnsýsla, sem hafi vaxið fiskur um hrygg, skoði árangur fyrri stefnumótunarvinnu á sviði heilbrigðisþjónustu. Hvað hafi gengið eftir og hvað ekki og koma með tillögur með áherslu á ábyrga eftirfylgd. – Er það ekki skynsamlegt áður en lengra er haldið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta varðar það sem mestu skiptir, hamingju og lífsgæði fólks. Flest erum við sammála um að nýta sameiginlega sjóði til að tryggja örugga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu aðgengilega öllum landsmönnum. En þetta kostar sitt. Nýir möguleikar til greiningar og meðferðar sjúkdóma kalla á æ meiri kostnað. Næstu áratugi aukast áskoranirnar enn með meiri öldrun þjóðarinnar og lægri fæðingartíðni. Þar sem fjármagn er af skornum skammti verður stóra málið forgangsröðun fjármuna og hagkvæmasta nýting þeirra. Sú heilbrigðisstefna til ársins 2030 sem Alþingi samþykkti nú í sumar fjallar um skipulag, verkaskiptingu og ábyrgð innan heilbrigðiskerfisins í þágu betri þjónustu við sjúklinga. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við þá ofurtrú ráðherrans að ríkisvaldið eitt eigi að sinna heilbrigðismálum. Gagnrýnt var að lítið samráð væri haft við hryggjarstykkið í íslenskri heilbrigðisþjónustu, það er alla þá sem standa utan ríkisrekinna stofnana. Kröfunni um fyrsta flokks þjónustu við sjúklinga með hagkvæmni að leiðarljósi verður best svarað með því að hvetja til samkeppni í heilbrigðisþjónustu. Þannig nýtast fjármunir skattgreiðenda best. Þróa þarf áfram sérhæfða sjúkrahúsþjónustu á vegum annarra en hins opinbera með greiðsluþátttöku ríkisvaldsins á sömu forsendum og þjónusta hins opinbera. Þannig kaupi ríkið fyrir fram skilgreinda þjónustu en nýti samkeppni og fjölbreytt rekstrarform til að ná fram hagræðingu, aukinni hagkvæmni og gæðum. Heilbrigðisráðherra ritaði nýlega grein um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Þar sagði hún kröfur um forgangsröðun aukast og mikilvægt sé að byggt sé á skýrum viðmiðum og siðferðilegum gildum sem sátt ríki um. Undir þetta skal tekið. Þessi forgangsröðun er eitt af erfiðari viðfangsefnum stjórnmála komandi ára. Það var því eftir því tekið þegar Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum, ritaði nýlega grein þar sem hann rifjar upp fyrri stefnumörkun og litlar efndir. Dæmi þar um er skýrsla um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu frá árinu 1998 sem unnin var af þingmönnum allra flokka, þverfaglegum hópi heilbrigðisstarfsmanna og siðfræðingum frá Háskóla Íslands. Eftir samþykkt Alþingis hefur ríkt grafarþögn. Sama gildir um ýmis fyrri verk, svo sem heilbrigðisáætlun til ársins 2010 og 2020, ásamt stefnumótun í málefnum aldraðra. Stefnum er ekki fylgt. „Hefur einu gilt hvort áraði vel eða illa í þjóðarbúskapnum. Nú hefur verið birt heilbrigðisstefna til ársins 2030. Höfum við tryggingu fyrir því að þeirri heilbrigðisstefnu eða nýrri stefnumótun um forgangsröðun verði fylgt, fremur en fyrr?“ spyr Pálmi. Prófessorinn hvetur til þess að opinber stjórnsýsla, sem hafi vaxið fiskur um hrygg, skoði árangur fyrri stefnumótunarvinnu á sviði heilbrigðisþjónustu. Hvað hafi gengið eftir og hvað ekki og koma með tillögur með áherslu á ábyrga eftirfylgd. – Er það ekki skynsamlegt áður en lengra er haldið?
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun