Strætó og Pósturinn taka niður áróður Orkunnar okkar Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 14:31 Áróðursspjald Orkunnar okkar utan á strætóskýli á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er leyfilegt að hengja upp slík spjöld á skýlin. Skjáskot Áróðursspjöld samtakanna Orkunnar okkar gegn þriðja orkupakkanum svonefnda sem sett voru upp í strætóskýlum og á pósthúsi í höfuðborginni verða fjarlægð. Einn stofnenda samtakanna segir að rætt hafi verið við þann sem hengdi spjöldin upp á þessum stöðum. Þau hafi ekki verið hengd þar upp með vilja samtakanna. Strætó birti myndir af áróðursspjöldum gegn þriðja orkupakkanum sem límd höfðu verið á rúður í skýlum á Twitter-síðu sinni í dag. Á myndunum má sjá að spjöldin eru merkt Orkunni okkar, samtökum sem hafa beitt sér gegn innleiðingu evrópsku reglugerðarinnar. „Við vekjum athygli á að það er stranglega bannað að líma auglýsingar eða önnur skilaboð á strætóskýli,“ segir í tísti Strætó um spjöldin.Við vekjum athygli á að það er stranglega bannað að líma auglýsingar eða önnur skilaboð á strætóskýli. pic.twitter.com/g0JStEyW3o— Strætó (@straetobs) July 29, 2019 Í færslu sem deilt var í Facebook-hópnum „Orkan okkar baráttuhópur“ í gær kemur fram að baráttumaður samtakanna segist hafa sett upp níutíu plaköt. Með færslunni fylgja myndir af áróðursspjöldunum á strætóskýlum, hraðbanka og utan á pósthúsi. Facebook-síða Orkunnar okkar er skráð með stjórnendaréttindi í hópnum.Myndum af áróðursspjöldum á ýmsum opinberum stöðum var deilt í Facebook-hóp á vegum Orkunnar okkar.SkjáskotBrynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir að áróðursspjald frá Orkunni okkar hafi verið límt utan á pósthús í Mosfellsbæ. Starfsmaður hafi fjarlægt það. Hann staðfestir að ekki megi setja upp auglýsingaefni í pósthúsum annað en það sem tengist þjónustu Póstsins sjálfs.Ekki með vilja eða samkvæmt stefnu samtakanna Samtökin sögðust í færslu á vefsíðu sinni fyrir helgi hafa dreift um fimm hundruð plakötum af þúsund sem hafi verið prentuð út. Fólk hafi sett sig í samband og sótt spjöld til að hengja upp á höfuðborgarsvæðinu, Borgarfirði og á Suðurlandi. Spjöld hafi einnig verið send í Húnavatnssýslu, á Akureyri og Húsavík. Júlíus Valsson, einn stofnenda Orkunnar okkar, segir við Vísi að spjöldin hafi ekki verið hengd upp á þessum stöðum með vilja samtakanna og að það samræmist ekki stefnu þeirra. Þau hafi bent einstaklingnum sem hafi hengt þau upp á að það væri ekki leyfilegt. Samtökin geti ekki borið ábyrgð á því hvað sjálfboðaliðar sem hengja spjöldin upp geri. Algengast sé að þeir sem hengja upp spjöld fyrir samtökin fari í fyrirtæki og verslanir og biðji um leyfi til að hengja þau upp. „Við erum bara algerlega mótfallin þessu. Ekki það að við viljum að póstarnir fari sem víðast en ekki að það sé verið að klína þeim upp á stöðum þar sem er ekki leyfilega að pósta,“ segir Júlíus. Íslandspóstur Strætó Þriðji orkupakkinn Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira
Áróðursspjöld samtakanna Orkunnar okkar gegn þriðja orkupakkanum svonefnda sem sett voru upp í strætóskýlum og á pósthúsi í höfuðborginni verða fjarlægð. Einn stofnenda samtakanna segir að rætt hafi verið við þann sem hengdi spjöldin upp á þessum stöðum. Þau hafi ekki verið hengd þar upp með vilja samtakanna. Strætó birti myndir af áróðursspjöldum gegn þriðja orkupakkanum sem límd höfðu verið á rúður í skýlum á Twitter-síðu sinni í dag. Á myndunum má sjá að spjöldin eru merkt Orkunni okkar, samtökum sem hafa beitt sér gegn innleiðingu evrópsku reglugerðarinnar. „Við vekjum athygli á að það er stranglega bannað að líma auglýsingar eða önnur skilaboð á strætóskýli,“ segir í tísti Strætó um spjöldin.Við vekjum athygli á að það er stranglega bannað að líma auglýsingar eða önnur skilaboð á strætóskýli. pic.twitter.com/g0JStEyW3o— Strætó (@straetobs) July 29, 2019 Í færslu sem deilt var í Facebook-hópnum „Orkan okkar baráttuhópur“ í gær kemur fram að baráttumaður samtakanna segist hafa sett upp níutíu plaköt. Með færslunni fylgja myndir af áróðursspjöldunum á strætóskýlum, hraðbanka og utan á pósthúsi. Facebook-síða Orkunnar okkar er skráð með stjórnendaréttindi í hópnum.Myndum af áróðursspjöldum á ýmsum opinberum stöðum var deilt í Facebook-hóp á vegum Orkunnar okkar.SkjáskotBrynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir að áróðursspjald frá Orkunni okkar hafi verið límt utan á pósthús í Mosfellsbæ. Starfsmaður hafi fjarlægt það. Hann staðfestir að ekki megi setja upp auglýsingaefni í pósthúsum annað en það sem tengist þjónustu Póstsins sjálfs.Ekki með vilja eða samkvæmt stefnu samtakanna Samtökin sögðust í færslu á vefsíðu sinni fyrir helgi hafa dreift um fimm hundruð plakötum af þúsund sem hafi verið prentuð út. Fólk hafi sett sig í samband og sótt spjöld til að hengja upp á höfuðborgarsvæðinu, Borgarfirði og á Suðurlandi. Spjöld hafi einnig verið send í Húnavatnssýslu, á Akureyri og Húsavík. Júlíus Valsson, einn stofnenda Orkunnar okkar, segir við Vísi að spjöldin hafi ekki verið hengd upp á þessum stöðum með vilja samtakanna og að það samræmist ekki stefnu þeirra. Þau hafi bent einstaklingnum sem hafi hengt þau upp á að það væri ekki leyfilegt. Samtökin geti ekki borið ábyrgð á því hvað sjálfboðaliðar sem hengja spjöldin upp geri. Algengast sé að þeir sem hengja upp spjöld fyrir samtökin fari í fyrirtæki og verslanir og biðji um leyfi til að hengja þau upp. „Við erum bara algerlega mótfallin þessu. Ekki það að við viljum að póstarnir fari sem víðast en ekki að það sé verið að klína þeim upp á stöðum þar sem er ekki leyfilega að pósta,“ segir Júlíus.
Íslandspóstur Strætó Þriðji orkupakkinn Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira